Saga The Beatles 19. kafli George var mjög mikið í að framleiða myndir á þessu tímabili og framleiddi hann allavega Life Of Brian, Black And Blue, Mona Lisa, Shanghai surprise(sem hann lék líka smáhlutverk í sjálfur), og Nuns On Run. Þarna var ég kannski að hoppa smá fram í tíman því að Nuns on The Run var hans seinasta mynd og var gerð 1990. Nú skulum við fara aftur í músíkina sem flestir elska. Næsta plata George fékk nafnið George Harrison, kannski hefur George verið ansi hugmyndasnauður, en ekki skiptir það máli.

Áður en ég tala um plötuna vil ég tala um skilnað George við Patti Boyd. Einsog flestir vita var George giftur fyrirsætuni Patti Boyd sem hann kynntist við tökur á myndini A Hard Days Night. En George komst að því árið 1979 að Patti hafði átt í æastarsambandi við besta vin George's,Eric Clapton. Patti og George skildu en vináttan eyðilagðist ekkihjá Clapton og George, þeir voru enn bestu vinir og sem meira er fóru þeir saman í tónleikaferðlag 1992. Meira um það seinna.

Núna giftist George Olivia Arias og eignaðist með henni sonin Dhani, Stuttu fyrir fæðinguna kom platan George Harrison út, sem innihélt lögin Here Comes The Moon, Blow Away og Faster. Næsta plata George innihélt lag sem var skrifað um Ringo. “Lagið var upprunalega skrifað um Ringo, en þegar að ég frétti um lát John's breytti ég aðeins textanum og lagið var um hann. Sem útskýrir af hverju lagið er svona glaðlegt” sagði George í viðtali 1994.

Í laginu All Those Years ago er líka lag sem allir Bítlarnir koma saman aftur í stúdíóið, en það átti eftir að gerast aftur, Allt George að þakka. 1981 Kemur platan Somewhere in England út, rétt eftir að George hafði hafnað plötusamningi Warner Bros., en platan innihélt tildæmis lagið All Those Years Ago og frægasta lag plötunar A Blood from A Clone. Platan náði elleftasæti á vinsældarlistanum.

Nú reyndi George að fara að prófa eithvað nýtt sem var ekki mjög gott hjá honum því fólk virtist sátt við hvað hann væri að gera. Þessar tilraunir hans voru eflaust mestu mistök sem hann hafði gert á ferli sínum, mérfinnst platan fín en almenningi þótti það ekki. George byrjaði að spila á hljómborðá allri plötuni, reyndar spilaði hann líka á gítar en þetta var frekar svona mikil hljómborðsplata og ekki var George mikill hljómborðsleikari. Rödd George var mjög hás og lág líka svo það gerði plötuna ekki betri og hann var nú ekki upp á sitt besta. Platan fór í sæti 108 á vinsældarlistunum. Platan fékk heitið Gone Troppo.

Gone Troppo urðu svo mikil mistök að George sagðist vera hættur í tónlistarbransanum og ætlaði í kvikmyndabransan. Hann fór í kvikmyndabransan og var það í fimm ár með myndirnar A Private Function,Water, Bullshot Crummond, Mona Lisa og Shanghai Surprise. 1987 snerist honum og hann kom með bestu plötu sína til þessa, einnig talinn hans besta plata, einnig af mér. Núna kom að því að allir Bítlarnir koma aftur saman(nema John auðvitað), í síðasta skipti. Lagið When We Was Fab sem var um Bítlana.

Í prómó-myndbandinu með laginu kom bara Ringo og George fram, Paul var upptekinn við annað þegar myndbandið var tekið upp svo þeir fengu leikara og settu hann í rostungabúning og létu hann fá bassa og hann lék Paul. Platan innihélt lögin Cloud 9, When We Was Fab, Devils Radio, This Is Love og Got My Mind set On You sem var lag sem var á fyrstu plötuni sem George keypti.

George gekk til liðs við Tom Petty, Bob Dylan, Jeff lynne og Roy Orbinson og þeir stofnuðu bandið the Traveling Wilburys og gerðu meðal annars lögin Handle With Care sem var samið í bílskúr Dylan's þarsem stóð á kassa Handle With Care. Mjög skemmtileg saga. Eftir fyrstu plötu traveling Wilbury's sem hét Vol. 1 dó Roy Orbinson og þá gerðu þeir plötu sem hét Vol. 3 og slepptu að gera Vol. 2.

Vol. 3 var seinasta plata .eirra og eftir það gáfu þeir upp hverjir þeir voru en þeir kölluðu sig George Nelson(George Harrison), Bob Lucky(Bob Dylan), Tom Charlie Jr.(Tom Petty) og Jeff Otis(Jeff Lynne). Þeir gerðu þessa einu plötu í viðbót sem var Vol. 3 og síðan búið. “Gamanið var búið þegar Roy lést” sagði Bob Dylan seinna.

1992 fór George með vini sínum Eric Clapton til Japans og hélt tónleika þar. það var gefin út tónleikplata sem hét Live In Japan. Platan var ekki voðalega vinsæl en samt ekki með lélega dóma. Hún náði 126 sæti sæti á vinsældarlistum. Stuttu fyrir þetta greindist George með krabbamein í öðru lunga sem átti eftir að draga hann til dauða árið 2001.

Árið 2000 var brotist inn til George og reynt að stela lögum og öðrum verðmætum en George réðst á þjófin sem stakk hann í annað lungað þannig að lungað sprakk. Kona George, Olivia rotaði síðan þjófin með kertastjaka. Þrem vikum fyrir andlát George neitaði hann að vera með krabbamein en síðan lést hann. Þjóðarsorg ríkti í Bretlandi og Ringo sagði að fullt af fólki hefði verið að missa góðan vin, Paul vildi ekki tjá sig. En Yoko Ono sagði að George hefði verið góður maður og góður vinur. Platan Brainwashed kom út stuttu eftir dauða hans og náði fyrst sæti vinsældarlistana.
Nú á ég bara eftir að skrifa um Ringo og byrja á því við fyrsta tækifæri.