Bob Dylan 24 maí, 1941 fæddist drengur að nafni Robert Allen Zimmerman í bænum Duluth Minnesota/USA. Seinna átti hann eftir að vera þekktur betur undir nafninu Bob Dylan, og vera einn fremsti lagahöfundur og söngvari síðustu aldar. Nafnið er líklegast tekið frá skáldinu Dylan Thomas, en Bob er stytting úr Robert.
1947 fluttist hann til Hibbing, þar sem hann kenndi sjálfum sér á bæði gítar og píanó. Árið 1962 gaf hann út fyrstu plötu sína, “Bob Dylan” en seldist hún aðeins í 5000 eintökum. Einnig hélt hann fyrstu tónleika sína undir því nafninu Bob Dylan. Árið 1963 spilaði hann fyrir aðalátrúnaðargoðið sitt, Woody Guthrie, sem sagði að hann ætti ekki eftir að vera góður lagahöfundur, en góður söngvari væri hann.
Á þessum tíma var hann með Joan Baez, stuttu seinna hætti hann með henni, og byrjaði með Söru Lownades. Á þessum tíma var einnig heimildarmyndin “Don't look back” tekin upp. 1967 kom svo út fyrsta “Bob Dylan's Greatest Hits” og innihélt hún mörg af frægustu lögum hans, meðal annars “Blowing in the wind”, “Mr. Tamborine man” og “Like a rolling stone”. Það ár lenti hann í mótorhjólaslysi í Woodstock en ári síðar dó faðir hans, Abraham. 1970 útskrifaðist hann svo sem heiðurs doktor í tónlist(Honorary Doctorate of Music) við Princeton Háskóla. 3 árum síðar komst svo fyrsta lagið hans á toppinn í Bandaríkjunum, “Knocking on heaven's door”, sem síðar var endurgert af Guns ‘n’ roses og nú fyrir skömmu af Arvil Lavigne. Ári seinna fór hann svo aftur að túra, eftir 8 ára hlé með The Band, en af því samstarfi kom svo tvöfaldur diskur, “Before the Flood”.
Árið 1978 kom svo myndin “Renaldo & Clara” þar sem hann og eiginkona hans þá verandi, Sara Lowndes, léku aðalhlutverkin. Myndin var hins vegar rétt undir 4 tímum og fékk aðeins 4.2 stjörnur af 10 mögulegum hjá kjósendum á http://us.imdb.com/Title?0078151 . Sama ár skýrðist hann kristinni trú en áður var gyðingur og sendi frá sér 2 trúarlegar plötur, “Slow train coming” og “Saved”. Um þetta leiti skyldi hann við konuna sína, Söru. 1983 var svo komið að því að gera tónlistarmyndband, og varð lagið “Sweetheart Like You” fyrir valinu. ‘85-’86 tók hann þátt í mörgum góðgerðar samkomum, stærstu þeirra voru “We are the world”(á móti hungri í Afríku), “Farm aid”(til styrktar bændum í Ameríku) og “Live aid”(góðgerðar samkoma skipulögð af Bob Geldon. 2 árum seinna var hann svo tekinn inní “The Rock&Roll Hall of Fame” af Bruce Springsteen. Tíundi áratugurinn var áratugur verðlauna hjá Dylan(sjá neðar), “Live at Royal Alberta Hall” kom út og “Highway 61 Interactive” kom út. 27. maí var hann lagður inná spítala, en talið var að hann væri með hjartagalla en sem betur fer náði hann sér eftir það. Eftir aldamótin héldu svo verðlaunin áfram að streyma inn, en árið 2001 dó góð vinur hans George Harrison(fyrrum meðlimur Bítlanna). Seinna sagði Dylan: “The world is a profoundly emptier place without him”. Þess má geta að hann er grænmetisæta og þekktur hass haus. Sem dæmi um það má nefna að hann man ekki um hvað “Like a rolling stone” er, svo skakkur var hann þegar það var samið. Þess má einnig geta að hann stundar heilsusamlegt líferni og leggur t.d. stund á box þessa dagana(tekið úr Jay Leno). Listi yfir plötur sem hann hefur gefið út má finna hér: http://bobdylan.com/albums/index.html .
Fjölskylda: Dylan átti 3 konur/kærustur, þær Joan Baez, Sara Lowndes og Carolyn Y. Dennis. hann átti 5 börn, 4 með Söru og eitt með Carolyn, Gabrielle Dennis-Dylan með Carolyn og Jesse, Jakob(fann því miður ekki fleirri, megið endilega segja ef þið vitið það) með Söru.

Verðlaun og viðurkenningar: Hann á 3 lög í “Grammy hall of fame”, Mr. Tamborine Man, Like a rolling stone og Blowing in the wind. Hann vann einnig Grammy verðlaunin fyrir “Best Male Rock Vocal Performance”(1979, 1997) tvisvar, sem og “Best Contemporary Folk Album incl. Best Ethnic or Contemporary Folk Recording”(1994 ,1997) og einnig “Lifetime Achievement”(1991) og einnig Óskarinn 2001 fyrir “Things have changed”

Personal quotes
“I think of a hero as someone who understands the degree of responsibility that comes with his freedom.”

Heimildir teknar af:
http://us.imdb.com/Bio?Dylan,%20Bob
http://bobdyl an.com
http://dylan.purecult.net/set.php?cont=bio
Vil líka þakka ari218 fyrir hjálp við að safna heimildum :)