Það er víst verið að vinna að komu YES til Íslands. Hvað segið þið Hugaðir rokkarar eru þetta ekki spennandi fréttir. Hvað haldið þið að margir munu mæta. Eru ekki margir YES aðdáendur í leynum sem myndu koma. Eru ekki margir sem vita ekki af tilvist þeirra lengur eða hafa ekki endurnýjað vinýl í CD.

YES skipa núna Anderson, Wakeman, Howe, White og Squire eða classic útgáfa. Ég sá þá nýlega á tónleikum og þeir voru magnaðir. Ég sem YES aðdáandi til margra ára hreinlega grét af hamingju af því að sjá þá og snilldin er enn til staðar.

Ég myndi vilja sjá þá í mátulega stóru húsi, helst ekki höllinni.

Þetta er allt eintóm hamingja.