James Douglas Morrison (Jim Morrison) fæddist 8.desember árið 1943 í Melbourne, Florida(dó 3.júlí 1971 í París, Frakklandi). Hann var nemandi í leiklistarskóla Kaliforníufylkis og hann þráði heitt að vera tónlistarmaður. Draumur hans um að stofna rokkhljómsveit að nafni “The Doors” rættist árið 1965, þegar hann söng “Moonlight Drive” fyrir skólafélaga sinn Ray Manzarek (f. 12.febrúar 1935 í Chicago, Illinois; hann lék á hljómborð). Honum þótti mikið til koma af Jim og bauð honum að ganga í R&B hljómsveitina sína, Rick And The Ravens, sem innihélt líka tvo bræður organistans. Ray fékk þá trommarann John Densmore (f. 1.desember 1945 í Los Angeles, California) til að ganga í hljómsveitina og þanni endurmótaði hljómsveitina. Þeir tóku upp sex lög eftir Morrison í World Pacific Studios. Það kviknaði upp samkeppni í hljómsveitinni og voru menn ekki alveg sammála um allt, þeir tóku upp lagið “Summer's Almost Gone” aftur og aftur og “End Of The Night”. Bræðrum Manzarek líkaði ekkert nýja efnið og hættu þess vegna seinna meir í hljómsveitinni. Robbie Krieger (f. 8.janúar 1946 í Los Angeles, California) gítarleikari kom í staðinn.

Morrison var nú söngvarinn og var hljómsveitin að æfa stíft. Fyrstu tónleikar The Doors voru á strippstað í London en seinna fóru þeir að spila reglulega á Whisky-A-Go-Go. En þeir voru samt sem áður reknir eftir að Morrison flutti lagið “The End” með svona rólegu yfirbragði. The Doors voru mjög umtalaðir meðal kráa- og klúbbeigenda, en hljómsveitin var að blómstra. Þeir áttu sér keppinaut innan bæjarins, Love, sem hafði komist á samning hjá Elekra Records, en þeir mældu svo með umboðsmanni The Doors, Jac Holzman, sem náði hljómsveitinni á samning árið 1966.

The Doors gáfu frá sér sína fyrstu plötu í kjölfarið, orgelleikur Manzarek var heillandi ásamt gítarleik Krieger og trommuleik Densmore. Rödd Morrison bætti miklum krafti við hljóðfæraleikinn, sem innihélt lög eins og “Break On Through” og 11 mínútna langa lagið “The End”. Frægasta lagið varð svo “Light My Fire” sem komst á toppinn í USA. Hin eldfima ímynd ásamt erótík blandað við dauða hefur síðan þá verið kennt við lagið. Velgengni þess skapaði ýmis vandamál, The Doors urðu misskilnir sem underground hljómsveit, og það hryggði Morrison þar sem að hann vildi að honum yrði tekið sem alvarlegum tónlistarmanni.

Á seinni plötu þeirra, Strange Days, hélt lög eins og “When The Music's Over”. Lagið “People Are Strange” komst inn á topp 20 í USA, en það var árið 1968 sem að annað lag með þeim fór á toppinn með laginu “Hello I Love You”. Lagið var einnig fyrsta lagið þeirra sem komst á toppinn í Bretlandi, þrátt fyrir að Ray Davies úr The Kinks hélt því fram að þetta væri líkt laginu þeirra “All Day And All Of The Night”. The Doors fóru á túr um Evrópu í kjölfarið. Einnig kom út stór sjónvarpsheimildarmynd, The Doors Are Open. Svo kom út platan þeirra “Waiting For The Sun” og sló í gegn. Samt sem áður, platan sem kom næst út, The Soft Parade, voru vonbrigði fyrir suma gagnrýnendur þrátt fyrir að lagið “Touch Me” komst á topp 3 í USA og lagið “Wishful Sinful” inná topp 50.

Áframhaldandi velgengni þeirra lagði meiri þrýsting á Morrison, sem hans gremja um að vera poppstjarna var vaxandi hratt. Hann fór að drekka og taka verkjapillur og kom það í ljós á tónleikum í Ameríku þegar Morrison kom með móðgandi athugasemdir og girti niður um sig. Morrison var kærður en síðar sýknaður en tónleikar sem hljómsveitin hafði verið bókuð á næstu mánuði voru aflýst. Það varð mikil breyting á hljómsveitinni eftir þetta.

Eftir að hafa lokið upptökum á næstu plötu, sú seinasta sem var gefin út af Elektra, fór söngvarinn til Parísar þar sem hann vonaði að eitthvað yrði úr honum sem rithöfundi og tónlistarmanni sameinað. Sorglega, fannst Jim Morrison látinn í baðkeri 3.júlí 1971 og var andlátið skráð sem hjartaáfall. L.A. Woman voru seinustu upptökur The Doors og innihélt hún lög eins og “Riders On The Storm”, sem er talið vera tímalaus klassík.

Eftirlifandi meðlimir The Doors störfuðu áfram undir nafninu á meðan aðrir söngvarar gegnuðu hlutverki Morrison, en hún var ekki sú sama án Morrison þannig að hljómsveitin hætti smám saman. Densmore og Krieger stofnuðu The Butts Band og tóku upp tvær plötur áður en hún hætti. Manzarek tók við ýmsum verkefnum annars sem listamaður, framleiðandi eða framkvæmdarstjóri, en hugmyndin um að stofna The Doors aftur hvarf ekki. Árið 1978 gáfu þeir út upptökur af L.A. Woman sem aldrei höfðu verið gefnar út. Og út kom platan An American Prayer sem sló algjörlega í gegn.

“The End” var svo notað í Apocalypse Now (1979), mynd eftir Francis Ford Coppola og hafði lagið mikil áhrif. Síðan þá hafa The Doors verið frægir og framtíðarrokkunnendur munu vafalaust nota þá sem fyrirmyndir. Árið 1991 kom út heimildarmynd um The Doors eftir Oliver Stone og Val Kilmer lék í henni sem Morrison.