Tom Jones: ævi og störf Ég veit að ég er nú þegar búin að senda inn grein um Tom Jones, en mér finnst að ég geti gert alveg töluvert betur en ég gerði í síðustu grein, þannig að ég geri þetta bara aftur. Ég ætla að fara aðeins meira út í smáatriðin hérna og svoleiðis.
—-

Thomas Jones Woodward fæddist þann 7. júní árið 1940 í Pontypridd í Suður-Wales. En það var mjög augljóst, alveg frá upphafi, að það var eitthvað sérstakt við hann, enda var hann oft látinn syngja á fjölskyldusamkomum, brúðkaupum og meira að segja saumaklúbbi móður sinnar.

Hann söng einngi í kórnum í skólanum sínum, þó að sagt sé að hann hafi verið látinn hætta, eftir að hann yfirgnæfði alla hina kórmeðlimina, með sinni einstaklega kraftmiklu rödd, þegar kórinn söng “Men of Harlech” á einhverri skólasamkomu.

Seint á 6. áratugnum var Tom orðinn mjög heillaður af rock'n roll tónlistinni sem hann heyrði oft í útvarpinu. Á unglingsárum hans var hann orðinn hálfgerður uppreisnarseggur; skrópaði í skólanum, drakk og eltist við stelpur.

Tom byrjaði svo að eltast við Melindu Trenchard, unga, kaþólska stúlku, sem er betur þekkt sem Linda Trenchard. Fljótt eftir það fékk hann berkla og var rúmfastur í næstum því ár. Það var mjög erfiður tími fyrir Tom; það eina sem hann gat gert var að hlusta á tónlist og teikna. Sem var vissulega ekki hentugt, því það kom gjörsamlega í veg fyrir kvennaveiðar Toms.

Þegar4 Tom var sextán ára, hætti hann í skóla og giftist Lindu sama ár, mánuði áður en sonur þeirra, Mark Woodward, fæddist. Á þeim tíma var Tom að vinna í pappírsverksmiðju, staða sem var ágætlega launuð, en kom í veg fyrir það að hann gæti sungið. Eitthvað varð að láta undan. Tom hætti að vinna í verksmiðjunni.

Árið 1963 breytti Thomas Woodward nafni sínu yfir í Tommy Scott og gekkst til liðs við hljómsveitina The Senetors, en hann var ekki söngvarinn, heldur var hann trommuleikari, Tommy Redman var söngvari hljómsveitarinnar. Tom varð seinna meir logsuðumaður í Trjáskógunum.

Eitt kvöldið, fékk yfirmaður hljómsveitarinnar, Vernon Hopkins, Tom til að yfirgefa sinn hefðbundna drykkjustað og syngja fyrir þá, eftir að Redman mætti ekki. Það átti bara að vera þetta kvöld, en eftir stutt tímabil af hljóðfæraleik, fann Tom sinn raunverulega tónlistarhæfileika: röddina sína.

Alltaf klæddur í svart leður, fékk Tom brátt orðspor í Suður-Wales sem “striking frontman”. Það var hans venja að skola niður 10-12 bjórum áður en hann fór á sviðið, en það angraði ekki hljómsveitina á neinna hátt. Tom sá þeim alltaf fyrir frábærri sýningu.

það var samt eitt vandamál fyrir Tom; staðsetning hans. The Senetors voru gjörsamlega óþekktir í London, sem var auðvitað óheppilegt, því að London er hornsteinn tónlistariðnaðarins. Samt sem áður, buðust tveir lagahöfundar til þess að hjálpa Tom við að koma sér áfram. Raymond Godfrey og John Glastonbury höfðu samband við tónlistarútgáfumenn í London, sem höfðu beðið þá að finna hljómsveit til að gera demó úr lögunum sínum. Fyrir tilviljun sáu þeir The Senetors á skemmtistað í Pontypridd og féllu næstum kylliflatir.

Godfrey og Glastonbury urðu umboðsmenn hljómsveitarinnar, og hjálpuðu þeim að taka upp demó-plötu. Það ár, 1964, gerðu þeir nokkur lög með Telstar-framleiðandanum; Joe Meek, og tóku frekar mikla áhættu í þeim tilgangi að fá plötusamning. Áætlunin var að gefa út lagið “Lonely Joe/I was a Fool”, en Joe Meek neitaði að gefa þær út.

Hljómsveitin sneri, frekar pirruð, aftur til Wales og hélt áfram að spila í verkamannaklúbbum og fleiri stöðum. Eitt kvöldið þar, hitti Tom Gordon Mills, umboðsmann frá London, sem var upprunalega frá Suður-Wales.

Gordon sagði seinna: “The first few bars were all I needed to hear; they convinced me that here was a voice that could make him the greatest singer in the world”. Hann hafði vissulega rétt fyrir sér.

Gordon Mills gerði samning við Godfrey og Glastonbury; þeir myndu hætta sem umboðsmenn Toms, í skiptum fyrir 5 prósent af þeim tekjum sem Tom átti að koma til með að vinna sér inn. þessi samningur varð seinna ástæðan fyrir miklum og löngum málaferlum. Gordon tók unga söngvarann með sér til London, gaf honum nafnið Tom Jones (það var víst einhver annar Tommy Scott syngjandi í London) . The Senetors urðu að The Playboys, og svo seinna meir; The Squires. Þetta var byrjunin á annari höfn í ferli Tom Jones.

Samt var þetta ekki allt saman góð sigling. Gordon var sjálfur ekki hrifinn af þeirri ímynd sem Tom hafði komið sér upp, og plötufyrirtækjunum fannst útlit hans vera of kynferðislegt og gróft. Hreyfingar Toms voru eins og hreyfingarnar hans Elvis og það er ekki það sem var búist við af einhverjum ungum manni úr dölunum í Wales.

Sem betur fer, ákvað Decca-fyrirtækið að gefa honum annan séns, og hann gerði fyrsta lagið sitt “Chills and Fever”. Lagið sló ekki í gegn (svekkjandi), en næsta lag hans; “It's not unusual” sló svo rækilega í gegn, að það náði fyrsta sæti á vinsældarlistanum í Bretlandi og komst á topp tíu listann í Bandaríkjunum. Því fylgdu raðir af vinsælum lögum, þar á meðal “Once up On a Time” (sem mér, persónulega, finnst frábært), “With These Hands” og “What's New Pussycat”, sem var samið fyrir Woody Allen-myndina What's New Pussycat?.

Tom söng líka lagið “Thunderball” í James Bond-myndinni Thunderball (1965), sem skartaði snillingnum Sean Connery. Það sama ár, hitti Tom Elvis Presley, og með þeim óx vinátta sem stóð alveg þangað til að Elvis lést, árið 1977.

Árið 1966 gerði Tom eitt vinsælasta lag sitt: “Green, Green Grass Of Home”, sem er í öðru sæti yfir vinsælustu lög Toms. Hann heyrði fysrt lagið á Jerry Lee Lewis plötu, “Country Songs For City Folks”, en endurútgáfa hans af laginu fékk fólk til að virkilega meta welskan uppruna Toms.

Árið 1967, flutti Tom Jones í fyrsta sinn í Las Vegas, á stað sem kallaður var The Flamingos. Á komandi árum kom Tom aftur og aftur til Las Vegas, og það færði honum það að verða jafn vinsæll í Bandaríkjunum, og hann var í Bretlandi og um alla Evrópu. Það er staða sem hann nýtur enn þann dag í dag.

Árið 1968 var Tom Jones staddur í New York á tónleikum, þegar konur byrjuðu að rífa utan af sér nærfötin í gríð og erg og henda þeim í hann. Tom náði svo sannarlega að fá fólk til þess að verða undrandi þegar hann notaði nærbuxurnar til þess að þurrka af sér svitann. Konurnar í Las Vegas urðu auðvitað að gera betur, og byrjuðu þær að kasta hótelherbergjalyklum í hann.

Sama ár og nærbuxnaæðið byrjaði, gerði Tom eitt besta ástarlag allra tíma. “Delilah” er lag um ást, losta, framhjáhald, afbrýðisemi og morð, en það sló engu að síður í gegn og heillaði fólk. “Delilah” sló svo sannarlega í gegn.

Eftir 18 mánuði í Las Vegas flutti Tom sýningar sínar meira á landsvísu.

Tom Jones-þátturinn, sem var sendur út frá febrúar 1969, var mjög vinsæll sjónvarpsþáttur, sem Tom fékk borgaðar níu milljónir punda fyrir hverja seríu. Tom kom fram í þættinum með mörgum frægum tónlistarmönnum, þar á meðal Johnny Cash, Janis Joplin, The Bee Gees og The Moody Blues.

En einmitt þegar hlutirnir gengu mjög vel fyrir sig og allt var slétt og fellt, komu upp viss vandræði. Of gott til að vera satt, er það ekki? Tvö vandamál komu upp. Í fyrsta lagi, lögsóttu Glastonbury og Godfrey Tom Jones og Gordon Mills til þess að fá peningana sem þeim var lofað. Í öðru lagi hættu loksins The Senators, vegna sjónvarpsþátta Toms og sýninganna í Las Vegas, var ekki þörf á þeim lengur.

Vegna mjög hárra skatta í Bretlandi, eyddi Tom megninu af 8. áratugnum í Bandaríkjunum, það var einskonar skatta-forðunar set-up. En svo, árið 1974, flutti Tom endanlega til Bandaríkjanna, og keypti setrið sem upprunalega tilheyrði Dean Martin, en það er staðsett í Bel Air (Los Angeles) og kostaði söngvarann um eina milljón dali.
Með húsgagnaflutningi frá Bretlandi og græna kortinu, héldu margir að Tom Jones hefði endanlega snúið bakinu við “the green, green grass of home”, eins og það var orðað.

“I love Britain and I love living there,” sagði Tom. “It's home. But I've been forced into exile and I don't like it one little bit.”

Áttundi áratugurinn var svona “some-what” í vinsældum Toms, en hann var samt séður sem maðurinn sem ekki naut mikilla vinsælda, af ansi mörgum. En lögin héldu samt áfram að koma. “Daughter Of Darkness”, “She's A Lady”, “Till” and “The New Mexican Puppeteer” slógu öll í gegn í Bretlandi. En hann gaf út nokkur óvinsæl lög líka.

Síðan, árið 1977, gerðust tveir mikilvægir hlutir. Í fyrsta lagi, lést Elvis Presley, sem var bæði góður vinur Toms og lærlingur hans. Og í apríl gaf hann út plötuna “Say You'll Stay Until Tomorrow”. Ekki beint merkileg plata, en það var í síðasta skiptið á tíu árum sem plötur Toms ómökuðu vinsældarlista um allan heim.

Þann 5. ágúst árið 1986 lést Gordon Mills úr krabbameini. Sonur Toms, Mark Woodward, varð þá umboðsmaður hans. Hann breytti ímynd hans yfir í eitthvað nútímalegra, og árið 1987 komst Tom Jones aftur inn á vinsældarlistana. “A Boy From Nowhere” sló ansi laglega í gegn, en það var ósköp svipað því sem hann hafði gert áður, en það sem skipti mestu máli var það að hann var orðinn vinsæll aftur.

Aðeins nokkrum mánuðum seinna kom hann fram í þætti Jonathan Ross, The Last Resort. Hann flutti þar útgáfu af Prince-laginu “Kiss”, en það fór bara niður um leið. Þá tók hann það aftur með The Art Of Noise, og þá fór það beint í fyrsta sæti. Tom var kominn aftur.

Mark Woodward færði Tom Jones nýja og yngri kynslóð af aðdáendum. Eftir stutta samvinnu við Van Morrison, stjórnaði Tom öðrum þætti, The Right Time.

Árið 1993 gerði hann aðra plötu; “The Lead And How To Swing It”, þar dúettaði hann með ýmsum tónlistarmönnum á borð við Teddy Riley. Seinna, eða arið 1997, söng hann lokalagið í myndinni The Full Monty, lagið heitir “You Can Leave Your Hat On”.

Árið 1998 söng hann Full Monty-lagið með Robbie Williams á The Brit Awards. það sama ár var hann heiðraður með stjörnu á The Hollywood Walk of Fame. Það sama ár, gerðu Space and Cherys Matthews The Ballad of Tom Jones.

Árið 1999 fékk hann OBE-orðuna (Order to the British Empire), ásamt Dusty Springfield, en hún lést sama dag og þau fengu orðuna.

Hans gríðarlega vinsæla plata Reload, sem inniheldur dúetta með ýmsum breskum tónlistarmönnum sem voru inni þá, kom honum aftur í sviðsljósið þar sem hann á heima.

Hann býr með konunni sinni, Lindu, (sem hann hefur verið giftur í 50 ár), á heimili þeirra í Bel Air, Los Angeles. Þrátt fyrir sín óteljandi framhjáhöld (þar á meðal Miss Wolrd 1973, Marjorie Wallace), eru þau enn þá saman. Systir hans býr skammt frá þeim. Sonur hans, Mark, og tengdadóttir hans, Donna, hafa stjórnað ferli hans síðan árið 1987. Sonarsonur hans, Alexander, fæddist árið 1983 og sonardóttir hans, Emma, fæddist árið 1987. Þau fæddsut bæði í Los Angeles, en hljóta menntun í Englandi.

Í desember árið 2005, var hann á lista drottingarinnar yfir þá sem hljóta orður á komandi ári, og Tom Jones varð Sir Tom Jones, eftir að hafa fengið riddaraorðuna.

Tom sagði:


“What a great way to start the New Year!

”For the last 40 years I've travelled the world singing and entertaining, bringing a bit of Wales and Great Britain to my friends, colleagues and audiences. I wear my nationality on my sleeve and I'm proud of it! One of my passions is history and often I engage anyone who is willing in lively historical discussions and debates on British topics and what it means to be British.

“For me, to accept a Knighthood is a great and humbling honour, and I know my family - and hope my friends and fans - will share in my gratitude and excitement.

”I'd also like to thank everyone who has supported this honour, and I know many of you have stood by me for years and appreciated any contribution I might have made over time, either musically or personally. I am full of gratitude for your loyalty and support."



Árið 1967 sagði Frank Sinatra Tom að röddin hans myndi eyðileggjast á næstu árum, ef hann myndi ekki breyta því hvernig hann söng, og syngur enn þann dag í dag. Tom hló bara að honum og sagði:

"But what other way is there? I'll be around until the green, green grass is turned into a car park". Amen fyrir því.