Peter Dennis Blandford Townshend, betur þekktur sem Pete Townshend, fæddist 19 1945. Foreldrar hans hétu Clifford og Betty Townshend. Hann ólst uppí bænum Chiswick í Englandi.

Hann fór að hlusta á 50’s rokkið einsog allir unglingar á hans aldri(allavega flestir). Hann sá Rock Around The Clock mjög oft og fékk fljótt áhuga á tónlist. Fyrsta hljóðfærið hans var Banjó. Svo hitti hann John Entwistle 1959 og þeir stofnuðu saman bandið The Detours. Pete fór svo að spila á Ryþma Gítar. Síðan hittu þeir Roger Daltrey, sem var ungur gítarleikari og Söngvari og hann gekk í The Detours og Pete, John og Roger skírðu bandið þá The High Numbers.

1963 hituðu The High Numbers upp fyrir The Rolling Stones og Keith Richard’s og Pete áttu langt samtal. Roger hætti fljótlega að spila á Gítar sem gerði Pete að aðal gítarleikara hljómsveitarinnar.
Meðleigjandi Pete’s sagði honum að breyta nafninu í The Who og þeir gerðu það.

Næsta sem þeir gerðu var að ráða sér trommara og þeir réðu trommaran Keith Moon. Pete fékk hugmyndina af því að eyðileggja gítarana sína á sviði þegar hann braut gítarinn sinn óvart. Sem betur fer var hann með aukagítar.

Í janúar 1965 samdi Pete lögin fyrir fyrstu smáskífu The Who, I Cant Explain og Bald Headed Woman. Næsta smáskífa The Who varð svo Anyway, Anyhow, Anywhere og svo var komið að breiðskífuni The Who Sings My Generation. Hún innihélt lögin Circles og My Generation. Sú plata fékk fína dóma og flest allt var samið af Pete.

Næsta hittið þeirra var Substitute og þar næsta I’m A Boy og var byrjun á verkefni sem Pete kallaði Quads. Upptökufyrirtækið sagði The Who að allir ættu að semja lög en ekki bara Pete. Þarsem Pete hafði samið allflest lög The Who alveg sjálfur. Næsta plata The Who hét A Quick One… While He’s Away og hún innihélt lög eftir þá alla.

Næsta breiðskífa The Who var Sell Out og Pete samdi þar níu lög og söng sjálfur lögin Odorono, Icant Rach you, Our Love Was og Sunrise. 1969 kom svo út albúmið tvöfalda Tommy og innihélt lagið Pinball Wizard, sem mig minnir að þeir hafi tekið á Woodstock sama ár. Pete sagði síðar um Woodstock, “It Changed Me and I hated it”.

1970 kom svo tónleika albúm Who út Live At The Leeds. Næsta ár byrjaði Pete á “The Lifehouse Project”. Það gekk ekki vandræðalaust. Reyndar gekk verkefnið ekki. Lifhouse varð að Who’s Next þarsem Pete samdi átta lög af nýju. Pete söng sjálfur Going Mobile.

1972 kom hans fyrsta sólóplata Who Came First út og næsta ár kom Quads út en hann hafði verið að vinna að Quads síðan I’m A Boy kom út. Næstu lög sem Pete söng voru “Blue, Red And Grey” og “However Much I Booze”, og þessi lög komu út á næstu Who plötu By Numbers.

1977 kom svo út næsta sólóplata Pete’s Rough Mix.

Næsta plata Who var Who Are You og var seinasta plata Keith’s. Keith dó svo í svefni 7. Spetember 1978. Who voru samt ekki hættir því að 1979 komu myndirnar Quadrophenia og The Kids Are Alright út og Kenney Jones trommari Small Faces kom í stað Keith’s. Næstu tvær plötur Who voru It’s Hard og Face Dances.

1980 kom svo fyrsta “alvarlega” sólóplata Pete’s út en hún hét Empty Glass. Pete kaus að kalla hana fyrstu alvarlegu sólóplötuna sína því hann var ekki altof ánægður með þær fyrri.

Næsta sólóalbúm Pete’s var All The Best Cowboys has Chinese Eyes og var um heróín neyslu hans og hvernig hans komst uppúr henni. Næsta s´lóplata hans var Scoop, sem var með Demóum með sólólögum hans í gegnum sólóferilin hans. Svo kom platan Another Scoop með fleiri demóum.

1996 kom út sólóplatan
Coolwalkingsmoothtalkingstraightsmokingfirestoking.
2002 dó John Entwistle og þá varð hætt við nýtt Who “reunion”.
Nýlega komu The Who fram á Live 8 og þá voru Pete og Roger bara tveir. Pete sagði líka nýlega að The Who væru að fara á tónleikaferðalag.