Þarsem ég endaði seinast voru bítlarnir hættir að fara á tónleika og byrjaðir að hanga í stúdíóinu og taka upp lög. Einn góðan veðurdag þegar Paul var að keyra í bíl sínum, um fimm leytið lenti hann í áresktri og hljóp strax í burtu, bæði að því hann var hataður hjá sumum og elskaður af sumum, eftir þetta sagði plötusnúður í bandaríkjunum að Paul hefði dáið í þessu slysi. það voru margar vísbendingar um að hann hefðui dáið á plötuni meira um það síðar í þessum kafla. Bítlarnir ákváðu að búa til plötu um staði frá barnæsku þeirra í Liverpool, Paul samdi lagið Penny Lane, skemmtilegt lag, ekki beint mikil saga í kringum það. En annað má segja um Strawberry Fields Forever, sem er eftir Lennon. John var boðið að leika í kvikmynd eftir Richard Lester, sem hafði leikstýrt bítlamyndunum, John hataði að leika í kvikmyndum en hann gat ekki sagt nei, því Richard Lester var góðvinur hans. Myndin sem hét How I Won The War, sem er að mínu mati frekar góð og spennandi mynd, var tekin á pörtum á spáni þarsem John samdi Strawberry Fields Forever. Á einu vetrarkvöldi eftir að John samdi lagið gekk hann áleiðis uppí Abbey Road stúdíóin og spilaði lagið fyrir George Martin, George Martin varð stórhrifin, meira en það honum fannst þetta besta lag Johns. Þegar bítlarnir hljóðrituðu lögin voru þeir í góðu formi eftir langt frí. Þeir ætluðu að gera plötu um æskuárin en sú hugmynd fór í ruslið því George Martin, heimtaði að þetta yrði gefið út strax á smáskífu.

Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band varð næsta plata bítlana, í samnenfdu lagi sem er eftir Paul nefnir hann Billy Shears, sem Rigno á að vera í Sgt. Peppers bandinu, en þetta gat líka verið önnur vísbending um að Paul væri dáin og þessi Billy Shears væri búin að fara í lítaraðgerðir og gert mjög mikið til að líkjast Paul. Framan á hulstrinu eru allir bítlarnir með yfirvaraskegg, reyndar safnaði Paul bara yfirvaraskeggi til þess að fela ör sem hann fékk eftir bílslysið. Fyrst ég er nú að tala um hulstrið á plötuni höldum bara áfram þar, framan á plötuni eru fullt af fólki, þetta er fólk sem bítlunum fannst skipta mestu máli í mannkyns söguni, nema náturulega vildi Ringo ekki velja fólk á hulstrið hann sagði “Gerið þið það bara strákar, ég er bara trommarin”. Framan á hultrinu eru meðal annars Bob Dylan, Marlon Brando, Marilyn Monroe og vaxmyndir af bítlunum sjálfum, síðan er önnur víbending um dauða Pauls, þetta er fyrsta platan sem á stendur Beatles en ekki The Beatles svo The-ið hlýtur að hafa staðið fyrir Paul. Aftan á hulstrinu snýr Paul baki í Myndavélina en ekki hinir og fingurinn hjá Georges bendir á Five O´ Clock í textanum á Shes Leaving Home. Hulstrið kemur út eins og það sé tvöfalt því platan átti að vera tvföld en þeir settu í staðin svona dót til að klippa út í þarsem plata Nr. tvö átti að vera.
Í tvem lögum eftir John má finna vísbendingar Good Morning, Good Morning er “Nothing To Do To Save His Life” og í Day In The Life sem John á reyndar með Paul er sagt “He Didnt Notice That The Light Has Changes”.

Lag númer tvö er With A Little Help From My Friends samið af John og Paul og sungið af Ringo, næsta lag var bannað vegna þess að ef maður skammstafar það er það LSD, en í alvöru var þetta teikning eftir son Johns, Julian. John hafði alltaf haft gaman af teikningum, og þegar hann sá þessa teiknignu, hringdi hann í Paul og bauð honum yfir, John montaði sig af teikninguni og Paul sagði þetta er góð hugmynd af lagi. Lagið heitir Lucy In The Sky With Diamonds. Næstu tvö lög eru eftir Macca Getting Better og Fixing A Hole sem var einnig Bannað, fólk sagði að hann væri að tala um göt eftir eiturlyfjasprautur, en í raun og veru var hann alltaf að laga þakið á sveitasetri sínu, því það lak.

Shes Leaving Home er eftir Paul og var tekið beint upp úr blaðinu, ungmenni voru alltaf að strjúka að heiman þessa dagana, vildu verða frjáls, þetta kallaðist hippamenningin, reyndar á John einhvern part í þessu gullfallega lagi. Being The Benefit for Mr. Kite, er tekið beint af sirkustjaldi sem John keypti í forngripabúð, næsta lag er um þegar George bauð gamla vin bítlana Klaus Voorman í matarboð, “We Were Talking” eins og hann segir í laginu. When Im Sixty Four er eftir Paul og fjallar um hvað Paul var hræddur við ellina, hann sagði við George Martin að hann yrði að yngja rödd Pauls, sem var 25 ára, bítlarnir spiluðu þetta lag oft á Cavern klúbbnum, því þetta lag samdi Paul fimmtán ára. Í Laginu Lovely Rita sem er eftir Paul er önnur vísbending í laginu um dauða Pauls, “ I Nearly Made It”. Öll Platan í heild kemur út eins og tónleikar þrjú seinustu lögin voru Good Morning, Good Morning, Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band(Reprise) og A Day In The Life, sem Ringo spilar á píanó í. Í endan á day in the life er píanó hljómur í um það bil 45. sek, þennan píanó hljóm gera Ringo John og George Martin.

Þegar platan var tilbúin héldu bítlarnir veislu og seinna tvem dögum eftir útgáfu plötunar, voru tónleikar þarsem Jimi Hendrix opnaði tónleikana glæsilega með laginu Sgt. Peppers, hann hafði aðeins haft tvo daga til að æfa það og þetta sannar hvað Jimi Hendrix var mikill snillingur.