Núna ætla ég að kynna ykkur fyrir hinu snilldar bandi Wishbone Ash, og fara með ykkur í gegnum sögu þessarar hljómsveitar

Wishbone Ash voru einstakir á meðal fyrstu bresku framsæknu rokkböndunum vegna tveggja gítara, sem Andy Powell og Ted Turner sáu um.

Fyrsta plata þeirra MCA, gefin út 1970 innhélt aðeins sex lög. Þar á meðal klassísk lög eins og Lady Wiskey, Handy og Phoenix.

Næsta Plata kom út árið 1971 og hét The Pilgrim.
Innhélt hún meðal annars Boogie Where Were You Tomorrow, The Pilgrim og Jail Bait.

Argus kom út 1972 og var hún alveg tær snilld. Inniheldur Time Was, The King Will Come, Blowin' Free, Throw Down The Sword og Warrior.

Árið 1973 kom út plata sem hét Four og var í verri kantinum. Þeir voru að gera tilraunir með hljómborð og það kom ekki vel út. Á plötunni voru Rock And Roll Widow, No Easy Road og So Many Things To Say sem voru varla á heyranleg og Everybody Needs A Friend olli bókstaflega vonbrigðum. Laurie Wisefield kom í staðinn fyrir Ted Turner og gaf út með þeim plöturnar Rub árið 1974 og Locked In árið 1976 og voru þær grátlega lélegar. New England kom einni út 1976 og virtist hún hverfa aftur til þeirra tíma er þeir gáfu út eitthvað almennilegt. Það sama mátti segja um Front Page News sem kom út árið 1977. No smoke without fire kom svo út árið 1978 og The Way Of The World, But Just Testing kom svo út 1979 og báðar þessar plötur voru bara enn ein hörmungin.
Martin Turner hætti og gaf hljómsveitin út tvær plötur í viðbót með þetta line-up. Þær plötur voru
Number Of The Brave sem kom árið 1981 og svo Twin Barrels Burning sem kom árið 1982. Raw To The Bone kom út árið 1985 og tilheyrði hún næstum algjörlega Mervyn Spence sem þá var nýkominn í bandið.

Upprunalega line-upið sameinaðist á ný og gáfu út plötu sem hét Nouvau Calls árið 1988.

Here To Hear sem kom árið 1989 og Strange Affair sem kom árið 1991 voru meira í ZZ Top og Allman Brothers stílnum.

Andy Powell kemur svo með endurholdgaða Wishbone Ash í sólóverkefni sem skartaði rólegri stíl á plötunni Illuminations sem kom út árið 1996. Eftir tilraun með danstónlist á plötunni Trance Visionary sem kom árið 1998, og var einnig remixuð með gíturum og endurútgefin sem Psychic Terrorism sem kom 1998 hélt Powell áfram að koma með rólegar
plötur fyrir stressaða fólkið. Þær voru Bare Bones sem kom út árið 1999 og Bona Fide sem kom árið 2002.

Og hér endar frásögn mín um lauslega sögu Wishbone Ash. Ég þakka fyrir mig og vona að ykkur hafi líkað lesturinn.

Kv.

Dorno