Rory Gallagher-Stage Struck Þessi gítarsnillingur fæddist árið 1949 í Cork á Írlandi en dó fyrir 10 árum rétt eins og gítarsnillingurinn Jerry Garcia. Annars þá fékk ég þennan disk einhversstaðar í London en þessi diskur sem ég keypti er svona re-masteruð með 2 aukalögum. Hann er allur tekinn upp Live á World tour á árunum 1979-1980.

En annars þá er Bandið svona:
Rory Gallagher:Gítar,söngur
Ted McKenna:Trommur
Gerry McAvoy:Bassi.

1. Shin kicker (Gallagher)
Snilldarlag sem er alveg tilvalið opnunarlag á disk! Þótt að Rory sé nú alls enginn heimsklassa söngvari þá er þetta bara alveg ágætt annars þá er helvíti flott gítarspilið hjá kallinum!
****/*****

2. Wayward Child (Gallagher)
Mjög flott lag, eitt af mínum uppáhalds á disknum! Svaðaleg gítarsóló í laginu annars smellpassar allt í laginu þó að Rory eigi það til að syngja stundum svolítið falskt að þá er þetta bara annars mjög flott lag!
***/*****

3. Brute force and Ignorance (Gallagher)
Magnaður bassi er það fyrsta sem ég tók eftir í laginu þegar ég heyrði það fyrst! Annars syngur Rory bara helvíti vel í þessu lagi.
***/*****

4. Moonchild (Gallagher)
Hérna ownar gítarinn gjörsamlega! Alveg hrikalega flott rokklag með mögnuðu gítarsólóum og grúví bassa! Nokkuð flottar trommur líka.
****/*****

5. Bad Penny (Gallagher)
Annað af tveimur aukalögum á plötunni, hér lækkar tempoið aðeins í flottu eðal rokklagi. Ekki vel sungið hjá Rory en bassinn er frábær og maður fær að heyra vel í honum, en þegar Rory fær smá tíma til að sína smá snilli á gítarinn og tekur tvö mögnuð sóló. Annars er bassinn bara snilld!
****/*****

6. Keychain (Gallagher)
Hitt aukalagið, frekar blúsað lag þar sem Rory kreistir úr gítarnum flott riff og sóló. Annars er þetta ekkert sérstakt lag þótt að gítarinn, bassinn og trommurnar smelli allt saman þá er bara eitthvað við þetta lag sem ég er ekkert alveg að fíla, kanski bara söngurinn. Eitt af slakari lögum disksins.
**/*****

7. Follow me (Gallagher)
Bara helvíti nett lag þar sem ekkert klikkar, ekki einu sinni söngurinn! En samt er það grúví bassinn sem grípur mann strax. Mjög flott gítarsóló með flottum trommum undir.
****/*****

8. Baught & Sold (Gallagher)
Verulega flott rokk-blús lag þar sem gítarinn er í aðalhlutverki með rosalega flottu gítarsólói.
Verulega flottur söngur og flottar trommur líka.
Í þessu lagi er uppáhalds sólóið mitt á disknum. Magnað lag.
***/*****

9. The last of the Independents (Gallagher)
Alveg ágætt lag, samt ekkert sérstakt við það sem heillar mig.
**/*****

10. Shadow Play (Gallagher)
Þá er það lokalagið á disknum. Mjög gott týpískt Rory Gallagher lag með flottum sólóum en það sem ég tek líka eftir eru trommurnar sem mér finnst flottar. Annars er þetta bara fínt lag til að enda diskinn, ágætur söngur líka.
****/*****

í heild er þetta bara mjög góður diskur sem allir Rory Gallagher aðdáendur ættu að eiga! :)

****/*****
Carve another notch in your bedpost, whore. Lay back and tally up the score. Count the number of hearts you've ripped from chests.