Robert Johnson Robert Spencer Johnson fæddist 8 maí árið 1911 í Hazelhurst, Mississippi. Mamma hans og pabbi hétu Julia Major Dodds og Noah Johnson.
Robert hafði alltaf áhuga af tónlist og loks fékk hann fyrsta hljóðfærið sitt sem var munnharpa. 1929 giftist hann Virginia Travis en dó árið 1930 eftir að hafa eignast barn. Eftir það byrjaði Robert að hafa áhuga á gítar.
Juní 1930 kom Son House sem var blúsari til Mississippi þar sem Robert bjó. Tónlist hans hafði mikil áhrif á Robert en hann var ekki jafn efnilegur og góður gítarleikari og Son House.
Robert flutti úr bænum sem hann bjó Robinsonville í fæðingarborg hans Hazelhurst. Þar spilaði hann á krám og fleiri stöðum. Þar kynntist hann konu sem hét Calletta og þau giftust í maí 1931 og heldu hjónabandinu leyndu.
Á þessum tíma byrjaði Robert að verða góður á gítarinn og fór aftur til Robinsonville. Gítarleikarnir Son House og Willie Brown voru undrandi hvað honum hafði farið fram. Byrjaði þá orðrómur um að hann væri búinn að gera samning við djöfulinn um að vera góður á gítar í skiftum fyrir sál sína.
Robert spila sín eigin lög og fullt af annari blústónlist t.d. eftir Bing Crosby. Árið 1936 áhvað hann að gera plötu með lögum eins og Kindhearted Woman Blues, Sweet Home Chicago, Rambling on my Mind, Cross Road Blues og fleiri. Eftir það flutti hann aftur til Mississippi.
Hann tók aðra plötu sína ári seinna (1937) í Dallas. Lögin á þeim disk voru t.d. Little Queen of Spades, Malted Milk, Me and the Devil Blues, Traveling Riverside Blues og Milkcow’s Calf Blues.
Það ár ferðaðist Robert mikið og spila sína síðustu tónleika á stað sem hét Three Forks í águst 13, 1938. Hann dó árið 1938 aðeins 27 ára gamal. Margar sögur voru gerðar um það hvernig hann dó t.d. var sagt að það væri eitrað fyrir honum stunginn og að djöfullin hafi komið og tekið sál hans. Líklegast er að það hafi verið eitrað fyrir honum en hann er grafinn í Greenwood nálagt Morgan City.