Saga Uriah Heep er bæði löng og merkileg. Þeir komu fram á sjónarsviðið á sama tíma og Deep Purple og voru alltaf ásakaðir um að herma eftir Deep Purple. Það fannst gagnrínendum og tónlistarspekúlöntum allaveganna, sömu sögu er ekki að segja um almenning.

Gítarleikarinn Mick Box stofnaði ásamt nokkrum skólafélögum sínum hljómsveitina The Stalkers. Sveitin spilaði á krám og samkomum í bænum Walthamstow. Eftir að hafa spilað saman í nokkurn tíma hætti söngvarinn. Trommuleikarinn stakk þá upp á því að fá ungan frænda sinn í sveitina til að filla skarðið. Mick Box fann ekkert að því svo David Garrick, frændi trommaranns gekk í The Stalkers.

Box og Garrick náðu vel saman og ákváðu því að hætta að vinna og gerast atvinnu tónlistarmenn. Hinir meðlimir The Stalkers höfðu lítinn áhuga á þeim plönum og stofnuðu Box og Garrick hljómsveitina Spice. David Garrick breitti svo nafni sínu í David Byron. Trommarinn Alex Napier og svaraði smáauglýsingu í tónlistartímariti og var ráðinn í Spice. Bassaleikarinn Paul Newton bauðst líka til að hætta í The Gods og fara yfir í Spice. Spice fóru að semja egið efni og fór aðdáendahópurinn stækkandi. Mick Box tók þá bandið til endurskoðunnar og breitti nafninu í Uriah Heep (tekið úr David Copperfield eftir Charles Dickens).
Box var mykill aðdáandi Vanilla Fudge og réð því Hammond orgelleikara að þeirra fyrirmynd.
Fyrst var fengin sessionisti að nafni Collin Wood en þegar hann neitaði að gerast fastur meðlimur fékk Paul Newton orgelleikarann sem spilaði með honum í The Gods, til að ganga í Uriah Heep. Sá var Ken Hensley sem seinna meir átti eftir að verða aðal lagahöfundur Uriah Heep.

Með þessarri uppstillingu hófust upptökur á fyrstu plötunni, “Very ‘evy Very ‘umble”. Platan var æfð og samin í Hanwell Community Centre í London, í herbergi við hliðina á æfingaherbergi Deep Purple. Á meðan upptökum stóð hætti Alex Napier. David Byron tók þá ráðleggingum vinar síns, Elton John og réð Nigel Olson til að klára að tromma plötuna. “Very ‘evy Very ‘umble” kom út 19. júní 1970. Platan seldist vel þrátt fyrir að gagnrínandi Rolling Stone sagðist ætla að fremja sjálfsmorð ef Uriah Heep yrðu vinsælir.
Þegar Elton John hóf inreið sína í U.S.A. vantaði hann trommara, Nigel Olson svaraði þá kalli Eltons og yfir gaf Uriah Heep. Í stað hanns kom Keith Baker.

Þessi uppstilling tók upp plötuna “Salisbury”. Sú plata var vandaðri en sú fyrsta og var greinilegt að Uriah Heep var að nálgast þann stíl sem Mick Box lagði upp með. “Salisbury” (haust 1970) fékk góðar viðtökur hlustenda og voru gagnrínendur aðeins farnir að mildast.
Enn þurftu Uriah Heep að finna sér nýjan trommara því Keith Baker lét sig hverfa og heirðist aldrey meira af honum. Ian Clarke var hnuplað frá hljómsveitinni Cressida og lagt að stað til að sigra U.S.A. Þegar þangað var komið spiluðu þeir með soul bandinu Three dog night og Steppenwolf. Um leið og heim var komið var lagst í upptökur á þriðju plötunni.

Sumarið 1971 náði Uriah Heep takmarkinu þegar þeir gáfu út sína bestu plötu. Lögin voru heilsteipt. Öskrandi gítariff, Hammond orgel í hvínandi botni og kraftmykil söngrödd David Byron gerðu “Look at yourself” að meistaraverki. Platan náði meira að segja inná lista, 39. sæti í Bretlandi og var það í fyrsta skipti sem Uriah Heep náðu inná vinsældarlista.
Mick Box, David Byron og Ken Hensley voru orðnir bestu vinir, þeir náðu ótrúlega vel saman á sviði og við lagasmíðar. Það sama var ekki hægt að segja um Ian Clarke og Paul Newton, þeir voru svarnir óvinir og endaði deila þeirra með því að Paul Newton rauk á dyr. Hans stöðu tók Mark Clarke (óskyldur Ian trommara).
Eftir þessar ílldeilur var Ian Clarke beðin að hætta í hljómsveitinni, hann gerði það og tók Mark Clarke með sér.
Enn og aftur fóru Uriah Heep menn til hljómsveitarinnar The Gods og fengu nú trommarann Lee Kerslake. Kerslake hafði neitað að koma í Uriah Heep fyrir “Salisbury” plötuna en ætlaði ekki að gera sömu mistök aftur. Uriah Heep höfðu oft spilað á sömu stöðum og The Keef Hartley Band og hreifst Mick Box mykið af bassaleikarannum hjá Keef. Gary Thain hét maðurinn (og var Nýsjálendingur) og tók hann umsvifalaust boði um að koma í Uriah Heep.

Með Mick Box á gítar, David Byron sem söngvara, Ken Hensley á orgel, Lee Kerslake á trommur og Gary Thain á bassa hófst mesta blómaskeið Uriah Heep. Þetta var langsamlega besta uppstilling sveitarinnar og eftir að hafa fundið rétta tóninn á “Look at yourself” lá leiðin bara uppávið.

Platan “Demons & Wizards” kom út í byrjun árs 1972 og var í ellefu vikur á topp 40 í Bretlandi sem og að opna U.S.A. markaðinn með laginu Easy Livin’.

Eftir að “The magician’s birthday” kom út í nóvember 1972 fóru liðsmenn Uriah Heep að lifa hátt, fínustu fötin, stærstu limmosíurnar og besta dópið.

Tónleikaplatan “Live ‘73” (kom út í janúar 1973) er ein best tímasetta tónleikaplata fyrr og síðar því þá var sveitin algerlega á hátindinum.

1973 kom líka út platan “Sweet freedom” og gaf hún hinum plötunum ekkert eftir.

Í janúar 1974 ákváðu Heep menn að taka upp plötu einhverstaðar annarstaðar en í London og var stefnan sett á Munchen í Þýskalandi. Þar leið þeim ekki vel og ber platan “Wonderworld þess merki. Var hún talin það alversta sem sveitin hafði gefið út.

En léleg plata var ekki mesta vandamál Uriah Heep. Gary Thain var kominn á kaf í eiturlyf, meira en góðu hófi gengdi á þeim tíma. Thain varð alltaf slappari og slappari á tónleikum en í september 1975 small versta flóðbylgjan á.
Á tónleikum í Dallas ætlaði Thain að eiga eitthvað við bassamagnarann en ekki vildi betur til en hann fékk hörku raflost, með þeim afleiðingum að hann hætti að anda í smástund. Þegar hann var á sjúkrahúsi að jafna sig eftir stuðið kom eginkona hanns í heimsókn og sagðist ætla að skilja við hann. Og til að fullkomna allt fór Thain að sprauta sig með heróíni.
Eftir að mörg rifrildi við umboðsmann Uriah Heep og atvik sem endaði með því að Thain barði einn rótaranna til óbóta, var tekin sú ákvörðun að reka Garry Thain úr Uriah Heep. Það kom til framkvæmda í byrjun desember 1974.
Ári síðar, eða 8. desember fannst Gary Thain látin á heimili sínu, dánarorsök var of stór skammtur af heróíni.
Mykið fjölmiðlafár skapaðist í kringum brottrekstur Thain, dauða hanns og skipan eftirmanns hanns. Sá var ekkert smá nafn, John Wetton sem spilað hafði með King Crimson, Traffic og Roxy Music. Platan “Return to fantasy” var tekin upp í skyndi, en hún hafði tafist út af veseninu með Thain.

“Return to fantasy” sló heldur betur í gegn, varð söluhæsta plata Uriah Heep og þeir fylgdu henni eftir með heimsreisu sem tók rúmt ár.

Snemma árs 1976 var gefin út safnplatan “The best of Uriah Heep” og í kjölfar hennar stúdíóplatan “High and Mighty”.

Enn komu upp vandamál. David Byron hafði alltaf verið drykkfeldur en aldrey svo að það drægi niður frammistöðu hanns á tónleikum, fyrr en á High and mighty tónleikaferðalaginu. Eftir síendurteknar uppákomur á tónleikum var ákveðið að hann skyldi taka pokan sinn. Það gerðist í Júlí 1976.
Þegar fjölmiðlar voru fyrst að jafna sig eftir fárið í kring um Byron ákvað John Wetton að hætta líka.
Í þeirra stað komu bassaleikarinn Trevor Bolder, sem hafði spilað með David Bowie nánast frá byrjun, og hinn nánast óþekkti John Lawton.

Uriah Heep héllt sér á floti sem eitt af stæstu rokknöfnunum næstu ár með plötunum “Firefly”, “Innocent victim” og “Fallen angel”.

Árið 1979 var frægðarsól Uriah Heep farin að fölna. Mykklar mannabreitingar áttu sér stað og var Mick Box eini maðurinn sem hefur verið í öllum uppstillingum sveitarinnar síðan 1979.

Árið 1985 reyndi Mick Box að fá David Byron til að ganga aftur til liðs við Uriah Heep en áður en það tókst dó Byron úr hjartaslagi sökum ofdrykkju.

Sveitin er ennþá starfandi og er hún skipuð þeið Mick Box á gítar, Lee Kerslake á trommur (Spilaði með Ozzy Osbourne á Blizzard of Ozz og A diary of a madman meðan hann var ekki í U.H.), Trevor Bolder á bassa, Phil Lanzon á hljómborð og Bernie Shaw syngur.