Þegar Eric Clapton hætti í The Yardbirds árið 1965, var það vegna þess að honum fannst hljómsveitin vera farin að einblína á að meika það með popptónlist á kostnað jazz/blues tónlistarinnar sem dró Clapton í The Yardbirds til að byrja með. Clapton hafði þá komið fram á tveimur fyrstu plötum The Yardbirds og hætti rétt áður en platan “For your love” skaut The Yarbirds uppá stjörnuhimininn. Honum var svo boðið að ganga til liðs við hljómsveitina John Mayall´s bluesbrakers. Þar var fyrir bassaleikarinn Jack Bruce, sem staldraði reindar stutt við í sveitinni en kom vel saman við Clapton. Eitthvað líkaði Eric Clapton ílla vistin í bluesbrakers og hætti hann þar fljótlega. Þar sem Clapton vildi eiða sem minnstum tíma milli banda ákvað hann að hitta Jack Bruce aftur og fá hann með í hljómsveit.

Þannig varð til ein mesta og besta hljómsveit allra tíma. Cream var stofnuð 1966 og var skipuð þeim Eric Clapton á gítar, Jack Bruce á bassa og Peter “Ginger” Baker á trommur en þeir reyndu að skiptast á að syngja en yfirleitt söng Jack Bruce. Rætur Cream lágu í blús og jazz en tónlistin var verulega skotin psychedelic rokki með rafmögnuðum hröðum gítarriffum.

Þessi nýi hljómur fór vel í fólk og þegar Cream gáfu út sína fyrstu plötu “Fresh cream” í byrjun árs 1967 komst hún inná topp tíu listan í Bretlandi. Sú plata var frekar blúsaðri heldur en psychedelic, en lög eins og “N.S.U.” og “I feel free” gáfu sterklega til kinna hvað í vændum væri.

Sú varð raunin á annarri plötu sveitarinnar, hinni frábæru “Disraeli gears” sem kom út síðla árs 1967. Þar fundu Cream sitt rétta sánd og lögðu heimin að fótum sér. Platan komst í topp fimm beggjamegin hafs og smáskífan með laginu “Sunshine of your love” opnaði Bandaríkin fyrir Cream.

Nú hófst æfintírið fyrir alvöru, stanslausar tóleikaferðir, endalausar vinsældir og þeir flutu í áfengi og eiturlyfjum. Árið 1968 gáfu þeir út plötuna “Wheels of fire”. Þessi tvöfalda plata toppaði alla lista. Á annarri plötunni var nítt efni (White room meðal anna) og á hinni voru tónleika útgáfur af nokkrum eldri lögum, fáar styttri en tíu mínútur. Einginn efaðist um að Cream væri orðin stæðsta og besta tónleikasveit í heimi.

En haustið 1968 endaði þessi hraðferð á toppinn með kvelli. Þeir Clapton, Bruce og Baker voru orðir ruglaðir af öllu dópinu og var farið að slettast allverulega upp á vinskapin. Bruce og Baker höfðu ekki talast við síðan “Wheels of fire” kom út og var Clapton orðin leiður á því að vera sáttasemjari og raunverulega það eina sem hélt sveitinni saman. Clapton ákvað því að hætta. Þannig endaði Cream-æfintírið jafn snögglega og það byrjaði. Þeir gáfu út eina plötu með lögum sem komust ekki á “Wheels of fire” árið 1969, sú hét “Goodbye” og seldist mjög vel. George Harrison spilaði með í laginu “Badge”.

Eric Clapton og Ginger Beker stofnuðu fljótlega súpergrúbbuna Blind Faith ásamt Steve Winwood úr Traffic og Rick Grech úr Family. Hún gaf út eina plötu “Blind faith” sem toppaði lista í U.S.A. árið 1969 og slundraðist síðan.

Eftir það spilaði Clapton með John Lennon’s plastic Ono band en aðalega með Derek & the dominos, fór síðan í meðferð og hóf sinn farsæla sólóferil.

Ginger Baker stofnaði tvær hljómsveitir áður en hann stofnaði The Ginger Baker trio þar sem hann spilar núna.

Jack Bruce stofnaði West, Bruce and Laing ásamt þeim Leslie West og Corky Laing úr Mountain (Felix Pappalardi sem var upptökustjóri Cream var með West og Laing í Mountain, þeirri frábæru hljómsveit) og spilaði með Frank Zappa á plötunni “Apostrophe”. Hann spilar nú með hinum ýmsu jazz böndum.

Aðal upphitunar hljómsveit Cream var Blue cheer sem ver snilldar sveit og ég mæi með henni.