John Bonham John Henry Bonham fæddist í Redditch, Worcestershire, á England. Hann lærði fyrst að tromma þegar hann var fimm ára, með því að búa til trommusett úr einhverjum boxum og kaffi dollum, og hermandi eftir sínum uppáhalds trommurum Gene Krupa og Buddy Rich. Hann fékk fyrsta almennilega trommusettið á 14 ári, það var Premier.

Hann vann fyrir föður sinn, Jack Bonham í byggingarvinnu á milli þess að vera trommandi fyrir hljómsveitir. Árið 1964 gekk hann í hljómsveitina Terry Webb and the Spiders, og hitti hann þar framtíðarkonu sína Pat Phillips á dansleik í Kidderminster.

Einnig trommaði hann fyrir hljómsveitir í Birmingham eins og The Blue Star Trio and The Senators, sem gáfu út plötu sem heitir “She's a Mod”. Bonham elskaði að vera trommari og tók hann trommuleik sem aðal áhugamál sitt. Tveimur árum seinna, gekk hann í hljómsveitina A Way of Life en hljómsveitin varð ekkert úr því. Þá gekk hann í blús hljómsveit sem kölluðu sig Crawling King Snakes sem aðalsöngvarinn var hinn ungi Robert Plant.

Á þessum tíma, Bonham þróaðist í að vera háværasti trommari Englands, sem varð til þess að skinnin hjá honnum slitnuðu og beðin um að hætta að spila á klúbbum. Svo var hann beðinn um að yfirgefa studíó í Birmingham vegna þess að hann var of hávær. Honum var sagt að það væri engin framtíð fyrir trommara jafn háværan og hann.

Tíu árum seinna, fékk eigandinn af þessu stúdíói bréf frá honum sem á stóð “Thanks for the career advice…”; og voru þeir þá búnir að fá gull plötu með Led Zeppelin. Árið 1964, spurði hljómsveitin A Way of Life Bonham hvort hann vildi koma aftur, á þessum tíma var Plant í stöðugu sambandi við Bonham og þegar hann var að stofna Band of Joy, var Bonham fyrsti trommarinn sem hann hugsaði um.

Hljósmveitin tók upp helling af demóum en enga plötu. Árið 1968 ameríski söngvarinn Tim Rose var að túra Bretland og spurði Band of Joy hvort þeir vildu hita upp fyrir hann. Þegar Tim Rose kom aftur nokkrum mánuðum seinna var Bonham boðið af sönvaranum til að tromma fyrir bandið hans sem gaf honum svolítin vasapening. Bæði Joe Cocker og Chris Farlowe höfðu beðið John Bonham um að tromma með sér.

Þegar Jimmy Page vildi stofna hljómsveit eftir slitin hjá The Yardbirds, fyrsta hugmyndin um söngvara var Terry Reid, en Reid hafði samþykkt að syngja með Mickie Most fyrir sóló feril hans. Reid mælti með Robert Plant, sem mælti með Bonham, sem hafði trommað með Plant og þekkti Page frá session vinnu hans og þar var John Paul Jones líka. Hugmyndir Page um trommara eru á meðal annara Procol Harum's B.J. Wilson, session trommarinn Clem Cattini og Aynsley Dunbar. Ginger Baker var kannski líka á listanum. Eftir að hafa séð Bonham tromma fyrir Tim Rose í Hampstead, norður London, í Júlí 1968, voru Page og Peter Grant sannfærðir um að John Bonham mundi vera trommarinn.

Bonham var mjög þekktur fyrir sólóin sín, fyrst “Pat's Delight” svo seinna “Moby Dick” og svo “Over the Top”, sem eru stundum hálfan klukkutíma og notaði hann oft berar hendur á trommurnar.
Bonham notaðist mest við Ludwig trommusett sem eru einstaklega góð trommusett og er “gamli” hljómurinn indislegur í þeim.

24.September 1980 fór John á fyllerí. Hann hafði alltaf verið þekktur sem mikill drykkjumaður. Hann fékk sér 40 vodkaskot á aðein 4 tímum. Hann settist í leigubíl og fór heim til Jimmy Page þar sem einn af róturum Led Zeppelin leiddi hann í rúmið. Um nóttina ældi hann þegar hann var meðvitundarlaus og kafnaði í sinni eigin ælu. John Paul Jones kom að honum morgunin eftir þar sem hann lá andvana í rúmi sínu þann 25.september.

Heimildir:
Tekið af Wikipedia dauða hans úr grein mannycalavera.