Ten Years After Ég hef nú gert sama og ekki neina grein hérna á huga en mig hefur langað að gera grein um eina af bestu en jafnframt “gleymdu” hljómsveit Ten Years After.
Í Ten Years After er meðlimirnir: Alvin Lee: Gítar og söngur, Chick Churchill: Hljómborð, Leo Lyons: Bassi og svo loks Ric Lee á trommur.
En það er þó heldurbetur hægt að segja að allir meðlimirnir hafi fallið í skuggan fyrir Alvin Lee, mér finnst óhætt að fullyrða að hann er á topp 10 listan yfir bestu gítarleikara heims (þó að ekki séu allir sammála) hann er bara einfaldlega “fáránlega sjúkur” á gítar, svo er hann með þétta og töff rödd sem er alveg að skila sér í svona 70's rock+blues stíl sem þeir tileinka sér.

Þeirra fyrsta plata hét einfaldlega “Ten Years After” og kom hún út árið 1967, hún fékk ágætis dóma en ekkert nóg til að gera þá mjög fræga, þeir urðu í raun ekki mjög frægir fyrr en þeir tóku lagið sitt “i'm going home” í rúmri 9 mínútna útgáfu á Woodstock, sem er alveg frábært að horfa á, Alvin sýnir hvað í honum býr með þessum flutningi þó svo að þeir hafi bara tekið þetta eina lag (og virðist sem þeir hafi verið gersamlega búnir eftir það úr þreytu :P) þá slógu þeir í gegn og þá byrjuðu þeir að stíga skref í átt til frægðar.
Í upprunalegu bíó útgáfunni af Woodstock sýnir hvernig þeir voru of seinir á tónleikana og þeir koma með þyrlu og byrja umsvifalaust að spila við mikla hylli áhorfenda, þetta hefur því miður verið klippt út úr DVD útgáfunni.
Þeir fegnu svo alveg frábæra dóma fyrir plötu sína “Cricklewood Green” sem kom út árið 1970, svo það sama ár kom út platan “Watt” og svo ári seinna “A Space in Time”.
Eftir þessar plötur fór þetta eiginlega bara hallandi hjá þeim, þeir gáfu út nokkra diska við dræmar móttökur og svo loks árið 1974 sleit hljómsveitin samstarfi sínu.
Það var svo árið 1988 að þeir komu saman aftur og unnu að nýjum disk sem komt út árið 1989 og hét hann “About Time” hann fékk góða dóma en var jafnfram seinasti diskurinn sem þeir gerðu, að frátöldum nokkrum “Live” diskum.

Eftir þetta hefur Alvin Lee verið að gefa út solo plötur og gaf hann út eina á meðan þessu 15 ára hléi stóð, hún hét “In Flight” og kom út árið 1974 og fékk frábæra dóma, þar hefur hann verið að njóta sín eins og hann á í raun og veru.

Þetta var frábær hljómsveit og Alvin Lee kemst auðveldlega í topp 10 yfir bestu gítarleikara heims.
Bara synd hver fáir vita af honum og Ten Years After, en vonandi fer fólk sem fýlar 70's tónlist (væntanlega allir hér) að pæla aðeins í þessari frábæru hljómsveit.
Ferðamálaráðuneytið