Nú er best að fara að skrifa um Ringo Starr
Richard Starkey var fæddur 7 Júlí 1940. Hann var mjög veikur sem barn og eftir því sem hann sjálfur segir var hann þrisvar dauðvona. Þegar hann var umþaðbil 14 ára fór hann að hafa áhuga á tónlist, hann skoðaði oft trommusett í hljóðfærabúðum og sjaldan eithvað annað en trommusett. Ringo gekk í hljómsveitina Rory Storm and The Hurricanes og hún náði geisimiklum vinsældum í Liverpool.

Ringo fór svo til Hamborgar með bandinu sínu og kynntist þar lítilli grúppu að nafni The Beatles. The Beatles fengu strax áhuga á Ringo og öfugt. Ringo sagði seinna að hann hafi gengið í The Beatles því það var besta bandið í Liverpool. 1962 buðu John Lennon og Paul McCartney, forsprakkar The Beatles í bandið.

“Lineup-ið” í The Beatles var nú svo John Lennon, George Harrison, Paul McCartney og Ringo Starr. Eitt man Ringo Starr ennþann dag í dag og það er að George Martin upptökustjóri vissi ekki að The Beatles væru komnir með nýjan trommara svo hann réði Stúdíótrommara eða svona “Session”trommara fyrir The Beatles og þegar Ringo kom tilbúin að spila í laginu Love Me Do var honum rétt tanbúrína sem hann mátti leika sér með útí horni.

Plata The Beatles Please Please Me kom 1963 og naut gífurlegra vinsælda í bretlandi. En nú skulum við hoppa fram til ársins 1970, þegar platan Sentimental journey, fyrsta sólóplata Ringo’s kemur út. Platan var tileinkuð mömmu hans og hann tekur öll uppáhaldslög mömmu sinnar. T.d. Night And Day, Stardust og Have I told You Lately. Næsta plata Ringo’s hé Beucoups Of Blues og var kantrí plata sem varð ekki vinsæl.

Loksins fór Ringo eithvað að gera en að Covera gömul lög og gerði plötuna Ringo sem ég myndi telja hans meistarastykki. Lögin Im the Greatest(Lennon), Sail Away Raymond(Harrison), Photograph(Harrison/Starkey) og Six O’clock(McCartney) voru aðalsmellirnir.
Plata lenti í fyrsta sæti vinsældarlistans. Þess má geta að gamall vinur The Beatles Klaus Voorman teiknaði allar myndirnar í bókini sem fylgdi með plötuni.

Ringo fór aðeins að snúa sér að kvikmyndagerð og gerði myndina Caveman og kynntist þar leikkonuni Barbara Bach og giftist henni. Ringo fór svo alveg úr sviðsljósinu 74 til 80, þegar John Lennon var myrtur. Ringo fór til bandaríkjana ásamt eiginkonu sinni til að hitta Yoko Ono ekkju John’s.

Ringo hvarf aftur og drakk mikið, hann og konan hans og þau eru í dag bæði óvirkir alkahólistar. Svo kom að því að Ringo kom á klakan og hitti íslensku hljómsveitina Stuðmenn sem buðu honum gamla góða Bítladrykkin Kók og Koníak.

1995 gaf hann út jólalaga plötuna I Wanna Be Santa Claus, en það var eftir að hafa gefið út fjöldan allan af plötum áður. 2001 kom pltan Ringorama út en það er hans nýjasta plata.
Aðalplötunar hans eru kannski Stop nad Smell the Roses, Ringo og Ringo The 4th.

P.S. Þetta var kannski frekar stutt og ónákvæm grein en ég veit bara ekki það mikið um Ringo.