Ég hef tekið eftir því að það er ekki mikið fjallað um þær hljómsveitir á gulltímabilinu sem voru í meira soft rokki.
En það eru margar góðar hljómsveitir sem vantar umfjöllun um á þessu áhugamáli. Svo ég taki nú nokkur dæmi : Kinks, Drifters, Temptations, The Four Tops, Herman's Hermits og margar fleiri.

Ef þið þekkið ekki til þessara hljómsveita hvet ég ykkur til að finna lög með þeim og gá hvort ykkur líkar það sem þið heyrið.

The Kinks áttu marga smelli, hver kannast ekki við lög eins og Lola, Girl You've really got me now og Sunny Afternoon.

Svo langaði mig líka til að tala aðeins um Gull 909 þá yndislegu útvarpsstöð sem var algjör snilld vantaði bara á hana aðeins þyngra rokk eins og Zeppelin og Pink Floyd en annars var sú tónlistarstöð með mestallt gullið. En svo hætti hún og nú nýlega einnig Skonrokk svo að ég er algerlega hættur að hlusta á útvarpið.

En vonandi skoðiði eithvað af þessum hljómsveitum sem ég nefndi þarna áðan ef þið eruð ekki þegar búin að því.