Herman's Hermits voru stofnaði í Bolton 1963, en hétu þá Heartbeats. Leiðtogi The Heartbeats var Peter Novak(fæddur 5 Nóv. 1947), betur þekktur sem Peter Noone.

Peter Noone byrjaði í sjónvarpi en fannst það ekki passa við sig svo hann fór í tónlistina og fékk til liðs við sig Derek “Lek” Leckenby(Gítar, Fæduur 14 Maí 1946), Keith Hopwood(Ryþma Gítar, fæddur 26 Okt. 1946), Karl Green(Bassi, fæddur 31 Júl. 1946) og Barry “Bean” Whitwam(Trommari, fæddur 21 Júl. 1946), sjálfur söng Peter Noone.
Karl Green, fannst Peter syngja mjög líkt einni teiknimyndapersónu sem bar nafnið Sherman. Hljómsveitin fékk þá nafnið Sherman And His Hermit's en Sherman Var seinna breytt í Herman og bandið fékk nafnið Herman's Hermits. Mickie Most uppgötvaði síðan hljómsveitini og gerðist umboðsmaðurinn þeirra. Most sagði seinna að Peter Noone hafi minnt hann svo á Kennedy forseta, sem var þá nýdáinn, að hann hefði gefið bandinu séns. Þeir tóku lagið Into Something Good sem Carole King og Gerry Goffin höfðu samið og það fór í efsta sæti Breska vinsældarlistans og var þar í tvær vikur. Þetta var reyndar eina Goffin-King lagið sem hafði farið í fyrsta sæti vinsældarlistans.

Þeir seldu tíu milljóni platna fyrsta árið og fannst þeim Beatles mesti keppinauturinn. Næst kom breiðskífan Mrs. Brown, You've Got A Lovely Daugther og platan innihélt samnefnt lag. Lagið um Frú Brown og Dóttur hennar var gert í gríni, Peter Noone söng með “Cockney” hreim, þrír banjóar voru notaðir og létu lagið hljóma einsog það hefði verið tekið upp milli 1930 og 1940. En Herman's Hermits höfðu reyndar aldrei átt “hit” í Bandaríkjunum, en plötufyrirtækið sem þeir voru á samning hjá lét bandarískan plötusnúð fá titilag nýjustu breiðskífu þeirra, en það var lagið um Dóttur Frú Brown. Þarsem enginn hafði litið við laginu í Bretlandi héldu strákarnir að Mrs. Brown myndi kolfalla í Bandaríkjunum en það var Top 1 Hit og var gefið út sem smáskífa.

Næsta “hit”ið þeirra var “I'm Henery The Eight I Am” og þá fór í fyrsta sæti Breska og Bandaríska toplistans. Nú fór plötusalan í Bretlandi að minnka en hélt sínu striki í Bandaríkjunum. Reyndar jókst plötusalan í Bretlandi þegar The Hermits gáfu út lagið “No Milk Today”. Á bakhlið hennar var Kinsk lagið “Dandy”. “No Milk Today” féll úr fyrsta sæti þegar The Monkees gáfu út lag sitt “I'm A Believer”. Þá gáfu Hermits út lagið There's A Kind Of Hush(All Over The World) og endurheimtu fyrsta sætið.
Og á eftir There's A Kind Of Hush fylgdi lagið Don't go Out Into The Rain.

Svo kom að því árið 1968 að það var gerð mynd sem hlaut nafnið Mrs. Brown, You've Got A Lovely Daugther. Peter Noone lék aðalhlutverkið í myndini sem var um hundakapphlaup og innihélt músík sveitarinnar.

En hljómsveitin hætti 1970 þegar Peter Noone ákvað að fara á sólóferil. Hermans Hermits gerðu eitt lag eftir að Noone fór, það fó ekki á topp tíu listan. Peter Noone gleymdi alls ekki The Hermits og hefur verið að vinna að svona “Special Edition” Herman's Hermits geisladiskum og tónleikum.