Johnny Cash, The Man In Black. Ævi og störf. John Ray Cash fæddist 26. febrúar 1932 í Arkansas. Þegar hann var 5 ára var hann að vinna á ökrunum og syngjandi með fjölskyldunni sinni á meðan þau unnu. Johnny var mjög náinn bróður sínum Jack og árið 1944 dó Jack í slysi á bóndabýlinu og fannst Johnny það hræðilegt og hann hafði mikið samviskubit því að hann fór að veiða þennan dag. Þegar hann var ungur gekk hann í Flugherinn (Air Force) og samdi lagið “Folsom Prison Blues” í hernum.
Þegar þjónustu Johnnys í hernum lauk giftist hann Vivian Liberto árið 1954. Þau fluttu til Tennesee og þar fór Johnny í prufu hjá Sun Records og fyrstu lögin sem hann gaf út frá Sun Records voru lögin “Hey Porter” og “Cry Cry Cry”. Árið 1957 var lagið “I Walk The Line” vinsælasta country lagið í Bandaríkjunum.
Johnny eignaðist sína fyrstu dóttur, Roseanne Cash, árið 1955 og eignaðist hann þrjár aðrar stelpur með eiginkonu sinni. Samband hans og eiginkonu sinnar var ekki gott því að Johnny var oft á tónleikaferðum og í einni ferð sinni kynntist hann June Carter sem varð seinna eiginkona hans.
Johnny samdi lagið “Ring of Fire” 1960 sem fjallaði um drykkju hans, fíkniefnavandamál ogframhjáhald sitt. Lagið fór upp í 1. sæti í country listanum og varð mjög vinsælt.
Johnny var mjög “villtur” í sínum tónleikaferðalögum og braut stundum lögin en hann fór aldrei í fangelsi. Einu skiptin sem hann fór í fangelsi var þegar hann spilaði fyrir fangana sem honum fannst mjög gaman að gera.
Í ágúst 1968 dó góður vinur Johnnys, Luther Perkins og hús nágranna hans brann niður og dóu tveir synir nágranna hans. Þetta var Roy Orbinson sem var nágranni hans og var hann góður vinur Johnnys. Þetta hafði allt saman mikil áhrif á hann sem hvatti hann til að fara í meðferð og ekki mikið seinna giftist hann June Carter og eignuðust þau son saman sem þau skírðu John Carter Cash.
Á árunum 1969-1971 var Johnny með sinn eigin sjónvarpsþátt á ABC. Í honum komu margir frægir tónlistarmenn fram eins og Neil Young, The Monkees og Bob Dylan. En Johnny og Dylan voru nágrannar í Woodstock, New York. Mikið umfjall var um Cash þegar hann neitaði að breyta textum í lagi Kris Kristofersen í beinni útsendingu í þættinum. Textinn fjallaði um marijúana og hljómar svona: “On the Sunday morning sidewalks / Wishin', Lord, that I was stoned.”
Snemma á áttunda áratugnum (1970’s) var Johhny þekktur sem “The Man In Black” sem varð vörumerki hans. Hann kom alltaf fram í svörtum hnélöngum frakka og klæddist nær öllu svörtu nánast alltaf. Í laginu “Man In Black” útskýrir hann af hverju hann klæddist svörtu: “I wear the black for the poor and the beaten down, / Livin' in the hopeless, hungry side of town, / I wear it for the prisoner who has long paid for his crime, / But is there because he's a victim of the times.”
Cash gaf út ævisöguna sína “Man In Black” út árið 1975 og seldist hún í um 1,3 milljónum eintaka. Cash varð yngsti tónlistamaður til að komast í Country Music Hall of Fame’s árið 1980, 48 ára gamall þá.
Á miðjum níunda áratugnum kom Johnny fram í mörgum kvikmyndum m.a. The Pride of Jesse Hallam og Murder in Coweta Country. Hann talaði líka inn a einn Simpsons þátt seinna og kom fram í þættinum Dr. Quinn, Medicence Woman.
Cash varð fíkill af verkjalyfjum árið 1983 eftir að hafa lent í vandræðum við strút í dýragarði og varð mjög slasaður. En 1985 fór hann á Betty Ford meðferðastofnunina og varð þar mjög góður vinur Ozzy Osbourne, uppáhalds söngvara son síns.
Johnny var orðinn mjög hjartveikur árið 1988 og gekk undir mikla hjartaaðgerð. Hann sagði eftir aðgerðina að hann hafði fengið “near death experience” og sá himnaríki. Hann sagði að það var svo fallegt að hann varð mjög reiður þegar hann vaknaði lifandi.
1993 byrjaði Johnny með American Recordings og vann hún Grammy verðlaunin 1994. Og árið 1996 tók hann upp plötuna “Unchained” og komu þar fram m.a. Tom Petty and the Heartbreakers, Soundgarden, Beck og Flea ( bassaleikara Red hot chili peppers ). Unchained vann líka Grammy verðlaunin.
Johnny greindist með sjúkdóminn Shy-Drager syndrome árið 1997 og hann var lagður inn á sjúkrahús 1998 og voru lungun hans verulega sködduð þá.
Hann gaf út plötuna American: III Solitary Man árið 2000 og lagið “I Won’t Back Down” fjallaði um baráttu hans við sjúkdóminn. Hann gaf út American IV: The Man Comes Around árið 2002.
June Carter Cash lést 15. maí, 2003 eftir mistök við hjartaaðgerð, hún var 73 ára gömul þá. Fjórum mánuðum eftir dauða June lést Johnny Cash 71 ára að aldri. Hann er grafinn við hliðina á June í Hendersonville Memory Gardens sem er nálægt heimili hans í Hendersonville, Tennessee.

Þetta sögðu nokkrir tónlistarmenn um Johhny Cash:
“Every man knows he is a sissy compared to Johnny Cash.” — Bono
“In plain terms, Johnny was and is the North Star; you could guide your ship by him — the greatest of the greats then and now.” — Bob Dylan
“Abraham Lincoln with a wild side.” — Kris Kristofferson
“Johnny Cash transcends all musical boundaries, and is one of the original outlaws.” — Willie Nelson
“Cash took the social consciousness of folk music, the gravity and humor of country music and the rebellion of rock ‘n’ roll, and told all us young guys that not only was it all right to tear up those lines and boundaries, but it was important.” — Bruce Springsteen

Svo vil ég minna alla að sjá myndina Walk The Line sem kemur í öll betri kvikmyndahús í byrjun febrúar minnir mig.

Takk fyrir mig, Lalli2


Heimildir: http://en.wikipedia.org/wiki/Johnny_Cash#.22The_Man_in_Black.22