Jæja.

Í dag, 9. október, eru liðin 63 ár frá fæðingu tónlistar- og hugsjónamannsins John Lennon. Ég gæti rakið sögu hans hér en þarsem það hefur oft verið gert hér áður hef ég ákveðið að sleppa því.

Ég tel að það væri gaman og fróðlegt að heyra frá aðdáendum hans hér á Huga (sem eru vafalaust margir) segja frá því hverskonar áhrif Lennon hefur haft, sem listamaður og einstaklingur, á þau.

Persónulega þá spilar hann stórt hlutverk í lífi mínu. Ekki aðeins tónlistin sem hann gaf okkur, heldur hversu heillandi persónuleika hann bjó yfir, fallegu hugsjónirnar sem honum tókst að koma í orð og hnyttnin sem einkenndi hnitmiðaðan húmor hans.

John Lennon verður seint gleymt og ég vona að aðdáendur hans eigi ánægjulegan dag og minnist hans með friðsælum og ástríkum hugsunum. Höfum það líka í huga að ofbeldi og hatur er ekki af hinu góða, eins og Lennon heitinn fékk svo sannarlega að kynnast af eigin raun.

Friður.