Abbey Road Abbey Road

Bítlarnir gáfu út Abbey Road plötuna þann 26 september árið 1969 í UK. Það tók 2 mánuði um sumarið 1969 að hljóðrita hana og var hún sú síðasta sem þeir hljóðrituðu en minnstu munaði að hún hefði aldrei verið gerð. Átti platan að vera sú síðasta sem væri gefin út hjá þeim félögunum en ekki fór allt eins og ætlaðist hjá þeim.
Eftir að Bítlarnir kláruðu að gera Hvíta Albúmið í október 1968 þá gerðu þeir þriðju bíómyndina sína, Yellow Submarine, sem var frumsýnd í janúar 1969. Á þeim tíma þá kláruðu þeir einnig lög sem enduðu á síðustu plötunni þeirra, Let It Be. En hins vegar, vegna þess að hljóðupptökurnar á Let It Be var algjör hörmung fyrir Bítlana, þá var Abbey Road gerð til þess að lagfæra ímynd þeirra.
Um þann tíma þegar þeir voru að taka upp Let It Be, þá voru Bítlarnir í mikilli ósátt við hvor aðra; Yoko var enn oftar með John sem fór oftar en ekki í taugarnar á hinum meðlimum hljómsveitarinnar; og mjög oft, þá vildi George og Ringo bara alls ekki mæta í stúdíóið. Þetta var byrjunin á endalokunum, og eins og það endaði, þá var Abbey Road valdurinn að endalokum Bítlanna.


Hér koma umsagnir og lýsingar á lögunum :

1. Come Together **** (4/5)
Þetta lag er eitt það besta á plötunni en það gefur allt það sem koma skal í henni.
John Lennon samdi það fyrir góðan vin sinn, Timothy Leary, sem ætlaði að bjóða sig fram fyrir pólitískt embætti. Hann fór til John´s með kosningar slagorðið sitt í huga, “Come Together”, og bað John um að semja lag fyrir sig sem kjósendur sínir gætu sungið á kosningatímabilinu. John samdi lagið en áður en Timothy gat notað það þá var hann handtekinn og sendur í fangelsi. Þá datt John í hug að nota lagið þá bara fyrir Bítlana fyrst að Timothy hefði engin not fyrir það.

2. Something ***** (5/5)
George Harrison fékk hugmyndina fyrir þessu lagi árið 1968, eftir að hafa hlustað á lag eftir James Taylor, “Something In The Way She Moves”, og ákvað að semja lag í kringum það. Síðar var það eina lagið sem Frank Sinatra söng eftir Bítlana en hann kallaði það “The greatest love song ever written”. Meira hef ég ekki að segja um þetta lag :)

3. Maxwell´s Silver Hammer **** (4/5)
Upphaflega samdi Paul McCartney þetta lag fyrir Hvíta Albúmið en það endaði Abbey Road vegna einhverra vandræða. Textinn í laginu er algjör snilld en margir hafa fullyrt að hann sé mjög ósmekklegur vegna innihalds hans. Þar er talað um geðveikann mann sem heitir Maxwell sem drepur fólk með silfurhamar. Hann byrjar á því að drepa stelpu sem heitir Joan, svo seinna þarf hann að sitja eftir í skólanum og þar læðist hann aftan að kennaranum og drepur hann líka svo loks þegar á að fara dæma hann í fangelsi þá fer hann aftan að dómaranum og drepur hann :P

4. Oh! Darling **** (4/5)
Lítið hef ég að segja um þetta lag en það er eitt af ástarlögunum hans Paul´s. Hann söng og söng þetta lag í viku þar til að það var loks tekið upp, til þess að æfa sig í að ná röddinni í þá tónhæð sem hann hafði verið að nota á tónleikum.

5. Octopus´s Garden *** (3/5)
Annað lagið sem Ringo samdi og það jafnframt það síðasta með Bítlunum. Hann fékk hugmyndina þegar hann var í bátsferð með fjölskyldunni í Sardaníu. Kapteininn á bátnum hafði boðið honum kolkrabbi í matinn, en hann afþakkaði hann. Þá fór kapteininn að segja honum allt sem hann vissi um kolkrabba, og hvernig þeir ferðast um sjóinn leitandi að glansandi hlutum og steinum til þess að búa til “garða”. Nafnið á laginu sjálfu gefur líka til kynna alla fjölbreytnina í lögunum með Bítlunum. Fínt lag en samt sem áður það slappasta á plötunni að mínu mati.

6. I Want You(She's So Heavy) **** (4/5)
Samið af John Lennon en lagið er einfaldlega ástarlag/ljóð til Yoko Ono, konu John´s. Það má geta þess líka að þetta var síðasta lagið sem þeir allir fjórir, Ringo, John, George og Paul, tóku upp lag saman í Abbey Road stúdíóinu sem þeir höfðu gert svo frægt.

7. Here Comes The Sun ***** (5/5)
Here Come The Sun er eitt af uppáhaldslögunum mínum á plötunni. George Harrison samdi það þegar sundrun Bítlanna var að byrja. Þá þurftu þeir að vera dögum saman á fundum í höfuðstöðvum Apple. Þegar einn fundurinn var búinn einhvern daginn, þá var George glaður með að vera búinn með fundinn og vera kominn út í sólina. Þá fór hann að heimsækja vin sinn, hinn vel þekkta Eric Clapton, og hann fór að ganga um garðinn hjá honum að spóka sig í sólinni, þá flaug þetta lag í kollinn á honum, Here Comes The Sun. :)

8. Because **** (4/5)
Þegar John var að slaka á heima hjá sér, þá heyrði hann Yoko spila hluta úr lagi með Beethoven. Hann bað hana um að spila sömu nóturnar bara afturábak. Hún gerði það, og varð sá hluti af laginu innblásturinn fyrir “Because”. Þrátt fyrir einfaldann texta í laginu, þá er hann mjög fallegur.

9. You Never Give Me Your Money ***** (5/5)
Í þessu lagi byrjar eitt af hinum frægu samblöndum af lögum þeirra Bítlanna, búið til af ókláruðum lögum. Það var snillingurinn hann Paul sem tók þetta lag og næstu átta og setti þau öll saman, mjög fallega.
Þetta lag hefur þrjá parta sem fjalla allir um sitthvað. Fyrsti parturinn af lögunum fjallar um þá staðreynd að þeir fengu alltaf pappír sem upplýsti hve mikið þeir græddu, en þeir fengu eiginlega aldrei pund, skilding né pens. Annar parturinn talar um að hætta í skóla peningalaus og svo loks fjallar þriðji og síðasti parturinn um frjálsleika Paul´s utan Bítlanna og hans nýja líf með eiginkonunni Lindu.

10. Sun King **** (4/5)
Árið 1971 segir John frá að “Sun King” hafi komið til hans í draumi en seinna sagði hann að það væri bara rusl. Lagið minnir á sambland af “I Am The Walrus” og “Because”.
Fyrir utan ensku þá syngja þeir á spænsku, portúgölsku og ítölsku í laginu. Í fyrstu voru þeir bara að grínast með að syngja eitthvað “quando para mucho” en svo þróaðist það allt í fallegt lag með hjálp frá tungumálakunnáttu meðlima hljómsveitarinnar í tungumálunum.

11. Mean Mr. Mustard *** (3/5)
Samið af Lennon og fékk hann innblástur frá grein í dagblaði þar sem talað er um gamlann nirfil sem vildi fela peningana sína einhversstaðar þar sem enginn gæti fengið hann til þess að eyða þeim. Einnig fékk hann innblástur af einni konu sem var vön að hanga í Hyde Park nálægt Knightsbridge. Hún geymdi alla sína eigu í plast poka og svaf í garðinum (Hyde Park).

12. Polythene Pam *** (3/5)
Enn eitt lagið sem Lennon samdi þar sem hann fékk innblástur frá tveimur manneskjum til þess að semja lagið. Sú fyrri var stúlka sem hafði þann ávana að borða polythene (plastefni) og var þá þekkt sem Polythene Pat. En sú seinni var líka stúlka en hún hét Stephanie. Hún klæddist alltaf plastpoka og talið er að John hafi eytt einni nótt með henni þegar hann hiti hana eitt sinn á eyjunni Guernsey.

13. She Came Through The Bathroom Window **** (4/5)
Hér syngur Paul um innbrot sem var framið á heimil hans einn dag. Hann var ekki heima svo þá fóru nokkrar unglingsstúlkur og brutust inn á heimilið hans en ein þeira þurfti að fara í gegnum klósettgluggann til þess að opna fyrir hinum. Þær stálu ýmsum hlutum en Paul fékk þá alla aftur því hann þekkti eina stúlku sem kannaðist við innbrotsþjófana.

14. Golden Slumbers ***** (5/5)
Þetta er eitt fallegasta lagið á plötunni. Einn dag þegar Paul fór að heimsækja föður sinn þá byrjaði hann að spila á píanó og fletti í gegnum söngbók sem var í eigu stjúpsystur sinnar, Ruth. Þar fann hann vögguvísu frá 18 öldinni eftir Thomas Dekker. Hann fór þá að vinna lag útúr þessarri vögguvísu bara með sínum eigin melódíum og texta. Þá kom út lagið “Golden Slumbers”.

15. Carry That Weight **** (4/5)
Þetta lag var endurvarp Paul´s á lífinni sem Bítill á þeirra erfiðis tímum. Þar talar hann um fjárhagsvandræði, peninga og álagið sem svona súperstjörnur eins og Bítlarnir fá. Þetta var um þann tíma þegar þeir voru alveg að fara hætta, en það voru verstu dagar ævinnar hjá Paul.

16. The End ***** (5/5)
Þetta lag átti að vera allra síðasta lag þeirra Bítlanna því þeirra ætluðu alltaf að láta Abbey Road vera síðustu plötuna sína en sú varð ekki raunin. Í laginu er eina trommu sóló sem Ringo gerði hjá Bítlunum. Svo er líka frábært gítarspil í laginu hjá þeim Paul, George og John. Það allt gerir þetta lag að svo gott.

17. Her Majesty **** (4/5)
Hér gerir Paul létt spaug að Elísabetu Bretlands drottningunni en hún var í mikils metum hjá Bítlunum. Þeir hittu hana 26 október, 1965 þegar þeir voru að taka á móti MBE (Member British Empire) verðlaununum. Paul sagði síðar að hún væri líkt og mamma þeirra.
Lagið átti að koma á milli Mean Mr. Mustard“ og ”Polythene Pam" en hinsvegar leist Paul ekki vel á að hafa lagið þar svo hann flutti það alveg í endann á plötunni.

Heimildir :
http://www.iamthebeatles.com
http://www.rollingston e.com/features/coverstory/featuregen.asp?pid=2172
http ://beatles.murashev.com/


Jæja, núna er þetta orðið soldið langdregið hjá mér en endilega leiðréttið mig ef það eru einhverjar staðreyndar villur í textanum hjá mér og afsakið allar stafsetningar villur,
Takk fyrir :)