Janis Jopln: Queen of the Blues. Ég er kominn í smá greinastuð og ætla að skrifa um mína uppáhalds tónlistarkonu, Janis Joplin.

Janis Lyn Joplin fæddist þann 19. janúar 1943 í Port Arthur, Texas. Hún ólst upp við að hlusta á blús tónlist m.a. á Bessie Smith, Odetta og Big Mama Thornton auk þess að syngja í kór. Janis útskrifaðist úr menntaskóla (High School) 1960 og fór þá í Universaty of Texas í Austin. Í menntaskóla var hún hunsuð og átti ekki marga vini en var samt oft með hóp af strákum að rúnta. Þau hlustuðu á blús og folk og þá byrjaði Janis að syngja að alvöru með vinum sínum.

Janis flutti frá Texas til San Francisco 1963 og vann þar stundum sem folk music söngkona. Á þessum tíma var hún í miklum eyturlyfjum og var oft kölluð “speed freak”. Hún notaði stundum heróín og önnur eyturefni en drakk líka mjög mikið.

Janis gekk í hljómsveitina Big Brother and the Holding Company 1966. Hljómsveitin var orðin frekar þekkt í hippahverfum San Franciscos.Hljómsveitin skrifaði samning við Mainstream Records og gáfu út plötu þaðan 1967. Platan seldist ekki vel og var hætt að selja hana fljótlega.

Stóra tækifæri hljómsveitarinnar kom þegar þau spiluðu á Montery Pop Festival 1967. Þar komu m.a fram Jimi Hendrix í fyrsta skipti í USA og The Who komu líka þar fram ásamt Jefferson Airplane og fleiri snillingum. Cass Elliot söngkona Mama’s and the Papa’s heyrði fluttnig Janisar á lagi Big Mama Thornton: Ball and Chain og sagði þetta um fluttnig Janisar: “Wow, that's really heavy”. Þau gáfu út sína fyrstu vinsælu plötu ’68 Cheap Thrills og gerði sú plata Janis að fremstu söngkonu sjöunda áratugsins.

Big Brother hættu og Janis fékk nýja hljómsveit til að spila með sér og hét hún Kozmic Blues Band og spiluðu þeir með henni á Woodstock. Stuttu eftir það hætti hljómsveitin og Janis fann aðra hljómsveit og hét hún The Full Tilt Boogie Band. Eftir dauða Janisar gáfu þau út plötuna Pearl árið 1971 sem þau voru að vinna að fyrir dauða Janis. Sú plata var mest selda plata stutta ferils Janisar og inniheldur m.a. smellinn Mercedes-Benz og lag samið af Kris Kristofferson: Me and Bobby McGee.

Síðustu tónleikar hennar voru í The Dick Cavett Show 25. júní og 3. ágúst 1970. Hún tilkynnti að hún ætlaði á menntaskóla endurfundi eftir að hafa viðurkennt að hafa verið “laughed out of class, out of school, out of town, out of the state”. Henni leið ekki vel eftir endurfundina og fannst þetta heimskuleg ákvörðun.

Janis var að vinna að plötunni Pearl með The Doors og Phil Ochs um haustið 1970. Janis Lyn Joplin lést 4. október 1970 á hótelherbergi sínu eftir of stóran skammt af óvenjulega hreinu heróíni. Hún lést nokkrum vikum eftir dauða Jimi Hendrix og voru þau bæði 27 ára gömul eins og Jim Morrison og Brian Jones.

Janis Joplin var brennd í Westwood Village Memorial Park Cementary í Westwood, Kaliforníu og var ösku hennar dreyft um Kyrrahafið.

Í dag er verið að gera tvær kvikmyndir um líf Janisar og heitir önnu Piece of My Heart með Renée Zellweger og hin Gospel According to Janis með söngkonunni Pink.

Takk fyrir mig, Lalli2

Ég mæli með að þið hlustið á lögin Piece of my Heart, Try, Me and Bobby McGee, Move Over, Mercedes-Benz og Down on Me.

Heimildir: http://en.wikipedia.org/wiki/Janis_Joplin