Donovan - Hinn breski Bob Dylan Útaf því að ExWin sendi inn svo góða grein um Bob Dylan, datt mér í hug að senda inn grein um svar breta við Dylan. Snillinginn Donovan.

Donovan Phillip Leitch fæddist 10. mai 1946 í Glasgow en foreldrar hanns fluttust fljótlega eftir það til London. Donovan byrjaði ungur í tónlistinni og var farinn að taka upp demó átján ára. Þær upptökur bárust til stjórnenda sjónvarpsþáttarins Ready, steady, GO!! Og fékk Donovan að koma þar fram nokkuð reglulega árið 1965. Stuttu eftir það gaf hann út fyrstu plötuna “What's bin did and what's bin hid”. Þegar gagnrýnendur fóru að heyra plötuna heilluðust þeir algerlega og dubbuðu Donovan up sem hinn breska Bob Dylan. Smáskífan “Catch in the wind” náði inná topp fimm í Bretlandi og biðu menn spenntir eftir meira efni frá söngvaranum unga. Donovan gaf út aðra smáskífu “Colours” sem fékk mjög góða dóma og í kjölfar þess kom platan “Farytale”.

1966 kom út hin stórmerkilega “Sunshine superman”. Sú plata kom öllum á óvart, Donovan hafði ýtt folk-rokkinu til hliðar og innihélt þessi nýja plata gegnumsýrða psychedelic tónlist. En þrátt fyrir stefnubreitingarnar varð þessi plata enn vinsælli en hinar tvær. Titillagið komst samtímis á topp vinsældarlista Bretlands og U.S.A. og lagið “Mellow yellow” (Sem var notað svo snilldar vel í fóstbræðrum) komst í annað sæti á báðum listum nokkru síðar. Á plötunni koma fram með Donovan nokkrir sessionistar, þar á meðal Jimmy Page (Þá The Yardbirds, seinna Led Zeppelin).

Meðan “Sunshine superman” rúllaði inn peningum fyrir Donnovan, brá hann sér til Indlands til að læra hugleiðslu af Maharishi Mahesh Yogi ásamt ekki ómerkari mönnum en vinum sínum Bítlunum. Þegar heim var komið sagðist hann hættur allri eiturlyfjanotkun og notaði hugleiðslu með sömu áhrifum. Með þessar hugmyndir gerði hann plötuna “A gift from a flower to a garden”. Sú plata fékk frábæra dóma og seldist vel eins og allt sem Donnovan kom nálægt. Á þeirri plötu kemur við sögu bassaleikarinn Jack Bruce, sem þá var í Cream. “A gift from a flower to a garden” fór ekki mjög hátt á vinsældarlistunum þrátt fyrir góða sölu, enda engar smá plötur sem skygðu á, Sgt. Peppers plata Bítlana og Pet sounds með Beach Boys voru meðal þeirra.

1968 gerði Donovan plötuna “The hurdy gurdy man”. Aftur var gegnumsýrða psychedelic tónlistinn í fyrirúmi eins og á “Sunshine superman” og náði platan inná topp fimm. Eins og vanalega var haugur af sessionistum sem komu að plötunni. Við upptökur titillagsins gerðust einir merkilegustu hlutir rokksögunar, Jimmy Page og John Paul Jones kynntust og unnu saman í fyrsta skipti, atburður sem talinn er upphaf Led Zeppelin.

Árið 1969 gaf Donovan út plötuna Barabajagal, sem eins og ætíð seldist vel. Þar spilaði hljómsveitin Jeff Beck Group með honum. Í Jeff Beck Group voru þá meðal annara Jeff Beck, það gítargoð, Ron Wood (síðar Small Faces og The Rolling Stones) og hinn þá óþekti söngvari Rod Stewart. 1970 voru Donnovan og Jeff Beck Group aftur á ferð á plötunni “Open road” sem fór ekkert of vel í hlustendur.

Næstu plötur “Cosmic wheels” og “Essence to essence” komu út 1973 og fengu lélega dóma og seldust ílla. Eftir að platan “7-Tease” kom út 1974 ákvað Donovan að draga sig í hlé og huga að ljóðerð. Sammt læddi hann út plötu og plötu næstu ár en eingin þeirra fékk neina eftirtekt.

Árið 1991 gáfu Happy Mondays út lag sem var einskonar tribute lag til hanns, þeim tókst síðan að draga Donovan fram á sjónasviðið aftur og túraði hann með Happy Mondays í smá tíma. 1996 kom út comeback platan “Sutras”. Donnovan er enn í fullu fjöri og er á leið í tónleikaferð um U.S.A. í júlí.