Elvis og umboðsmaðurinn: kafli eitt Andreas Cornelius van Kuijk

Andreas Cornelius van Kuijk betur þekktur sem Colonel Tom Parker eða bara “The Colonel” fæddist 26. júní 1909 í Hollandi. Hann gerðist ólöglegur innflytjandi
i Bandaríkin snemma á fimmta áratugnum. Hann tók upp nafnið Tom Parker og gerðist svo umboðsmaður Hank Snow og Eddy Arnold sem voru stærstir í sveitatónlistinni á þeim tíma. Árið 1948 var honum svo veittur titillinn Colonel frá fylkisstjóra Lousiana-fylkis sem heiðurstitill en ekki af því að hann hafði unnið einhverjar dáðir á vígvellinum eins og hann sagði alltaf.
Árið 1955 hitti hann svo Elvis þegar hann var á sviði á “The Louisiana Hayride” og gerðist umboðsmaður hans 18. ágúst gegn því að hann hlyti 25% af öllum tekjum hans Elvis. Eftir að hafa séð Elvis á sviði sagði hann við hann , “Now you´ve gotta million dollar voice but after a year you will have a million dollar”. Hann reyndist sannspár í þeim efnum því að 1956 var Elvis orðinn milljónamæringur. Fljótlega eftir að Parker hafði sannfært RCA Records um að kaupa samninginn af Sun Records á 35.000 dollara byrjaði Elvis að skora nr. 1 á bandaríska Billboard listanum, fyrst með Heartbreak Hotel og fylgdi svo eftir með lögunum “Hound Dog”, “Blue Shuede Shoes”, “I Want You, I Need You ,I Love You” og fleiri.
Draumur hans Elvis var að verða jafn virtur leikari og fyrirmynd sín James Dean, Parker átti svo sannarlega eftir að gera þann draum að engu með því að láta Elvis ekki leika í myndum nema hann myndi syngja í þeim. Hollywood-ferillinn byrjaði vel hjá Elvis með myndunum “Love Me Tender” (1956), “Loving You” (1957), “Jailhouse Rock” (1957) og “King Creole” (1958). Love Me Tender fékk mjög góðar undirtektir en aðdáendur voru ekki ánægðir með að Elvis dæji í myndinni og var endirinn því aftur tekinn upp og myndin aftur sýnd; alveg eins nema með “Happy Ending”.

Þetta var aðeins fyrsta greinin um Love/Hate sambandið þeirra félaga Elvis Presley og Col. Tom Parker svo að örvæntið ei, það kemur meira.
“ 'Til we meet you again, may God bless you. Adios.”