Rolling Stones


Rolling Stones var stofnuð árið 1960 þegar Mick Jagger hittir Keith Richards á brautarstöð í Dartford í Englandi. Þeir hófu síðan samstarf þegar þeir stofnuðu Little Boy Blue and The Blue Toys hljómsveitina. Þegar þeir voru að spila á hátíð hittu þeir fyrst Brian Jones. Mick og Keith byrjuðu svo að koma fram með Alexis Korner Blues Incorporated og seinna slógust í hópinn trommari að nafni Charlie Watts, og Mick gerðist fastur söngvari hljómsveitarinnar.
Það varð síðan Brian Jones sem stakk upp á nafninu The Rolling Stones í höfuðið á lagi eftir Muddy Waters “Rollin Stone Blues”.
7 júní árið 1963 gáfu þeir út sýna fyrstu smáskífu “Come On / I Want To Be Loved”, smáskífan náði í 21 sæti breska vinsældarlistans og sama dag komu þeir í fyrsta skipti fram í bresku sjónvarpi í tónlistarþættinum “Thank Your Lucky Stars” þar sem að upptökustjórinn ráðlagði Andrew að losa sig við þennan munnstóra og ljóta söngvara.
16 apríl er fyrsta plata The Rolling Stones gefin út í Englandi
“The Rolling Stones” en þar fer hún í 1 sæti breska listans.
10 maí eru Mick og Keith ákærðir fyrir að hafa verið með fíkniefni á sér og sama dag er ráðist inn í íbúð Brian Jones og hann tekin fastur og ákærður fyrir eign á ólöglegu fíkniefni.
Seinna þetta ár er Mick Jagger fundinn sekur um eign á ólöglegum efnum, hann settur í fangelsi yfir nótt og daginn eftir var úrskurðað að hann fengi 3ja mánaða fangelsisdóm og 300 punda sekt.
Keith var dæmdur í 1 ár fangelsi og sektaður um 500 pund fyrir að eiga fíkniefni.
30 júní er þeir lausir úr fangelsi eftir að trygging hafði verið greidd upp á 7000 pund fyrir þá.
Síðar sama ár eiga þeir félagar að hefja fangelsisvist sína.
3 júlí 1969 finnst Brian Jones látinn í sundlaug sinni á sveitasetri sínu Cotchford Farm en nokkru síðar var það svo gefið út að hann hafi drukknað í sundlaug sinni vegna áfengis og eiturefna sem voru í líkama hans.
5 júlí halda Stones sína ókeypis tónleika í Hyde Park sem þeir breyta í minningartónleika um Brian Jones en þá tónleika sóttu 350.000 manns.
Í September 1975 er það síðan loksins ákveðið hver mun endanlega taka við af Mick Taylor í Stones.
Eftir hæfnispróf sem að menn eins og Jeff Beck, Peter Frampton og Ronnie Wood er það loksins ákveðið að Ronnie muni taka við.
13 júlí 1978 spila Stones stærstu innitónleika sem haldnir höfðu verið með 80.000 áhorfendum.
12 desember 1985 deyr gítarleikarinn Ian Stewart í Lundúnum (sjötti Stosarinn) en banamein hans var hjartaáfall.

Rolling Stones

18 janúar 1989 eru The Rolling Stones kynntir inn í Rock´N´Roll Hall Of Fame af Pete Townsheand, og viðstaddir eru Mick, Keith, Ron og Mick Taylor.
Bill Wyman kemur af stað orðrómi um að hann sé hættur í Stones og að Mick Taylor sé genginn aftur í hljómsveitina. Árið 2003 er lagið “I Can´t Get No Satisfaction” kosið besta lag af 100 bestu rokklögum allra tíma.
9 júní 2002 er Mick Jagger aðlaðaður af Englandsdrottningu og á að vera eftir það titlaður Sir Mick Jagger, en Keith segist aldrei ætla að kalla hann Sir.
Rolling Stones gáfu út 45 plötur í USA en 42 í UK. Fyrsta platan kom út árið 1964 en síðasta plata þeirra sem gefin var út var árið 2004.
Vinsælasta breiðskífa þeirra var “The Rolling Stones” sem var þeirra
fyrsta plata.
Uppranalegir meðlimir voru Mick Jagger, Keith Richards, Brian Jones og Charlie Watts.