Jim Morrison Part 1 Ég skrifaði Ritgerð um Jim Morrison og ætla að birta hana hér… hún kemur í tveimur hlutum.

Jim Morrison

Árið 1971 þegar The Doors voru að ljúka við L.A. Women plötuna ákveður Jim Morrison að stinga af til Parísar með konunni sinni Pamela Courson Morrison. Þar vildi hann leita viðurkenningar á bókmenntaferli sínum, þar sem honum fannst hann ekki hafa verið tekinn nógu alvarlega. Jim Morrison komst aldrei heim frá París. Hann gaf blóð daginn áður en hann dó og virtist allt vera í fínu lagi. Hann hafði samt nýlega leitað læknis. Kvöldið eftir, aðfaranótt 3 júlí, finnur Pamela Jim látinn í baðkari í íbúðinni þeirra. Mikil sorg ríkti hjá Doors aðdáendum, fjölmennt var í jarðaförinni og mikið grátið. Hann er grafinn í Pére Lachaise kirkjugarðinum þar sem margir góðkunnugir eru grafnir, allt frá söngkonuni Edith Piaf til Oscar Wilde. Jim Morrison lést aðeins 27 ára gamall, þann 3 julí 1971.

Hér á eftir verður fjallað um ævi Jim Morrison’s í stuttu máli, m.a. hver var hann? Hvar fæddist hann? Hvaðan kom hann? Þessum spurningum verður í þessari ritgerð reynt að svara og farið verður létt í helstu atriðin ævi hans.

Jim Morrison heitir réttu nafni James Douglas Morrison. Hann var fæddur 8. desember 1943 í Melbourne, Florida. Foreldrar hans voru Clara og Steve Morrison. Clara var húsmóðir og dóttir virts lögfræðings og Steve var yfirmaður hjá bandaríska sjóhernum. Jim átti tvö yngri systkyni, bróður að nafni Andy og systur að nafni Anne. Þrátt fyrir að sýna miklar gáfur sýndi hann einnig viðleitni til ögra yfirvöldum. Vanvirðing hans við lögum leiddi til þess að hann var rekinn úr skátunum og fleiri félögum. Vegna stöðu föður hans í sjóhernum þurfti fjölskyldan að flytja mikið. Það hafði mikil áhrif á líf hans og sést það á mörgum lögum sem hann hefur skrifað. Þau byrja á að flytja frá Florida til Nýja Mexikó og um þá ferð er til vel þekkt saga. Þegar fjölskyldan er að ferðast þangað koma þau að bíl á hvolfi með hálfdánum Navaho indíánum inni í. Þau stoppa bílinn og faðir Jim’s stígur út úr bílnum, lítur í kringum sig, lítur inni í bílinn og sér þá alblóðuga. Í fyrstu reynir hann að hjálpa en finnur að það er tilgangslaust, sest aftur inn í bílinn og keyrir burt. Jim fær kast, sparkar og öskrar “We have to save them “ og “ they are dying” svo segir mamma hans við hann að þetta hafi bara verið allt draumur hjá honum. Seinna segir Morrison vinum sínum þessa sögu og heldur því fram að sálin úr dauðu Navaho indíánunum lifi inni í sér. Fjölskyldan flutti svo áfram frá Nýja Mexikó og til Alexandria í Virginia fylki árið 1958. Jim varð mjög vinsæll í skóla þar og fljótur að eignast vini enda var hann talinn mjög fyndinn og oft kallaður trúður bekkjarins þar sem hann sló upp með ýmsum uppátækjum. Það var í Virginiu þar sem hann kynntist fyrstu kærustuni sinni Tandy Martin. Jim var mjög sérstakur og sýndi áhuga á hlutum sem krakkar á hans aldri vissu ekkert um, þ.á.m. mönnum á borð við Ginsberg, James Joyce’s Ulysses, Balzac en mikilvægastur af öllum var Arthur Rimbraud ( sem Morrison skrifaði lagið “Wild Child” um ).
Þegar hann náði fimmtán ára aldri var hann kominn með greindivísitölu 149 og byrjaður að mála og skrifa ljóð. Á þessu tímabili gerði hann það að vana sínum að laumast út á nóttuni og fara á bari niður í bæ að hlusta á blús tónlistarmenn.


Árið 1961 útskrifast Jim Morrison sem stúdent. Foreldrar hans senda hann til St. Petersburg Jr. College í Florida og var hann látinn búa hjá ömmu sinni og afa þar. Það sama ár var Jim strax orðinn þreyttur á lífi sínu í St. Petersburg og ákveður að flytja sig yfir í ,,Florida State University” og læra kvikmyndagerð. Hann bjó nokkrum km frá skólanum í þriggja herbergja íbúð sem hann deildi með fimm öðrum FSU nemendum en aðeins tvo þeirra þekkti hann fyrir. Hann var seinna beðinn um að flytja út, vegna hegðun hans. Honum fannst ekki gaman í FSU þótt að hann hafi verið í uppáhaldsfögunum sínum sem og heimspeki og sálfræði. Eftir að hafa skrifað margar ritgerðir og verið í leiðindum sem hann sagðist ekki vilja, þá loksins náði hann hlutverki í Harold Pinter’s leikriti þrátt fyrir enga fyrrum reynslu af leiklist.. Árið 1964 var hann kominn með leið á leiklista og listadeildinni í FSU og skipti aftur um skóla og fór í kvikmyndaskóla UCLA .


ætla að hætta hér … framhaldið í næstu grein.

———————–
Sticking feathers up your but does not make you a chicken
Tyler Durdan- fight club

Whenever people agree with me I always feel I must be wrong.
Oscar Wilde.

Living is easy with eyes closed, misunderstanding all you see. –John Lennon (1940-80) “The Beatles”: Strawberry Fields Foreve