Í upphafi þessarrar greinar vona að ég að bremsufar verði ekki pissed of út í mig fyrir þessa smá leðréttingu á grein hanns um Deep Purple og álíti mig hrokafullann.

Saga Deep Purple hefst í tveimur bílskúrum í London árið 1964 þar sem hljómsveitirnar “The Artwoods” og “The Outlaws” spiluðu. Í The Artwoods var orgelleikari að nafni Jon Lord. Nánar að honum seinna. Í The Outlaws var gítarleikarinn Ritchie Blackmore. Í desember 1966 fær Lord Sutch Blackmore til að ganga til liðs við hljómsveitina “Screaming Lord Sutch and the savages”, ekki gekk sú sambúð vel því í apríl 1967 var Blackmore komin í “Neal Christian and the cursaiders”, enn skipti Blackmore um sveit og fór yfir í “Mandrake root”. Þar entist hann fram í febrúar 1968 þegar hann gekk til liðs við nístofnaða hljómsveit sem hét “Roundabout”. Þar hitti hann fyrir áðurnefndan Jon Lord og bassaleikarann Nick Simper, ásamt nokkrum öðrum. Mánuði seinna eða í mars 1968 klofnaði “Roundabout”. Trommarinn og söngvarinn stofnuðu hljómsveitina “Bodast” en Lord, Simper og Blackmore fengu tvo liðsmenn “The Maze” til liðs við sig, söngvaran Rod Evans og trommarann Ian Pace. Saman stofnuðu þeir “Deep Purple”. Fyrsta giggið þeirra var 20. apríl í Kaupmannahöfn og gaf þessi uppstilling Deep Purple út plöturnar The Shades of Deep Purple, Book of talesyn og Deep Purple. Þessar plötur komust inn á topp 200 í USA en hlutu sama og eingar vinsældir í Bretlandi, fyrir utan lagið Hush. Eftir þessar þrjár plötur og lítin árangur hættu Nick Simper og Rod Evans. Í stað þeirra kom Ian Gillan söngvari og Roger Glover bassaleikari, báðir úr hljómsveitinni “Episode 6”. Nú fóru hlutirnir að gerast og innan skamms var Deep Purple orðin að þeim goðsögnum sem við þekkjum þá sem. En mitt í allri þessarri velgengni gerðist það að Ian Gillan var einn daginn ekið í skyndi á sjúkrahús og var þaðan sendur á heilsuhæli. Umboðsmenn Deep Purple sögðu hann hafa fengið taugaáfall en margar heimildir segja að hann hafi overdosað og verið sendur í meðferð eftir það. Í stað Gillan var fengin hinn frábæri söngvari David Coverdale. Þetta gerðist í júní 1973, Gillan stofnaði svo “The Ian Gillan band” í september 1975 en breitti nafninu í “Gillan” í ágúst 1978. Roger Glover var ekki alveg sáttur við þessa mannabreitingu og hætti í kjölfar Gillan. Bassaleikarinn Glen Huges kom í hans stað. Þannig starfaði hljómsveitin fram í Mai 1975. Þá hætti Ritchie Blackmore og gekk til liðs við “Rainbow” og hitti þar Ronnie James Dio sem síðar var fengin í Black Sabbath þegar Ozzy Osbourne var rekin. Í stað Blackmore kom Tommy Bolin úr “James gang”.

Í mars 1976 ákváðu Deep purple menn að hætta. Seinasta giggið var í Liverpool 15. mars 1976. Jon Lord og Ian Pace stofnuðu “Pace, Ashton and Lord”. David Coverdale fór í “Whitesnake” og Tommy Bolin dró sig úr sviðsljósinu.

Á meðan Deep Purple starfaði ekki höfðu fyrverandi meðlimirnir nóg að gera. Jon Lord og Ian Pace fóru á endanum yfir í “Whitesnake”, Roger Glover gekk til liðs við “Rainbow” og hitti þar aftur Ritchie Blackmore. Ian Gillan lagði niður Gillan 1982 og gekk til liðs við Black Sabbath.

Árið 1983 datt Deep Purple mönnum það í hug að taka comeback. Jon Lord og Ian Pace hættu í “Whitesnake”, Ritchie Blackmore og Roger Glover hættu í “Rainbow” og Toni Iommi sparkaði Ian Gillan úr “Black Sabbath. Þetta kombak varði til ársins 1989. Þá hætti Ian Gillan og Joe Lyn Turner var fengin úr ”Yngvie Malmsten“. Gillan stofnaði nyja hljómsveit í kringum sig tvisvar, þrisvar á ári þangað til hann fór aftur í Deep Purple 1992. Í desember 1993 hætti Ritchie Blackmore og fór aftur í ”Rainbow“ og þar var hann þegar ég frétti af honum síðast. Í hanns stað kom Joe Satriani. Satríani hætti í ágúst 1994 og við honum tók Steve Morse úr ”Steve Morse band“. Þessi uppstilling er starfandi núna.

David Coverdale hélt ”Witesnake“ gangandi til 1993 þegar hann og Jimmy Page úr Led Zeppelin stofnuðu ”Coverdale/Page"

Ég vona að þessi grein hafi ekki verið of löng, heldur fræðandi og góð. Allar heimildir eru úr The official Deep Purple family tree.