Vókalistar 20. aldarinnar. Ég ætla að koma á framfæri nokkrum af mínum uppáhalds söngvurum 20. aldarinnar , segja frá mínum kynnum við þá og fara kannski eilítið nánar í þá.

Freddie Mercury (1946-1991)
Jú maður getur víst ekki sleppt þessari goðsögn.
Áhrif þessa manns eru með öllu ómælanleg. Ég kynntist honum ekki af viti fyrr en ég var orðinn 14 eða svo og gerðist það þannig að vinur minn kom í heimsókn til mín og var ég að hlusta á playlist í media player (Elvis) og var nú vanur að klára þá alltaf en hann segir mér frá laginu “Don´t Stop Me Now” og sagði mér að hlusta á það á stundinni.
Bróðir minn hafði sett endalaust af efni með hinum og þessum listamönnum á tölvuna og einhvers staðar gróf ég þetta upp og setti það á fóninn. Ég get nú ekki sagt að ég hafi hlustað á það með rétta hugarfarinu eftir að búið var að reka mig frá mínu yndi en ég einfaldlega gat ekki annað en fengið listina beint í æð.
Eftir það hef ég verið vaxandi aðdáandi mannsins.
Ég get nú ekki beint sagt að þennan mann vanti eitthvað sem listamann hann er með röddina og taktinn, sviðsframkomuna og lúkkið, ótrúlega klókur að semja lög og gat spilað á píanó.

Roy Orbison (1936-1988)
Hver þekkir ekki smellinn “Oh, Pretty Woman”, ég held að maður þurfi nú að fara á fæðingardeildina til að finna þannig lið (LOL). Því miður er ekki hægt að segja það sama um manninn, auðvitað er þetta þekkt nafn hjá áhugamönnum um gullöldina en nær ekki mikið lengra en það. Ég sjálfur heyrði fyrst í honum í myndinni “Pretty Woman” (eins og fleiri). Þessi maður þótti ekki líklegur að ná langt í geiranum þar sem hann vantaði útlitið og sjarmann en hann stakk upp í það vantrúa pakk með sinni ótrúlegu rödd og viti menn náði meira að segja að skapa sér sinn eigin útlitsstíl, alltaf með stór sólgleraugu.
Hann var mjög vinsæll á sjötta áratugnum og kom með lög á borð við “Only The Lonely” (mjög gott), “Oh, Pretty Woman” (fáránlega gott) “It´s Over” og fleiri.
Hann var nú ekki bara söngvari heldur einnig gífurlegur píanóleikari og rosalega áhrifamikill lagahöfundur

Kenny Rogers (1938—)
Veit nú ekki hve margir hérna þekkja þessa country-goðsögn.
Ég kynntist honum fyrst í vestramyndinni “The Gambler” sem er nú einn af fjölskyldugersemunum.
Hann er fæddur í Houston, Texas og því ekki furða að hann sé svona mikill kúrekakall.
Hann er með hæfileika á nær öllum sviðum tónlistarinnar og hefur einnig skapað sér nafn í Hollywood og þykir einnig fanta góður ljósmyndari.
Hans helstu smellir eru “The Gambler”, “Ruby, Don´t Take Your Love To Town”, “Coward Of The Country” og fleiri og mæli ég eindregið með því að þið kynnið ykkur þennan snilling.

ELVIS (1935-1977)
Elvis Presley, betur þekktur sem “The King” hefur átt MJÖG stóran þátt í lífi mínu og ég veit nú bara hreinlega ekki hvað ég myndi gera án hans.
Ég heyrði fyrst í honum Jólin 96´ þegar bróðir minn var með æði fyrir honum og bað mig að koma og hlusta á hann. Ég var bara 7 ára trítill þarna og hafði unun af því að hrauna yfir tónlistina hans bróður míns svo að þetta var mjög svipað og með Queen, ég kom ekki með rétta hugarfarið í lagið en eins og með Queen gat ég ekki annað en að fá gæðin beint í æð og hef verið gjörsamlega “hooked” síðan.
Elvis var ameríski draumurinn holdi klæddur, fátækur strákur frá Mississippi sem átti eftir að verða svo stór að hann gat einfaldlega ekki höndlað það sem sannar bara það að frægð og frami á lítið skylt við hamingju.
Hann er elskaðasti sonur Ameríku og einn af virtari en um leið umdeildari tónlistarmönnum sögunnar. Hann var nú afar lítið í því að semja lögin sín en gaf þeim líf með sinni unaðslegu rödd.
Elvis gat sungið svo gott sem hvaða lag sem er en það sem kom honum virkilega á toppinn var sviðsframkoma hans, ef þið sjáið tónleika á sjötta áratugnum og berið þá saman við tónleika hans á þeim áttunda er það bara eins og að bera saman kalt og heitt.
Ef þið vitið ekki mikið um hann en langar til að kynna ykkur hann mæli ég með því að þið komist einhvern veginn yfir tónleikana hans eða lög á borð við “Long Black Limosine”, “Suspicious Minds”, “Bridge Over Troubled Water”, “In The Ghetto”, “Don´t Be Cruel”, “Burning Love”, “Always On My Mind”, “Jailhouse Rock” og svo mæli ég með að þið fáið ykkur “Elvis That´s The Way It Is” í gegnum amazon.com.

P.S endilega suðið um Elvis í jólagjöf.

Roger Whittaker (1936—)
Hálfur Englendingur, hálfur Kenýubúi fæddur í Kenýa. Hefur selt tæpar 50 milljónir platna um allan heim síðan ferill hans byrjaði 1964. Þegar hann byrjaði vissi hann að það var mjög erfitt að komast að og að hann þyrfti helst að skapa sér sitt eigið vörumerki og gerði hann það með því að flauta nær alltaf í lögum sínum.
Ég vissi fyrst ekki hver þetta var fyrr en ég heyrði Elvis syngja lagið hans “The Last Farewell” sem heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum.
Lagið fjallar um mann sem yfirgefur konu sína í Bandaríkjunum og fer í stríð á Englandi.
Hann er mjög vonlítill um endurkomu sína en finnst mesti missirinn að glata ástinni sinni.
Eitt af allra bestu lögum sem ég hef heyrt og mæli hiklaust með að þið hlustið á það.

P.S Það er betra með Elvis.

Þessi grein var nú fyrst og fremst til að víkka sjóndeildarhringinn og hvet ég ykkur til að kynna ykkur þessa menn.
“ 'Til we meet you again, may God bless you. Adios.”