Peter Edward Baker, betur þekktur sem Ginger Baker fæddist 19. Ágúst 1939. Fæddur í Lewisham í London. Hann gekk snemma í hljómsveitina Graham Bond, en í þeirri hljómsveit var Jack Bruce sem var reyndar rrekinn stuttu eftir að Ginger Baker gekk í bandið. Seint á Sjötta áratugnum og snemma á þeim Sjöunda spilaði Ginger Baker í mörgum Jazz grúppum og þótti mjög hæfur trommari og spilaði aðallega í stúdíóum sem stúdíó trommari. Baker átti svo eftir að spila seinna í hljómsveit Eric Clapton's Blind Faith, en það var seinna.

Jack Bruce fæddist 14. Maí 1943. Hann fæddist í Bishopbriggs sem var bær nálægt Glasgow í Skotlandi.Hann fór snemma að læra að spila klassískan Bassa og sagði seinna að John Sebastian Bach hafi samið bestu bassalínunar. Helstu fyrirmyndir hans voru James Jamerson og Charles Mingus. Snemma á sjöunda áratugnum spilaði hann á bassa í hljómsveitini Graham Bond. Graham Bond spilaði, Ryþma og Blús(Rythm N Blues) og annan blús. Stuttu seinna gekk trommarinn Ginger Baker í Bandið. Jack Bruce var svo rekinn úr Graham Bond stuttu eftir að Ginger Baker kom í bandið. Eftir The Graham Bond fór hann í grúppu John Mayalls, The Bluesbreakers. Svo gekk hann í Manfred Mann og var þar í stuttan tíma. Eftir það stofnaði Bruce, ásamt félugum sínum Ginger Baker og Eric Clapton, Orku tríóið eða súpergrúppuna Cream.

Eric Clapton fæddist 30. Mars 1945. Hann fæddist í Ripley á Englandi. Clapton ólst upp hjá Ömmu sinni og Afa sem hann hélt að væru foreldrar sínir. En hann var níu ára þegar hann komst að því að Amma hans og Afi voru ekki foreldrar hans. Eric gekk í The Yardbirds(1963-1965) og fór svo seinna í John Mayalls Bluesbreakers. Á meðan Clapton var í Yardbirds gaf sveitin út eina plötu For Your Love. Graham Gouldman hafði samið lagið For Your Love og svo hætt í Yardbirds og neitað að spila á smáskífuni, en Gouldman sagði Yardbirds að leita til vinar síns Jimmy Page til að spila á smáskífuni. Jimmy Page neitaði. En Page sagði þeim að leita til Jeff Beck, reyndar áttu Beck og Page báðir eftir að ganga í sveitina seinna meir.

Cream var fyrsta súpergrúppan, fyrir þá sem vita ekki hvað súpergrúppa er, þá er það grúppa sem allir meðlimir eru frægir í. Tónlistin sem Cream spiluðu var svona “Psychadelic Blues”. Jack Bruce spilaði á Bassa og söng allra flest lögin. Eric Clapton spilaði á gítar og söng þó nokkur lög. Og Ginger Baker trommaði en söng ekki mörg lög. Í Desember 1966 kom svo fyrsta plata tríósins út, Fresh Cream. En stuttu fyrir Fresh Cream hafði lag þeirra I Feel Free, náð þó nokkrum vinsældum í Bretlandi.
Fresh Cream er nr. 101 yfir 500 bestu albúm í heimi. Lögin sem náðu mestum vinsældum á Fresh Cream voru I Feel Free, N.S.U., Sweet Wine og I'm So Glad. En lagið Toad, sem varð ekkert rosa vinsælt, sannaði hversu góður trommari Baker var, það er rosalegt trommusóló í laginu sem Baker tekur með trompi.

Næstum ári eftir að Fresh Cream kom út, eða í Nóvember 1967 kom meistarverkið Disraeli Gears út. Þó platan náði ekki nema fimmta sæti í Bretlandi innihélt hún gullmola á borð við Strange Brew, Sunshine Of Your Love, World Of Pain, Tales Of Brave Ulysses, Swlabr og We're Going Wrong. Cream urðu svo vinsælir í Bandaríkjunum eftir að þessi plata kom út þar og hirti fjórða sætið. Baker söng lögin Mother's Lament og Blue Condition, en drengurinn var alls ekki vanur söngvari. Martin Sharp gerði myndina á hulstrinu, en hann hafði líka samið Tales Of Brave Ulysses með Clapton.

Wheels Of Fire var tvöföld plata. Plata eitt var Stúdíó plata og plata tvö var tónleikaplata Þarsem Toad og Spoonful voru teigð uppí meira en 16 mín. Platan náði þriðja sæti í Bretlandi og því fyrsta í Ameríku. Platan var líka gefinn út sem Wheels Of Fire(In The Studio) og Wheels Of Fire(Live At Filmore). Þær plötur voru alveg eins nema að In The Studio var silfur lituð og Live At Filmore var gull lituð. Martin Sharp sem gerði hulstrið á Disraeli Gears gerði líka hulstrið á Wheels Of Fire. Wheels Of Fire, Wheels Of Fire(In The Studio) og Wheels Of Fire(Live At Filmore) voru allar gefnar út sama dag 1968.

1969 kom seinasta plata Cream út, Goodbye. Hún var líka Live/In The Studio Plata. Live lögin voru I'm So Glad, Politician og Sitting On The Top On The World. Stúdíó lögin voru Badge, Doing That Scrapyard Thing, What A Bringdown og Anyone For Tennis. Badge var samið af Eric Clapton og George Harrison, og spilaði Bítillin í laginu. Hún komst í fyrsta sæti í Bretalndi en í annað sæti í Ameríku. 1970 kom svo safnplatan Live Cream út og 1972 kom platan Live Cream II út. Í Maí 2005 komu Cream svo aftur saman og gáfu út DVD og geisladisk af tónleikunum.