Þessi grein fjallar um hvort gullöldin sé tónlistategund, lífstíll eða tímabil. Hér er mín skoðun á gullöldini.

Gullöldin sem tónlistartegund:
Ef gullöldin væri tónlistartegund þá væru nú ekki margar hljómsveitir sem tilheyrðu henni. Tökum til dæmis The Beatles sem dæmi, þeir myndu þá ekki spila svokallaða “Gullaldartónlist”, því að mínu mati er það ekki til.Mér finnst gullöldin vera tímabil en ekki tónlistartegund. Höldum áfram með The Beatles, Beatles spila svo fjölbreytta tónlist, Rokk, Popp(ekki píkupopp, heldur sixtíspopp), Sýrurokk og jafnvel klassík(þar á ég við að maður sér stundum klassísk áhrif í lögum þeirra). Þetta er því Beatles voru svo fjölbreyttir tónlistamenn og þetta á ekki bara við um The Beatles, heldur fullt af öðrum hljómsveitum sem voru líka uppi á þessum tíma.

Gullöldin sem Lífstíll:
Ef gullöldin væri lístíll, myndi ég segja að það væri hippalífstíll. Ég segi enn að Gullöldin sé tímabil en ekki Lífstíll eða tónlistartegund, en það er bara mín skoðun og aðrir mega mynda sér sínar skoðanir. Ef gullöldin hefði verið lífstíll væru margir að lifa þeim lífstíl í dag, sem er gott. Kannski var til gullaldarlífstíll, ég veit svosem ekkert um það. En gullöldin er eithvað sem flestir muna eftir þó svo að þeir voru ekki til staðar þegar hún var.

Gullöldin sem Tímabil:
Mér finnst mest vit í að segja að gullöldin sé tímabil og allur lístíll og tónlist sem hafii verið uppi á gullöldini, tilheyri henni. Reyndar má hver sem er segja það sem honum finnst um það. Mér finnst að Gullöldin nái til svona 1980 og allar hljómsveitir og lístíll sem var áður en 1980 tilheyri gullöldini. En nú er spurning, hvar byrjar hún þá. Ég myndi segja að gullöldin byrjaði svona 1955. Allur lífstíll og tónlist sem er frá 1955 til 1980 finnst mér vera gullaldarmúsík og lífstíll.
Deilur hafa verið um hvort Kiss eða AC/DC tilheyri gullöldini, mér finnst það. En það er líka því þeir voru uppi á því sem ég myndi vilja kalla “Gullöldin”.

Nú væri ég alveg til í að heyra hvað öðrum hugurum finnst.