Wings voru stofnaðir af Paul McCartney fyrrverandi Bítil, seint árið 1971. Hann stofnaði hljósmveitina ásamt eiginkonu sinni Lindu(McCartney). Þau fengu til liðs við sig Denny Laine úr hljósmveitini The Moody Blues og stúdíóhljóðfæraleikarann Denny Seiwell á trommur. Fyrsta albúm Wings var gert í miklu flýti þarsem þau vildu fara beint í tónleikaferðalag. Paul, leiðtogi bandsins, var ekki búinn að ákveða neitt hvert átti að fara og spila. Þau einfaldlega fóru á einhverja staði sem þeim leist á og spurðu hvort þau mættu spila.
Næsta plata Wings var platan Red Rose Speedway, sem innihélt tildæmis lagið My Love. My Love var samið af Paul um Lindu. Reyndar er gítarsólóið samið af Henry McCullogh en hann var nýbyrjaður í Wings. Wings fóru í tónleikaferðalag 1972-1973. Wngs tóku svo upp lagi Hi, Hi, Hi og lagið var bannað á BBC(sem gerði það enn vinsælla)því lagið er um vímu og kynlíf. Henry talaði seinna við Paul og sagði að hann vildi ekki vera lengur í Wings, hann vildi stofna sitt eigið band, Paul var náttúrulega ekki sáttur en ekki gat hann neitt hann til að vera í Wings. Bandið hans Henry's varð aldrei frægt.
Nokkurnveginn á sama tíma vildi trommari Wings Denny Seiwell hætta, reyndar fór hann beint til söngvarans Steve Marriot, þannig að hann var nú að spila undir fyrir mjög vinsælan tónlistarmann. Eina sem Paul gerði var að segja “Ja, við skulum sína ykkur, við ætlum að gera besta albúm sem Wings hafa nokkurntímann gert”. Það var rétt útkomann var Band On The Run, frægasta plata Wings.

Band On The Run, sem var tekinn upp í afríku, á náttúrulega sína sögu og ég byrja bara á byrjunini. Nú voru Wings bara tríó, Linda McCartney, Paul McCartney og Denny Laine. Hljóðfæraskipan var svona, Paul á bassa, trommum og píanó, Linda á hljómborði, og Denny á gítarana. Paul, Linda og Denny vildu taka þetta meistara verk upp einhversstaðar útí í heimi þarsem EMI áttu stúdíó. Afríka varð fyrir valinu. Linda kynntist Reggí í afríku, Reggíáhugi hennar kemur söguni við seinna meir. Eina nóttina var brotist inní stúdíóið og öllum nótum og öllu stolið sem tengdist plötuni. Paul var reyndar heppin að hafa tekið upp öll lögin á plötuni uppá lítið kassettutæki, það voru vona demóupptökur sem þau gátu spilað eftir. Viku seinna var ráðist á Paul og Lindu þegar þau voru í göngutúr eitt kvöld, ræningjanir héldu því fram að WIngs væru þarna til að stela reggímúsíkini sinni en Paul sagði að svo væri ekki. Þannig að það nægði ræningjunum að ræna þau. Þegar platan var tilbúinn ákváðu þau að hafa mjög mörg þekkt andlit á plötuni, meðal annrs Billy Preston sem hafði spilað með Bítlunum 1969 á plötuni Let It Be.

Ári seinna kom bróðir Henry McCullogh í bandið, Jimmy McCullogh og varð gítarleikari. Geoff Britton fór á trommunar og Wings gerðu smáskífuna Live And Let Die. Live And Let Die var notað sem titillag fyrir samnefnda James Bond mynd. Linda og Paul sömdu lagið eftir að hafa lesið bókina Live And Let Die. Þess má til gamans geta að alla hina músíkina í myndini gerði upptökustjóri Bítlana George Martin.Linda sem var mikill Reggíaðdáandi bætti smá Reggípart í lagið “What Does It Matter To You….” parturinn.

Næsta plata Wings varð Venus And Mars, margir héldu að Venus And Mars, merkti Linda og Paul, en svo er ekki. Venus And Mars varð voða vinsæl, heldur enginn furða. Paul hélt partí vegna útgáfu Venus And Mars. Í partíið mættu annars George Harrison, George Martin, Billy Preston og Bob Dylan. Líka reyndar Larry Kaine sem hafði fylgt Bítlunum eftir í öllum þeirra tónleikaferðum og tekið viðtöl við þá. Á Venus And Mars vildu Wings sína að Paul væri ekki Wings með að láta hvern syngja sín lög, Jimmy og Denny sungu sín lög og jafnvel Linda fékk sitt tækifæri en Denny Laine var talin besti söngvarinn af þeim þrem.

Næst fengu Wings til liðs við sig Blásturshljóðfæraleikara og spiluðu lagið Walking In The Park With Louise, sem var eftir Pabba Paul, Jim.Wings skiptu um trommara og að þessu sinni varð Joe English trommarinn. Næsta plata Wings varð Wings At The Speed Of Sound. Nú fóru Wingssvoldið í klessu því Paul var gripinn með eiturlyf í fórum sínum í Japan en félagi hans John Lennon, sem staddur var í Japan, notaði tryggingarfé til að borga Paul til Englands. Eftir þetta hættu Jimmy og Joe og gamla góða tríóið var eitt á báti. Wings gáfu svo út smáskífuna Mull Of Kintyre og slóu sölumet She Loves You, smáskífu Bítlana.

Næsta breiðskífa Wings og sú síðasta var meistaraverkið London Town. En hún var ekki tekinn upp í London svo auðvelt var það ekki, hún var tekinn upp á karíbahafinu í bát sem Paul keypti. Sú ferð gekk vel og platan fékk góða dóma. Platan innihélt tildæmis Famous Gropies og Girlfriend.

Linda dó síðan úr krabbameini 1999 en fyrir það átti Paul glæsilegan sólófeil. Denny Laine sat aðgerðarlaus eftir Wings og gerði ekki neitt. Paul heldur ennþann dag í dag uppi þessum glæsilega sólóferli.