Þetta lag er frábært. Það kom í hinni stórkostlegu mynd Forrest Gump og ég hef verið að hlusta á það lengi. Fyrir fólk sem fílar hippatímabilið er þetta lag nauðsynlegt. Þegar ég hlusta á það kemst ég í sankallað hippastuð og maður finnur vel fyrir andrúmsloftinu á þessum miklu umbrotatímum.

Lagið sjálft er mjög venjulegt: Þjóðlagagítar, söngur og annar gítar sem tekur nokkur hammer-on og pull-off af og til. Einnig heyrir maður í sítar. Þrátt fyrir það er það alveg einstakt og ég mæli með því að fólk gefi því allaveganna séns því að ef þið lifið ykkur jafn vel inn í það og ég þá eigiði alls ekki eftir að sjá eftir því.

PS Það hljómar frekar aulalegt og gamaldags fyrst þegar maður heyrir það en það er snilld eftir fáein skipti.

PSS Ef ykkur líkar vel við þetta ættuði að athuga Me First and the Gimme Gimmes útgáfuna af því en það er svona pönk stíll yfir því. Mér finnst það ekki jafn gott en það er stundum skemmtilegt að heyra lög í nýjum búningum ef það er vel gert.

PSSS Ef þið vitið um einhver önnur góð lög með Scott McKenzie þá bið ég ykkur um að láta mig vita.

Gleðileg jól öllsömul:)