Ég er meeeejööög mikill bítla-aðdáandi. Ég hlusta á mjög víða tónlist, þótt ég er alls ekki “alæta” á tónlist.
Ég á allar bítlaplöturnar og líka 1-diskinn sem inniheldur allar smáskífur bítlanna. Það er formlega búið að gefa út langflest bítlalögin, sérstaklega vegna anthology-seríunnar sem iniheldur mörg áður óútgefin lög.

En á þessum plötum eru ekki öll bítlalög sem hafa verið tekin upp, hérna er smá listi af Bítla-lögum sem ég skrifaði á disk sem heitir B-Bítlar.

Dig It (full version)-
Dig It er á plötunni Let it be sem kom út árið 1970. Á Let it be er lagið í 50 sekúndur en þetta lag var í rauninni 8 mínútna langt spunalag. John Lennon öskrar í hljóðnemann allt lagið og trommuleikur Ringos er síbreytilegur. Paul syngur líka í laginu og þeir syngja stundum saman líka. Það er mjög gaman að hlusta á lagið og maður einhvern líður eins og einn af þeim. Veit samt ekki. Lagið er auðvitað engin svaka tónsmíð en gaman að hlusta á það fyrir gallharða bítla-aðdáendur.

Christmas Time (is here again)-
Þetta er frábært lag. Eina Bítla-jólalagið sem er eftir þá. Lagið er stílað á Lennon/McCartney/Harrison/Starkey og þetta lag er í rauninni bara blús. En ekki hefðbundinn blús. Bítlarnir syngja í sífellu titil lagsins allt lagið nema þegar Ringo segir “O-U-T spells out”. Svo þegar lagið er að enda bjóða allir Bítlarnir einlægar jólakveðjur.

I´ll be on my way-
Þetta er lag sem Bítlarnir tóku upp fyrir útvarps-stöðina BBC. En þeir áttu útvarpsþátt þar sem hét Pop Go the Beatles. Þetta lag er hörkufínt miðað við þessu fyrsta bítlalögin. Það rétt skríðir yfir 2 mínútur og ég veit ekki af hverju þeir settu það ekki á With the Beatles eða Beatles for sale í staðinn fyrir eitthvað cover-lag. Textinn er ekkert sérstakur en laglínan er mjög grípandi og flott. Þeir gáfu lagið til einhverjar annarar hljómsveitar sem setti lagið á B-hlið (???)

I´ll get you-
Þetta lag var á B-hlið She loves you. Ég held að þetta lag var ekki gefið á neinni plötu Bítlanna. Þetta er svo sem ágætis lag. Laglínan er ekkert rosalega grípandi en munnharpan bjargar þessu lagi algjörlega. Þetta er með slökustu Bítla-lögunum þótt það er svo sem ágætt. Það sýnir hvað þeir voru svakalegir lagahöfundar.

Yes it is-
Þetta lag var á B-hlið Ticket to ride. Mjög svo rólegt lag um ástina, líklega rólegasta Bítla-lagið. Mjög gott sem slíkt. Kannski einhverjir hafa heyrt þetta lag, því ég er nokkuð viss um að einhver íslensk hljómsveit á þessum tíma þýddi þetta lag á íslensku, en ég er ekki viss. Röddunin er flott og gítarinn er með mjög sérstöku hljóði, mjög róandi.(Þetta lag er reyndar á Anthology diskunum)

I call your name-
Þetta er hörku gott lag eftir John Lennon. Þeir notuðu lagið ekki af einhverri ástæðu því það er mjög flott. Frábær gítarleikur hjá George Harrison sem spilar skemmtileg riff á milli þess þegar John Lennon syngur, svo er ágætis sóló líka. Trommuleikur Ringos er líka frábær, sérstaklega þegar hann notar kúabjölluna, svo er þetta lag líka þvílíkt stuðlag og trommutakturinn er mjög hressilegur. Frábært lag í alla staði, en þeir gáfu annari hljómsveit lagið, út af því að John fannst hann ekki ráða við lagið, held ég, sem er bara vitleysa, en John var aldrei hrifinn af röddinni sinni.

Thank you girl-
Þetta lag var á B-hlið From me to you. Þetta lag er mjög gott B-hliðalag. Textinn er mjög frekar barnalegur “And all I got a do is thank you girl, thank you girl”. Laglínan er ekkert mjög grípandi en lagið er frábært. Munnharpan er mjög skemmtileg og Ringo sýnir góða takta í enda lagsins þegar hann fær smá “drumbreak” eins og þeir kalla það. Söngur Johns passar samt ekki vel við lagið og hann syngur stundum aðeins og hærra en hann getur, það myndi passa betur Paul myndi syngja það en reglan var “Þú semur, þú syngur”. Mjög gott 60´s stuðlag.

Jæja þetta er nokkurn veginn allt. Ef einhver veit um einhver önnur óútgefin bítlalög, fyrir utan það sem er á Anthology þá endilega segir mér frá því.