Jæja, þá er 8. triviunni lokið. Alflestir stóðu sig vel og þáttakan var fín. En staðan í triviunni er eftirfarandi:

Sigurvegari er: arnare með 24,5 stig af 25
2. tumisnumi – 22,5 stig
3. lalli2 – 21 stig

Aðrir keppendur voru:

4. therocker ~ 16 stig
5. surfacing ~ 17 stig
6. oddurs ~ 17 stig
7. shakaluka ~ 16,5 stig
8. colosuss ~ 14 stig
9. StackhouseM ~ 11,5 stig
10-11. ammarolli ~ 10 stig
10-11. siggi20 ~ 10 stig
12. Acerocks ~ 5 stig

Svörin eru svona:

• Nefndu fjóra menn sem hafa verið í hljómsveitinni “The Yardbirds” (4 stig)
Hérna var hægt að nefna marga menn en það sem hægt var að segja var: Jeff Buck, Eric Clapton, Jimmy Page, Keith Moon, Jim McCarthy, Keith Relf, Chris Dreja, Paul Smith o.fl.
• Hvaða trommari spilaði með Jimmy Page á sóló plötu hans “Outrider”? (2 stig)
Það var sonur John Bonham’s, Jason Bonham, en það var nóg að segja bara nafnið.
• Hvað heitir systir Freddie Mercury’s? (2 stig)
Kashmira Bulsara
• Hvað hét umboðssmaður Bítlana þangað til hann dó 1967? (3 stig)
Brian Epstein
• Hvert var fyrsta hljóðfæri Jimi Hendrix og hver gaf honum hljóðfærið?. (3 stig)
Hljóðfærið var ukulele og faðir hans, Al Hendrix gaf honum það. Ég gaf 0,5 stig fyrir gítar því að ukulele er af gítarætt.
• Hvað hét fyrsta bandið sem Bruce Springsteen spilaði með? (2 stig)
Þetta var dálítið “nasty” spurning og þess vegna ákvað ég að gefa stig fyrir tvær hljómsveitir, The Castilles og Steel Mill
• Hvað hét fyrsta plata AC/DC og í hvaða landi var hún gefin út? (2 stig)
Hún hét High Voltage og var gefin út í Ástralíu
• Hvaða tveim nöfnum hét lagið “The Great Gig In The Sky” ? (4 stig)
“Mortality Sequence” og “Religious Theme”
• Hvað heitir trommari Deep Purple? (1 stig)
Ian Paice
• Hvað heitir Ringo Starr raunverulega? (2 stig)
Richard Starkey

Takk fyrir mig.