Um þetta leyti voru bítlarnir að taka upp sitt sjöunda snilldarverk Revolver. Fyrsta lagið á Revolver eftir George Harrison, það fjallar um hvað bítlarnir þurftu að borga mikið í skatt og fengu lítin hluta af gróðanum sem þeir unnu fyrir, gítarsólóið í laginu er ekki eftir George heldur McCartney sem spilar reyndar líka sólóið. Eleanor Rigby var kona sem hafði verið grafin í kirkjugarðinum við dómkirkjuna í liverpool þarsem John og Paul höfðu hist, þegar Paul samdi lag með sama nafni og konan var kölluð þá sagðist hann ekkert hafa vitað að þessu heldur bara samið lag og þetta hefði verið fyrir tilviljun.

Smáskífa bítlana Paperback Writer/Rain var gefin út á undan Revolver, Paperback Writer er skemmtilegt lag eftir Paul og er bara í hans stíl. Rain var lag sem John samdi um regnið og sólina, þegar bítlarnir tóku lagið upp fór það vel en þegar John kom heim uppdópaður af LSD setti hann kasettuna með laginu öfuggt í kasettu tækið og lagið spilaðist afturábak og hann varð svo hrifin að þegar lagið var gefið út var seinasti parturinn spilaður afturábak.

Sama sagan var með lagið Im only Sleeping sem var á Revolver er gítarsólóið hjá George spilað afturábak.
George var orðin dáleiddur af indverskri tónlist og samdi mörg lög á sítar, Love You To er heimspeki lag sem hann samdi á sítarinn, hann talar um hvað lífið er stutt og svoleiðis. Næsta lag er lag í anda Yesterday og Michelle, Here There and Everywhere, lagið er eftir paul og George og John syngja bakraddir, lagið var þriðja svona rólega kassagítara lagið sem Paul gerði og það áttu eftir að koma fleiri, Mothers Natures Son og Blackbird tildæmis. Yellow Submarine er líka eftir Paul, lagið samdi hann í íbúð sinni og þegar hann var að því kom Bob Dylan í heimsókn og Paul spilaði lagið fyrir Dylan og Dylan bætti þá í textan Sea Of Green og Sky Of Blue, Bítlarnir létu Ringo Syngja lagið, síðan buðu þeir til veislu í stúdíóinu og tildæmis komu Rolling Stones og Mary Faithful, Anthony bílstjóri bítlana hristi keðjur ofan í baðkari og bítlarnir tóku það upp því það hljómaði eins og vélar hljóð og Brian Jones spilaði á glös. She Said She Said er eftir John, þegar Jane Fonda bað John um ða koma heim til sín að horfa á nýju myndina sína tók John inn LSD, því honum leiddist myndirnar hennar, síðan fór hann að segja henni um þegar hann var fluttur á spítalan vegna of mikillar LSD neyslu og allt var dælt uppúr honum, bróðir Jane sem bjó hjá henni sagði nú veit ég hvernig er að vera dauður John brá svo, náttúrulega uppdópaður, og lét henda honum beint út. Næstu lög eftir Paul eru Good Day Sunshine, For No One og Got To Get You Into My Life sem er samið til LSD, þarsem Paul þorði ekki að taka það inn. And Your Bird Can Sing og Doctor Robert voru held ég samin sama dag af John, Dr. Robert Freyman(eithvað svoleiðis) var þýskur læknir sem blandaði dópi í vítamín sjúklinga sinna ef þeir vildu, John hélt mikið uppá þann lækni. I Want To Tell you var eftir George og Tomorrow Never Knows eftir John, í því lagi er allt undispil spilað afturábak.

Tónleikaferð um bandaríkin átti eftir að verða marthröð John fór í viðtal í bandaríkjunum og sagðist vera vinsælli en Jesú Kristur og bandaríkjamenn fóru allir í fýlu en í bretlandi var öllum sama um orð Lennons. Ku Klux Klan brenndu bítlaplötur á krossi og haldin var almenn bítlabrenna í bandaríkjunum. Síðan afsakaði John sig og síðan spiluðu þeir á Shea Stadium og það voru helmingi færri en seinast og miðarnir seldust ekki út. það var kastað kínverja uppá sviðið og John spilaði áfram en Paul og George hoppuðu til og stoppuðu að spila. Síðan fóru þeir til Japan og þar spiluðu þeir í höll dána hermanna og þar voru aðrir hermenn sem þóttu þetta vanvirðing við látna hermenn og hótuðu að myrða bítlana. Þannig að herinn tók á móti bítlunum og bítlanir voru í sjokki fyrir og vissu ekki hvað gekk á. Í filippseyjum vildi einræðisherran þar ekki vera minni maður en keisarin í Japan og sendi yrlur og Hermenn til að sækja bítlana, bítlanir spiluðu langt fram á kvöld og sváfu út og þá var hringt í Brian Epstein og spurt hvort bítlanir vildu ekki koma í hádgisboð og vera kynntir fyrir börnum konungshjónana, Brain sagði að bítlarnir vildu fá að sofa út, þá hvatti keisarinn fólk sitt til að meiða bítlana, bítlarnir flúðu í flugvelina sína og fólkið nefbraut Ringo í öllum ólátunum og spörkuðu í hann þarsem hann datt í jörðina og þau skemmdu mænuna í bílstjóra bítlana. Þegar þeir sneru aftur til bandaríkjamanna og héldu sína tónleika í Candlestick Park eftir að hafa verið hótað lífláti oftsinnis þarna í bandaríkjunum. bítlarnir vissu að þeta ætti eftir að verða síðustu tónleikar þeirra, sem þetta varð fyrir utan þaktónleikana á Apple bygginguni 1970. Sumir segja að George Martin og Brian Esptein hafi séð leyniskyttu miða á bítlana á tónleikunum en ég efa að það sé satt. Nú fóru bítlarnir að vinna að sínu næsta snilldar verki Sgt, peppers Lonely Hearts Club Band, meira um það í næsta kafla.