The Who hétu fyrst The High Number og spiluðu Skiffle einsog svo margar hljómsveitir á þessum tíma. Hljómsveitin var stofnuð af þeim félugum John Alec Entwistle og Peter Dennis Blandford Townshend. Í fyrstu voru John og Pete bara tveir en fengu svo skólafélaga Pete's og æskuvin Roger Harry Daltrey sem söngvara og aðalgítarleikara. Þegar The High Numbers voru nokkurn veginn fullkomnaðir voru hljómsveitin The Beatles að gera allt vitlaust, svo komu The Rolling Stones og The Kinks, sem Pete hélt mikið uppá. The High Numbers voru á réttum stað á réttum tíma og hættu nú í Skiffle og fóru að spila tónlist í anda Rolling Stones og The Kinks. Fyrsta alvöru giggið þeirra var meira að segja að hita upp fyrir Rolling Stones. Pete átti langt samtal við meðlimi Stones Brian Jones og Keith Richards sem voru báðir gítarleikarar. Þeir dáðust að Pete þegar hann gerði svokallað “around the world” sem Pete var þekktur fyrir.

Trommari The High Numbers var farinn að vera til vandræða og þeir þurftu nýjan einhvern alvöru trommara, meira um það á eftir. Herbergisfélaga Pete's kom nú með það sem skiptir miklu máli í sögu The Who. Hann kom með nafnið The Who, Pete og hinum meðlimum High Numbers fannst það glæsilegt nafn og þeir notuðu það. Nú fóru The Who að leita að trommara og héldu áheyrnar prufur. Það var drengur að nafni Keith Moon sem varð fyrir valinu an hann hafði brotið bassatrommu pedalinn og sltið tommuskinn í áheyrnaprufunum. Þetta var mjög gott fyrir Keith að koma í The Who, því Who voru vanir að stúta græjunum í lok tónleika.

Nú fóru The Who að taka upp sína fyrstu smáskífu I Can't Explain, á b-hlið var Bald Headed Woman. I Can't Explain er í Kinks stíl og auðvitað eftir Pete. Smáskífa varð smá “hit” en næsta smáskífa The Who varð aðeins meira “hit” og það var Anyway, Anyhow Anywhere og var eftir þá Pete og Roger og við gerð þessa lags tók Roger inn eiturlyf. En hann hafði aldrei veriðí eiturlyfum nér miklu áfengi en hinir meðlimir The Who voru á kafi í svona efnum sérstaklega Keith Moon og þápirraði Roger. Nú áttu The Who tvær smáskífur. Var ekki kominn tími til að taka upp breiðskífu, það fannst Kit Lambert upptökustjóra. The Who byrjuðu þá að taka upp breiðskífuna The Who Sings My Generation. Pete hafði þá samið titilagið My Generation. Eftir að Who tóku það upp fór Roger að rífast við hina þrjá meðlimina, útaf fíkniefnanesylu þeirra. Rifrildið endaði með því að Roger var rekinn.

Það kom að því að My Generation náði öðru sæti á vinsældarlistanum og Roger var ráðinn aftur vegna vinsælda lagsins. En það þýddi ekki að Roger var sáttur við fíkniefnanesylu félaga sinna. Reyndar gerðist það á næstu tónleikaferð þeirra að hann sturtaði eitulyfjunum hans Keith's niður og náttúrulega varð Keith reiður og fyrirgaf honum ekki fyrr en mánuði seinna. En The Who fóru í tónleikaferðalag um Evrópu stuttu eftir útgáfu The Who Sings My Generation.

Um leið og The Who sneru aftur til Bretlands fóru The Who að taka upp A Quick One. Sem fékk seinna nafnið Happy Jack því frægasta lag plötunar var Happy Jack. En skömmu fyrir upptökur fóru The Who að taka upp E.P. plötuna Ready Steady Who! og innihélt tildæmis lagið Barbara Ann sem Beach Boys höfðu gert ódauðlegt. Plötuútgáfu fyrirtækið vildi nú fá smá sneið af hinum meðlimum Who ekki bara Pete sem hafði samið öll lög plötunar The Who Sings My Generation, fyrir utan ófrumsömdu lögin og lagið The Ox sem var eftir Keith Moon, John Entwistle og Pete.

Svo stuttu fyrir útgáfu næstu plötu kom smáskífan I'm A Boy sem var partur af verkefni sem Pete átti eftir að klára og kallaðist Quads.

Nú snéru allir meðlimir The Who sér að lagasmíðum og samdi þá Pete sína fyrstu rokkóperu A Quick One(While He's Away). John samdi lögin Boris The Spider og Whiskey Man. John hafði alltaf átt erfitt með að syngja bókstafinn r. Ef þið hlustið á Whiskey Man heyriði að hann tók orðið Friend upp tvisvar yfir hvort annað og vonaði að það kæmi út einsog Friend en það kom út Flend og svo Fvend í seinna erindinu. Hlustið líka á hvernig hann segir Drink.

Lagið sem Roger samdi var See My Way og hann keypti sér nýjan Volvo fyrir höfundarlaunin. Lögin sem Keith samdi voru hinsvegar Cobwebs And Strange og trommusólóin í laginu eru rosaleg. Svo samdi Keith líka lagið I Need You. Svo samdi Pete afganginn.

A Qucik One fékk misjafna dóma. En nú koma að einu af mörgum bláum tímabilum Pete's einsog John orðaði það. Pete samdi nú lagið Pitcures Of Lily sem fjallar um sjálfsfróun. “ It's All About wanking… Pete going through his sexual traumas - something that he did quite often. I supose you could say this record represent our smutty period, or to be more refined, our blue period” Þetta sagði John um lagið.

Næsta plata The Who varð Sell Out, eða The Who Sell Out. Á Þessum tíma áttu The Who mikla samkeppni, þó þeir spáðu ekki mikið í samkeppnina var hún samt til staðar. The Beach Boys voru búnir að gefa út Pet Sounds og Beatles voru nýbúnir að gefa út Sgt. Peppers. John fékk hugmyndina að láta plötuna hljóma einsog maður væri að hlusta á útvarpið, þannig að John settist niður og samdi auglýsingar. Platan fékk fína dóma og það sem Pete var ónægðastur með var lagið I Can See For Miles. Reyndar var Pete ekki óánægður með lagið þannig lagað en dómana sem lagið fékk. Laginu var ekki tekið mjög vel.

Magic Bus, já það hét næsta smáskífa The Who. Þó flestum Who aðdáendum þyki þetta með þeirra flottustu lögum endaði það í 26 sæti vinsældarlistans og fór ekki neðar.
Næst fóru The Who að vinna að Tommy, rokkóperuni miklu sem átti eftir að fá rosalega dóma og marga aðdáendur. Frægasta lagiðúr Tommy er án efa Pinball Wizard, en það var gefið út á smáskífu rétt fyrir breiðskífuna. Tommy var mesta afrek The Who til þessa og endaði Tommy sem mesta verk sveitarinnar í gegnum allan hennar feril.

The Who gáfu út sitt næsta lag,The Seeker stuttu eftir Tommy. Reyndar urðu The Who fyrir vonbrigðum því Tommy varð í fjórpa sæti en The Seeker bara í 19 sæti. The Who ákváðu þá að fara að vinna að næsta söngleik sínum, Lifehouse. Pete byrjaði að semja fyrir Lifehouse og samdi perlur á borð við Behind Blue Eyes, Baba O' Riley, Bargain og Won't Get Fooled Again og Svo kom John með lagið My Wife. Lifehouse átti að verða tónleikamynd um The Who en ekkert varð úr myndinni eftir að umboðsmaður The Who sveik þá. Reyndar gerðu The Who albúm með lögunum, það fékk nafnið Who's Next. Lagið Join Together var svo gefið út á smáskífu eftir Who's Next en átti að vera aðal lag Lifehouse.

Pete kláraði loks verkefnið Quadrophenia og gaf út lagið 5.15, reyndar sme smáskífu í fyrstu en svo kom breiðskífan út. Quads hafði byrjað 1966, og nú erum við á árinu 1973 í söguni, en 1966 var lagið I'm A Boy gefið út.

Tvem árum eftir Quads fóru The Who að vinna að sinni næstu breiðskífu, The Who By Numbers. Frægasta lag By Numbers er án efa Squeeze Box, þetta skemmtilega lag. Pete keypti sér harmonikku og samdi lagið á 10 mínútum. Svo varð næsti smellur The Who, Who Are You, reyndar seinasti smellur Keith's Moon. Því Keith dó af of stórum skammti lyfja eftir partí hjá Paul McCartney.

Eftir tvö ár komu The Who aftur saman með trommara Small Faces, Kenney Jones. Jones spilaði á tvem plötum The Who, Face Dances og It's Hard. Eftir að Keith Moon dó komu Who mjög oft saman og spiluðu á tónleikum. En á “comeback” tónleikaferðlagi dó John Entwistle. Hann dó inní hótelherberginu sínu eftir of stóran skammt af kókaíni, hann var 58 ára.
The Who(Roger og Pete) komu svo saman á Live 8 og ætla að fara í tónleikaferðalag, veit ekkert hvernig það fer.

R.I.P.
Keith Moon 1947 - 1978
John Entwistle 1944 - 2002