Saga The Beatles 18. kafli
Nú er best að byrja að skrifa um George Harrison, sem fæddist 24 febrúar 1943.Til að gera langa sögu stutta, fékk hann sinn fyrsta gítar um tólf ára aldur og kynntist síðan Paul McCartney, sem bauð honum að hitta bandið sem hann var í The Quarrymen. George gekk seinna í bandið og varð aðal gítarleikarin þeirra. Nú er árið 1968 og George gerir sína fyrstu sólóplötu sem fékk nafnið Electric Sounds, eða eithvað svoleiðis man það ekki. Þetta var svona soundtrack úr bíómynd. Árið 1970 kom síðan plata hans All Things Must Pass, sem var þreföld og fékk mjög góða dóma. Lagið My Sweet Lord varð það vinsælasta þangað til einhver sagði að lagið væri stolið. Það var farið með þetta mál fyrir rétt og meira um það síðar.

Næsta plata George var Living In The Material World, sem fékk hrikalega dóma, einsog næstu plötur hans Extra Texture og Dark Horse. Living In The Material World er kannski eina lagið sem fékk fína dóma, en vinsælasta lagið á plötuni var lagið Give Me Love, sem er mjög fallegt lag. Nú stóð það þannig að George var ennþá á verja sinn málstað útaf lagi sínu My Sweet Lord. Það var mjög algengt að tónlistarmenn urðu kærði fyrir stuld á þessum tíma Það skeði fyrir Bob Dylan, Paul McCartney og fleiri, ég tel að þetta sé allt bull og vitleysa, þessir menn eru svo miklir snillingar að þeir þurfa ekki að stela.

Extra Texture(Read All About It), sem var næsta plata George og fékk verri dóma en Living In The Material World, hún var talin léleg í allastaði. Það finnst mér, aðeins mér og það er mín skoðun, RANGT!, platan er fín, hún er slöpp við fyrstu hlustun en þegar maður getur raulað með lögunum er hún skemmtileg, og án efa var You vinsælasta lagið á plötuni. George fannst mjög leiðinlegt að þessar plötur seldust ekki og var að spá í að gera eina tilraun en.

1975 kom platan Dark Horse út, hún fékk slappa dóma, sem ég er sammála. George var frekar hás á plötuni og lögin frekar slöpp. 1976 sneri George sínu blaði við og stofnaði plötufyrirtækið Dark Horse Records og gerði plötuna Thirty Three & 1/3, sem fékk frábæra dóma, talin besta plata George síðan All Things Must Pass og auðvitað var það satt. Platan innihélt lagið This Song sem fjallaði um að My Sweet Lord hafi ekki verið stolið. Þvímiður tapaði George málinum á móti manninum sem sagði að lagið væri stolið og George þurfti að borga honum skaðabætur.

Nú fór George í kvikmyndabransan að framleiða myndir fyrir Monty Python, til dæmis Life Of Brian. Myndin fékk mjög góða dóma.
Meira um hann og hans kvikmyndabransa í næsta kafla.