James Patrick Page fæddist 9 janúar 1944 í úthverfi í N-London, Middlesex. Jimmy fékk innblásturinn til að spila á gítar frá áhrifamiklum mönnum eins og Scotty Moore, Elvis, James Burton og Johnny Day svo einhverjir séu nefndir. Forvitinn og áhugasamur að stækka tónlistarsmekk sinn, færðist hinn ungi Page í átt að blús og leit hann mikið upp til BB king og Elmore James. Stuttu eftir að hann hætti í skóla öðlaðist hann sinn fyrsta “túr”, Jimmy gaf rytma stuðning fyrir takt skáldið Royston Ellis.
Nú fóru hlutirnir að ske. Page þróaðist út í sín fyrstu almennilegu bönd; Red E Lewis and the red caps (ég sjálfur hefði valið betra nafn á hljómsveit) og fylgdi Neil Christian and the crusaders þar á eftir. Ef við stökkvum yfir smá tíma þar sem Page er í stöðugri leit að blús og nýjum hljómsveitum og athugum það þegar The Yardbirds báðu hann upphaflega að spila með sér, Page afþakkaði og benti kurteisislega á gítar galdramanninn Jeff Beck í starfið. En eftir annað ár af þrotlausri vinnu á gítarinn var Page loksins tilbúinn að sýna fram á hæfileika sína. Eftir seinna tilboðið frá The Yardbirds gekk hann í sveitina. Þó að vinsældir The Yardbirds fóru stigminnkandi í Bretlandi var hinn bandaríski háskólanemi að éta upp allt sem þeir gáfu út (The Yardbirds: háskólarokk? hehe). En sker rakst á bátinn, bandlið slitnaði upp og Jimmy Page og Chris Dreja voru skildir einir eftir í flakinu og ekki aðeins með réttinn að The Yardbirds nafninu heldur einnig öllum ábyrgðum þess að fylla út uppistandandi tónleikadagsetningar á Norðurlöndunum. Náttúrulega þurftu þeir að beita ýmsum brögðum við að setja upp nýja Yardbirds línu og þeir þekktu einmitt manninn til þess. Peter Grant hafði verið umboðsmaður The Yardbirds í stuttan tíma áður en þeir hættu,
Grant var sannkallað naut af manni og hafði verið atvinnu glímumaður, tvífari í kvikmyndum og útkastari á bara í London. The New Yardbirds var sett á stopp þegar Jimmy fór sóló og hjálpaði Jeff Beck í stúdíói, þeir voru þó ekki bara 2 því Keith Moon úr The Who var á trommur og John Baldwin (seinna þekktur sem John Paul Jones) var á bassa.