Hljómsveitin The Doors var stofnuð árið 1965 af ljóðskáldinu og söngvaranum Jim Morrison ásmat Orgelleikaranum Raymond Daniel Manzarek.
Þessir miklu snillingar gengu í kvikmyndaskólann UCLA og í gegnum hann kynntust þeir tveimur knáum hljóðfæraleikurum : gítarleikaranum Robbie Krieger og trommaranum John Densmore.

Þegar þeir höfðu verið búnir að spila á pöbbum og börum um margra ára skeið hittu þeir upptökustjórann Paul A. Rotchild og hafði hann það mikla trú á þeim að hann reddaði þeim samning hjá plötufyrirtæki sínu Elektra.

Það tók þessa miklu snillinga 12 ár að gefa út fyrstu plötuna sína því hún kom ekki út fyrren árið 1967 en það var þess virði að bíða eftir þessari plötu því þetta er ein besta plata allra tíma og heitir því enfalda nafni : The Doors.

Lag 1: Break on through ( to the other side)
Mjög gott lag eitt það besta á plötunni, Kraftmikið og öruggt

Lag 2: Soul Kitchen
Flott lag þar sem Morrison fer á kostum með frábærum söng og flottum texta.

Lag 3: The Crystal Ship
Róleg og falleg ballaða tvímælalaust vangalag númer eitt ef þú vilt halda gott partý.

Lag 4: Twentieth century Fox
Persónulega finnst mér þetta besta lagið á plötunni og skipar sér í hóp með þeim albestu frá The Doors.

Lag 5: Alabama Song (Whiskey Bar)
Annað Coverlagið á þessari plötu hresst og skemmtilegt húmorlag.

Lag 6: Light my fire
EF þið hafið ekki heyrt þetta lag eruð þið bara fm hnakkar. Lagið sem kom Doors á kortið í Bandaríkjunum og flottasti gítarsóló kafli í sögu tónlistar.

Lag 7: Seinna coverlagið og er þetta talsvert flottara og metnaðafyllra lag þar sem Ray fer á kostum á orgelinu.

Lag 8: I looked at you
Ágætis lag betra en öll Metallica lögin en ekkert sérstakt miðað við The doors.

Lag 9: Take it as it comes
annað miðlungslag sem skilur lítið eftir sig nema svekkelsi.

Lag 10: Take it as it comes
Kraftmikið lag sem þú neyðist til að fíla þótt þú sért fm hnakki gæðin eru það ofarlega.

Lag 11: The End
Þetta er 11 og hálf mínuta af gargandi snilld ef þú ert sýruhaus að leita að tónlist til að hlusta á með vímunni hlustarðu á þetta.

Platan í heild er mjög heilsteypt og falleg plata sem skilur eftir sig hamingju jafnt sem vonbrigði yfir því að fæðast í heim þar sem Linkin Park, Britney Spears og Metallica ráða ríkjum. :´(
Kveð að sinni og seinni partar birtast síðar.

Ray Manzrek