Who's Next - The Who Jæja hér er minn fyrsti plötudómur á huga, ég ákvað að gera þetta að grein vegna þess að það eiga eftir að koma örugglega meiri viðbrögð. En minn fyrsti plötudómur verður um Who’s Next með The Who

Who’s next kom út í Bandaríkjunum þann 2. ágúst árið 1971 og var hún þá gefinn út af Decca plötufyrirtækinu og í Bretlandi kom hann út þann 25. ágúst árið 1971, gefin þar út af Polydor plötufyrirtækinu

Á þessari plötu eru mörg af þekktustu lögum The Who á meðal annars Baba O’riley, Bargain, Behind Blue eyes og Won’t get fooled again. Nú tek fyrir hvert eitt og einasta lag á þessari plötu.

Fyrsta lagið sem ber titilinn Baba O’riley og það var samið af Pete Townshend gítarleikara og er meðal annars notað sem þemað í C.S.I. NY. Margar manneskjur vilja kalla þetta lag Teenage Wasteland sem er ekki rétt. Ég tel þetta lag vera mjög gott.

Lag nr. 2 ber titilinn Bargain og það var samið af Pete Townshend. Pete lagði áherslu á það að lagið væri um samband einhvers við Guð. Þetta lag er sungið af Roger Daltrey aðalsöngvara en Pete syngur bakraddir í þessu lagi. Þetta lag hefur komið fram í mörgum Nissan auglýsingum. Þetta er eitt af mínum uppáhalds lögum með The Who og hvet ég alla að næla sér í þetta lag

Þriðja lagið sem heitir Love ain’t for keeping var samið af Pete og sungið af Roger ásamt að Pete og John syngi bakraddir. Þetta lag gríður um hlustandann og ekki er hægt að fara hjá því að hlusta ekki á það.

Fjórða lagið á plötuinni heitir My Wife og var samið af John Entwistle bassaleikara auk þess að hann syngur lagið. Þetta lag er skemmtilegt og fjörugt.Lagið fjallar um mann sem er að flyja frá konu sinni, konan telur í lagiðnu að maðurinn sé drukkinn og hafi haldið framhjá þess vegna er hún að elta hann.

Fimmta lagið sem ber titilinn The Song Is Over og er það samið af Pete Townshend og spilar Nicky Hopkins á píanó í því. Lagið er 6:14 mín á lengd. Þetta er mjög gott og rólegt lag.

Sjötta lagið heitir Getting in tune og er samið af Pete auk þess að Nicky Hopkins hafi spilað á píanó í því. Útgáfa sem inniheldur frontmann Pearl Jam Eddie Vedder sem má finna á Live At the Royal Albert Hall, tónleika plötu með The Who. Þetta lag byrjar smá rólega en svo verður það fjörugra þegar á lengd er komið. Lagið ku vera 4:50 mín. Að lengd

Sjöunda lagið sem heitir Going Mobile er samið af Pete eins og flest löginn á þessari plötu. Lagið er samblanda af fjörugu lagi og rólegu og takturinn er mikill í þessu einstaka lagi. Lagið er svo mikið sem 3:42 mín. Á lengd

Áttunda lagið sem ber nafnið Behind Blue Eyes, samið af Pete er lag sem var meðal annars hluti af verkefninu Life House sem aldrei var klárað. Lagið byrjar á því að Roger syngur undir létt gítarspil en seinna bætist inn bassaleikur bætist inn. Textinn af laginu eru fyrstu-persónu kvein frá manni af LifeHouse verkefniu oft sagður sem Brick eða Jumbo. Lag þetta var svo tekið af Limp Bizkit og notað í myndinni Gothika.

Níunda lagið og það seinasta heitir Won’t Get Fooled Again, samið af Pete. Lagið er þekkt fyrir sitt magnaða Synthisizer spil á móti mjög góðu og hröðu gítarspili, það byrjar á léttu Synthisizerspili sem seinna þróast í hratt gítarspil og löng öskur í enda partinum af laginu. Lagið er notað sem þema lagið í C.S.I. Miami. Michael Moore bað um að nota lagið í credit listanum á mynd sinni, Farenheit 9/11 en því var eitað, en seinna þá samþykkti Pete það en það var of seint.

Svo hefur komið út Remasterd útgáfa af þessari plötu sem inniheldur flest af hinum lögunum auk nokkra extra sem eru löginn Pure and Easy, Baby Don´t you do it sem ekki var samið af Pete, Naked Eye, Water, Too Much of anything, I don’t even know myself og breytta kassagítar útgáfu af Behind Blue eyes.

Svo hefur líka komið út tvöföld Deluxe útgáfa sem inniheldur öll þessi lög á fyrri disknum en á þeim seinni eru lög sem hafa verið gefin út áður og á honum er löginn:
Love Ain't For Keeping
Pure and Easy
Young Man Blues
Time Is Passing
Behind Blue Eyes
I Don't Even Know Myself
Too Much of Anything
Getting In Tune
Bargain
Water
My Generation
(I'm A) Roadrunner
Naked Eye
Won't Get Fooled Again

Í heild sína þá er þetta bara ein besta plata the Who og ein af mínum uppáhalds og gef ég henni átta og hálfa stjörnu af tíu mögulegum, platan er oft talinn ein besta plata allra tíma af tímaritum á borð við Rolling Stone og lenti í þar sæti 28 og VH1 sem það komt í sæti 13.
Það er eiginlega bara skylda fyrir alla gullaldar tónlista unnendur að eiga þessa í sínu safni og mæli ég með því að þeir sem eigi þessa plötu ekki fyrir skuli næla sér í hana í næstu tónlistar verslun.
Eyes down, round and round, let's all sit and watch the moneygoround.