Led Zeppelin

9. janúar árið 1944 fæddist maður í Heston, Middlesex í Bandaríkjunum. Þessi maður átti eftir að breyta tónlistarsögunni og verða einn virtasti gítarleikari sögunnar. Maðurinn heytir Jimmy Patrick Page og er þekktastur fyrir að hafa spilað með hljómsveitinni “Led Zeppelin”.
Líf Page breyttist eftir að hann heyrði lagið “Baby, let´s play house” með Elvis en þá var hann tólf ára gamall. Eftir það fór hann að hafa mikinn áhuga á tónlist. Þegar hann var fimmtán ára spilaði hann með Neil Christian í hljómsveitinni Neil Christian and the Crusaders en hætti fljótt. Árið 1965 hætti bssaleikarinn Paul Samwell-Smith í hljómsveitinni The Yardbirds og í staðin kom Page. Seinna skipti Page samt yfir í gítar og í staðinn kom Chris Dreja á bassann. Í “The Yardbirds” kynntist hann gítarstjörnunni Eric Clapton og urðu þeir góðir vinir. Page spilaði samt stutt með þeim, því árið 1966 hætti hljómsveitin. Þar sem þeir áttu þó eftir að spila á tónleikum þurfti Page að finna nýja meðlimi til að koma í stað þeirra sem hættu. Hann fann fyrst söngvarann Robert Plant sem spilaði þá í hljómsveit sem hét Hobbstweedle. Plant heimmtaði að fá John Bonham sem trommara. Stuttu seinna hafði John Paul Jones samband við Page og vildi fá að spila á bassann. Eftir þriggja vikna æfingar voru þeir tilbúnir og fóru til Skandinavíu til að spila á tónleikum. Seinna kölluðu þeir hljómsveitina “Led Zeppelin” í höfuðið á þýsku loftfari.
Robert Anthony Plant var fæddur 20. ágúst árið 1948. Hann ólst upp í littlum bæ sem heitir Kidderminster. Þegar Plant var fimmtán ára hætti hann í skóla til að verða tónlistamaður. Hann söng í mörgum mismunandi hljómsveitum eins og t.d. “Black Country”, “The New Memphis Bluesbreakers”, “The Black Snake Moan”, “The Delta Blues Band” og “The Crawling King Snakes”. Árið 1966 smalaði Plant saman hljómsveit sem hann kallaði “Listen” og saman tóku þeir upp nokkur lög fyrir CBS. Næsta hljómsveit sem hann gekk í hét “The Band Of Joy” og þar kynntist hann John Bonham sem seinna varð trommari “Led Zeppelin”. Þeir voru duglegir að spila á tónleikum en náðu sér ekki í plötusamning þannig að þeir hættu sumarið 1968. Eftir það stofnaði Plant hljómsveitina “Hobbstweedle” með bluesstjörnunni Alex Korner. 9. nóvember þetta sama ár, giftist hann svo Maureen Wilson sem hann hafði þekkt í tvö ár. Þau eignuðust saman þrjú börn, eina stelpu og tvo stráka, en annar sonurinn dó úr magasýkingu. Það var líka árið 1968 sem Jimmy Page og Peter Grant (sem varð seinna umboðsmaður Led Zeppelin) fóru að sjá Plant á tónleikum og ákváðu að bjóða honum inngöngu í hljómsveitina (Led Zeppelin).



John Henry Bonham var fæddur 31. maí árið 1948. John fékk snemma áhuga á trommum. Þegar hann var lítill barði hann oft á potta og pönnur í eldhúsinu heima hjá sér og var ákveðinn í að verða trommari. Hann fékk fyrstu trommuna sína þegar hann var tíu ára en fékk ekki heilt sett fyrr en hann varð fimmtán ára. Hann var ekki nema sautján ára þegar hann giftist kærustunni sinni Pam, en henni kynntist hann á dansleik í bænum Kidderminster. John var lengi mjög fátækur og einu sinni hætti hann að reykja til að eiga meiri pening. Áður en hann varð trommari “Led Zeppelin” spilaði hann í hljómsveitunum “Terry And The Spiders”, “A Way Of Life”, “Crawling King Snakes” (þar spilaði hann með Robert Plant), “The Nicky James Movement”, “Steve Brett And The Mavericks” og “The Band Of Joy” (en þar spilaði hann líka með Robert Plant). Árið 1968 fóru Jimmy Page og Peter Grant að heyra Bonham spila í Oxford eftir að Robert Plant hafði mælt með honum og sendu heil fjörutíu símskeyti til hans áður en hann ákvað að taka að sér stöðu trommara í hljómsveitinni. Þann 25. september dó Bonham eftir mikla drykkju það kvöld. Þá hafði hann spilað í tólf ár í Led Zeppelin. John Henry Bonham skildi eftir sig mörg meistarastykki en eitt það þekktasta er líklega trommusólóið í laginu “Moby Dick”.
Bassaleikarinn John Paul Jones var fæddur 3. janúar árið 1946. Báðir foreldrar hans voru tónlistamenn. Mamma hans var söngvari og dansari en pabbi hans var píanóleikari. Hann lærði snemma á píanó en fór svo að læra á orgel og fékk að spila í kirkju í heimabæ sínum. Hann var fjórtán ára þegar hann fór svo að spila á bassa. Hann stofnaði band í skólanum sínum og í frístundum spilaði hann mað pabba sínum í dúett. Þegar John var sautján ára hætti hann í skóla til að ganga í hljómsveit með Jet Harris og Tony Meehan. Með þeim spilaði hann tónlist sem “Blood, Sweat And Tears” áttu eftir að spila seinna. John gaf út sína fyrstu smáskífu árið 1964 sem hann kallaði “Baja”. Á því tímabili heyrði hann að Jimmy Page (sem var orðið þekkt nafn í tónlistarheiminum á þessum tíma) væri að leita að meðlimum í nýja hljómsveit. Konan hans Mo, sem fékk hann svo til að hringja í Page og sækja um stöðuna.
Helsta ástæðan fyrir því að ég heillaðist að Led Zeppelin var hversu fjölbreitt lögin þeirra eru. Það er vegna þess hversu sérstakan stíl hver og einn hefur. Jimmy Page t.d. með sín mögnuðu sóló og melódísku riff og Robert Plant með sína skæru rödd sem er öðruvísi en allt annað sem ég hef heyrt. Eftir að John Bonham dó árið 1980 hætti hljómsveitin en þrátt fyrir það eru lögin þeirra alltaf sígild og vinsældirnar hafa lítið minnkað.



Heimildir: www.achilleslaststand.com