The Vegas Legends Hér ætla ég að skrifa um nokkra kunna menn sem stjórnuðu Las Vegas á sínum tíma.


Engelbert Humperdinck

Arnold George Dorsey er fæddur 2. maí 1936 í Indlandi en er enskur að ættum og ólst upp í Leicester í Englandi. Hann flutti svo til Bandaríkjanna í byrjun sjötta áratugarins.
Seint á sjötta áratugnum tók hann upp “Stagename” Engelbert Humperdinck til að koma sér á framfæri. Hann náði að verða ágætis nafn í bransanum í byrjun sjöunda áratugarins en gleymdist svo alveg þegar “the British Invasion” tröllreið allri Ameríku.
Árið 1967 kom hann svo með sterka endurkomu þegar lagið hans “Release Me” svipti Bítlalaginu “Strawberry Fields Forever” af stóli bandaríska Billboard listanum og tók 1. sætið.
“Release Me” átti svo eftir að verða vörumerkið hans í framtíðinni og fangaði gífurlega athygli. Á þessum tíma var Engelbert byrjaður að heilla kvenfólkið og fylgdi velgengninni eftir með lögum á borð við “Can´t Take My Eyes Off Of You”, “The Last Waltz og “Am I That Easy To Forget?”.
Á áttunda áratugnum var Las Vegas orðið hans “home away from home” og þótti hann gríðarlega kraftmikill sviðslistamaður og sagði eitt sinn "I don't like to give people what they have already seen” og vildi alltaf koma með eitthvað nýtt.
Hann hefur selt aragrúa af plötum og skapað sér mikla virðingu sem sviðslistamaður með hverjum uppseldum tónleikunum á fætur öðrum.



ELVIS ELVIS ELVIS

Í pínulitlu koti í bænum Tupelo, Mississippi 8. janúar árið 1935 fæddust tvíburar sem hlutu nöfnin Jessie Garon Presley og Elvis Aaron Presley, sá síðarnefndi átti eftir að verða vinsælasti maður sem nokkurn tíma hefur gengið um jörðina síðan Jesús Kristur var og hét en hinn fyrrnefndi dó við fæðingu.
Foreldrar hans, þau Gladys Love Presley og Vernon Elvis Presley áttu varla nóg til að bíta og brenna.
Elvis byrjaði mjög ungur að syngja og þegar hann var 11 ára fékk hann sinn fyrsta gítar í afmælisgjöf frá foreldrum sínum eftir að hafa beðið um riffil. Frændi föður hans, Vester Presley kunni á gítar og kenndi Elvis sitthvað á strengina.
Presley-fjölskyldan flutti til Memphis, Tennessee þegar Elvis var 13 ára gamall.
Memphis var á þeim tíma mjög tónlistarsinnuð borg og var blúsinn mest spilaður þar og Elvis hitti B.B King oftar en einu sinni á Beale Street og B.B sá strax hæfileikana í drengnum og sagði svo seinna eftir dauða Elvis “He was always a very handsome fellow and I knew that even if he couldn´t sing the girls would be wild about him.”.
Elvis stundaði nám í L.C Humes High School í Memphis og útskrifaðist þar hinn 3. júní 1953.
Eftir það fór hann að einbeita sér meira og meira að tónlistinni og byrjaði hann að selja plötur ári seinna.
Ekki leið á löngu þar til Elvis öðlaðist heimsfrægð í tónlistinni (sjá Elvis 1954-1958).
Elvis fór í herinn 1958 og kom heim 1960 og var strax boðinn velkominn heim af Frank Sinatra og boðinn 125 þúsund dollara fyrir að koma fram og syngja 2 lög í þættinum “The Sinatra Show” en Frank hafði nýtt tímann óspart þegar Elvis var í burtu og baktalað hann hægri vinstri.
Elvis fór að einbeita sér alfarið að Hollywood og var með öllu móti ósáttur við sig þar þó svo að myndirnar hans (31) hafi allar skilað gróða og halað inn samtals 150 milljónir dollara.
Árið 1969 kom Elvis með stærstu endurkomuna sína í Las Vegas og voru það fyrstu “Live” tónleikarnir hans í 8 ár. Hann sló í gegn þar og átti eftir að spila þar árlega það sem eftir var ævi hans.
Þess má svo til gamans geta að samfestingarnir hans komu fyrst fram á sjónarsviðið 1969.
Þar sýndi hann hvers megnugur hann var á sviði en söng mest megnis “cover” lög í bland við gömlu lögin sín.
Í Vegas þótti Elvis upp á sitt besta 1969-1970 og fór þar meistaralega með lög á borð við “Bridge Over Troubled Water”, ”You ´ve Lost That Lovin´ Feeling”, “Yesterday” og fleiri klassísk.
Elvis er nú enn þá eitt allra stærsta nafnið í skemmtanaheiminum og hefur hann selt vel yfir milljarð platna og er enn þann dag í dag þekktur sem “The King” og mun það aldrei breytast.


Tom Jones

Í Wales, 7. júní 1940 í bænum Pontypridd fæddist drengurinn Thomas John Woodward.
Thomas, eins og Engelbert Humperdinck, tók upp listamannsnafn og kallaði sig Tom Jones.
Hann hefur alltaf verið þekktur sem mikið kvennagull og hefur alltaf borið af sér mikinn þokka. Það byrjaði mjög snemma í lífi hans og eignaðist hann sitt fyrsta barn 16 ára gamall.
Hann varð frægur um miðjan sjötta áratuginn og skapaði sér sinn eigin stíl, þröngar buxur og óhnepptar skyrtur.
Fyrsta lagið sem sló í gegn með honum var lagið “It´s Not Unusual” 1965 og hann fylgdi því eftir með “What´s New Pussycat” og svo kom vinsælasta lagið hans “Green, Green Grass Of Home”.
Í New York 1968 spilaði hann á klúbbnum Copacabana og hreifst kvenfólkið svo mikið af honum að það henti nærfötum sínum í gríð og erg upp á sviðið.
Hann byrjaði svo í Las Vegas aðeins á undan Elvis og þegar Elvis sá hann upp á sviði fannst honum mikið til hans koma en sagði að honum þætti hann stundum fullklúr hvernig hann glennti sig í þessum þröngu leðurbuxum.
Þrátt fyrir að vera orðinn 65 ára er Tom Jones í fullu fjöri og sló í gegn 1999 með laginu “Sexbomb” og segist enn vera í toppformi og að það sé langt í það að hann leggi hljóðnemann á hilluna.
“ 'Til we meet you again, may God bless you. Adios.”