Nú ætla ég að skrifa grein um Syd Barret, hvernig hann varð geðveikur og um ævi hans:

Áður en ég byrja þessa grein er réttast að geta þess að Syd er ennþá á lífi enn á ennþá við geðræn vandamál að stríða.

Eins og flestir ættu að vita var Syd í hljómsveitinni Pink Floyd.
Um haustið 1967 byrjaði Syd Barrett að hegða sér einkennilega. Hann mætti of seint á tónleika, átti það til að spila sama hljóminn allt kvöldið og stundum bara alls ekki neitt á tónleikum. Oft á tíðum tók hann alla strengina úr gítarnum sínum áður en hann steig á sviðið og stundum mætti hann bara alls ekki.
Það var nokkuð ljóst að Syd gekk ekki heill til skógar.
Og það var bassaleikari Pink Floyd, Roger Waters sem sýndi þessari hegðun littla sem enga þolinmæði.
Hann segir sjálfur að stundum hafi hann rekið hnefann af öflu afli í vegg vegna óþolinmæði sinnar í garð Syds.

Eitt sinn var Syd eitthvað ósáttur við hárið á sér og datt þá í hug að mylja svefntöflur ofan í gelblöndu og maka þetta á hárið sitt.
Blandan bráðnaði í sviðsljósinu og myndaði eins konar grímu í andliti hans.

Flestir eru sammála um að stöðug neysla ofskynjunarlyfsins LSD hafi verið meginorsökin á hegðun hans.

Það var farið að verða erfitt að ná sambandi við manninn - liðsmenn Pink Floyd reyndu meira að segja að skrifa á miða það sem þeir vildu segja við hann. Eina viðbragðið var sljólegt augnaráð.

Upptökustjóri Pink Floyd segir frá því að það hafi alltaf verið þessi áberandi glampi í augum Syds, enn í eitt skipti var hann ekki til staðar.
Eins og einhver hafi dregið fyrir gluggatjöldin.

Umboðsmenn Pink Floyd höfðu þó þolinmæði fyrir Syd og uppátækjum hans.
Þeim þótti tímabært að fara í tónleikaferð til Bandaríkjanna og þangað fóru þeir í lok óktóber 1967 og spiluðu 3 kvöld í röð í tónleikasalnum Filmore West í San Francisco.
Sú tónleikaferð gjörsamlega misheppnaðist og það má segja að Syd hafi einn átt þátt í því hversu herfilega sú ferð fór.

Í Bandaríkjunum var auglýst að Pink Floyd ætluðu að taka lagið See Emily Play í sjónvarpsþætti en Syd var ekki í skapi til að hreyfa varirnar. Roger Waters reddaði þessu og söng lagið sjálfur.
Annan þátt þurfti að hætta við þar sem Syd ákvað að skreppa út í miðjum upptökum.
Öllum frekari tónleikum var aflýst.

Eftir þetta var gefin út smáskífan Apples & Oranges frá EMI eftir Syd Barrett. En lagið náði engum vinsældum.
Í janúar 1968 hóuðu þeir í David nokkurn Gilmour, gamlann skólafélaga Syds.
David hafði áður verið í hljómsveitinni Jokers Wild.
Hann gekk til liðs við Pink Floyd.

Í rúma 2 mánuði voru Gilmour og Barrett báðir liðsmenn Pink Floyd.
Þeir spiluðu á 5 tónleikum með þeim báðum en á þeim 6. stakk einhver(Roger Waters???) upp á því að skilja Syd bara eftir. Og þannig fór það.

Þetta voru fyrstu tónleikarnir með þá Rick, Roger, David og Nick aðeins 4 innanborðs.
Studdu seinna fór þeir í stúdíó án Syds en hann var þó ekki formlega hættur í hljómsveitinni.
Hálfum mánuði seinna talaði Roger við Syd og þeir sömdu um að Syd myndi hætta að túra með Pink Floyd, en þó halda áfram að semja. Gegndi semsagt sama hlutverki og Brian Wilson fyrir Beach Boys.
En það varð aldrei neitt úr þessu samkomulagi og því er Syd sagður hafa formlega hætt í Pink Floyd á þessum degi, 2. mars 1968.

Syd átti nokkrar misheppnaðar sólóferils-tilraunir eftir þetta og hjálpaði David Gilmour honum við að taka upp nokkur lög.
Hann átti það þó til að gleyma textum og rifja upp gömul uppátæki.
Við upptökur á einu lagi kom í ljós að þetta gekk bara ekki upp. Lagið var aldrei tekið upp eins. Syd átti það til að endurtaka sömu línuna aftur og aftur og aftur.

Við tökur á disknum Wish You Were Here heimsótti Syd stúdíóð.
Meðlimir bandsins áttuðu sig ekki á því hver þetta var en loks fattaði Roger það.
Hann fór því til Nicks og sagði: “Veistu hver þetta er?”
“Nei”
“Hugsaðu maður, hugsaðu”
Þá áttaði Nick sig og sagt er að Roger hafi brostið í grát.
En það sem eftir var af deginum sat Syd og horfði á Roger mixa lagið Shine On You Crazy Diamond sem var um hann.
Syd fannst lagið bara nokkuð gott.

Mér skilst að Syd búi nú í kjallaraíbúð hjá móður sinni en hafi enginn afskipti af músik. Hann stundar myndlist af miklu kappi og móðir hans reynir eftir bestu getu að forða honum frá bæði fjölmiðlum og aðdáendum sem finna út hvar hann býr.

Takk fyrir mig.