Rod Stewart Rod Stewart var orðinn frægur löngu áður en fyrsta heimsfræga platan hans kom út. Rod hefur eflaust fengið mesta athygli sem söngvari hljómsveitarinnar Faces. Faces sem var upphaflega Small Faces, fengu Rod í bandið eftir að þeir byrjuðu að kalla sig Faces. Sagan um Faces er að margir meðlimir hættu í Small Faces, allir nema stofnandin. Stofnandinn fékk nýja meðlimi í nýja bandið sitt Faces. Gítarleikarin bandsins varð Ron Wood sem varð síðar gítarleikari Rolling Stones. Rod á glæstan feril að baki og hefur verið að spila með mörgum frægum hljómsveitum tildæmis, hljómsveit Long John Baldry's, Hoochie Coochie Men, Steampacket, Shotgun Express og Jeff Beck Group.

Rod Stewart ætlaði að reyna fyrir sér í fótbolta. En seinna stofnaði The Raiders og hætti í fótbolta. Joe Meek hafnað The Raiders, en þeir báðu hann um smá séns og hann leyfði þeim að taka upp prufutökur. Joe féll á það að leyfa þeim að gera plötu. Raiders gáfu síðan út plötu undir nafninu The Moontrekkers. Svo gekk Rod í bandið Jimmy Powell And The Five Dimensions. Stuttu seinna kynntist hann John Baldry og gekk í hljómsveit hans, þeir tóku upp lagið Good Morning Little School Girl fyrir Decca árið 1964. En 1965 stofnaði Rod The Steampackets með Baldry. Í bandið gengu svo Brian Auger og Julie Driscoll. Síðan komu Beryl Mardsen og Peter Bardens í bandið. Stuttu seinna hættu Beryl og Peter og tóku Rod með sér og þeir stofnuðu The Shotgun Express. Á þessum tíma höfðu nokkrar sóló-smáskífur komið út með honum, þannig að Rod Stewart var orðið svoldið frægt.

Árið 1967 gengur hann í The Jeff Beck Group og syngur á tvem plötum Truth og Cosa Nostra Beck Ola. Jeff Beck leysti grúppuna upp 1969 og þá fór Rod í Faces. Rod var bæði á sólóferli og með Faces á þessum tíma. Fyrsta sólóplata Rod's var An Old Raincoat Won't Ever Let You Down, en hún kom út í Nóvember 1969. Platan náði smá vinsældum í Bretlandi en í Bandaríkjunum valla neinum. Faces voru enn að verða frægari og frægari. Fyrsta plata Faces kom út 1970 og hét First Step. Næsta sólóplata Rod's náði sömu vinsældum og fyrri plata hans. Hún fékk heitið Gasoline Alley.

1971 kom næsta plata Faces út Long Player. Á þessum tíma var Rod hjá tvem plötufyrirtækjum, Vertigo, sem sá um sólóferil hans og Warner, sem sá um Faces. Næsta sólóplata Rod's hét Every Pitcure Tells A Story, hún náði vinsældum um allan heim og varð hans fyrsta heimsfræga “Hit”. Platan innihélt hans frægasta smell Maggie Mae.
Allar næstu sólóplötur hans náðu fyrsta sæti, Never A Dull Moment, Sing It Again, Smiler, Atlantic Crossing og A Night On The Town.
Seinna komu plötur einsog Tonight Im Yours, Unplugged And Seated og Blonde's Have More Fun.

Fyrir stuttu var Rod að klára þriggja diska syrpu sína The Great American Songbook Vol. 1, 2 & 3. Þar er hann að covera lög frá Swing tímabilinu. Lög einsog Blue Moon og Wonderful world. Bara fyrir nokkrum dögum var Rod að skilja við eiginkonu sína, en þau höfðu ekki verið lengur saman en í hálft ár.

Rod á örugglega eftir að halda áfram að gefa út efni. Rod á aldrei eftir að gleymast þó hann myndi deyja eða hverfa af sjónasviðinu.