Led Zeppelin er að mínu mati besta hljómsveit allra tíma og er ég ekki einn um það. Hljómsveitin var saman sett af söngvaranum Robert Plant, gítarleikaranum Jimmy Page, trommaranum John Bonham og bassa- og hljómborðsleikaranum John Paul Jones.
Hlómsveitin varð til úr ösku The Yabirds, en Jimmy Page hafði verið að spila með henni. Nú fóru tveir meðlimir úr The Yabirds og voru þá bassaleikarinn Chris Dreja og Jimmy Page eftir. Nú þurfti Page að láta hendur standa fram úr ermum því þeir voru að fara í tónleikaferð og vantaði söngvara og trommara. Í ágúst 1968 réð Page Robert Plant sem söngvara og ekki skánaði það eftir það því sama mánuð hætti bassaleikarinn. Réð þá Page John Paul Jones á bassann, en þeir höfði starfað saman áður. Að lokum ráðlaggði Plant Page að ráða John Bonham sem trommara,en þeir höfði spilað saman í Band of joy. Fóru þeir í tónleika ferðina og gekk mjög vel.

Má segja að byrjunin hafi verið í júlí 1968 og í október sama ár breyttu þeir nafninu úr The New Yabirds í Led Zeppelin. Áður en 1968 kom að enda voru þeir komnir með samning við Atlantic Records og gerðu sinn fyrsta disk. Snemma árið 1969 fóru þeir í tónleikaferð til Bandaríkjanna til að kynna diskinn sem kom út í janúar. Tveim mánuðum eftir að hafa verið gefin út var diskurinn Led Zeppelin kominn á topp 10 listann í USA. Yfir allt árið voru þeir að ferðast í Bandaríkjunum og Englandi að halda tónleika. Á ferðalagi sínu tóku þeir upp næsta disk, Led Zeppelin II. Þessi diskur trónaði á toppnum í Bandaríkjunum í 7 mánuði. Nú var Zeppelin orðin heimsfræg og voru þeir að halda tónleika í gegnum allt árið.

Þegar næsti diskur kom út, Led Zeppelin III, var alvaran orðin aðeins meiri og yfirbragðið hafði meiri goðsagna tón yfir sér. Það var samt ekkert miðað við næsta disk sem kom út undir engu nafni en er almennt kallaður Led Zeppelin IV. Á þessum disk voru þekktu lögin Black dog, Rock and Roll, The Battle of Evermore, Stairway to Heaven, og When the leeve breaks. Diskurinn náði aldrei toppnum í USA en var samt mest seldi diskur allra tíma, þ.e.a.s. seld voru meira en 16 milljón stykki. Ekki nóg með að þetta sé mest seldi diskur í heimi, er hann líka einn af “Heilögu þrenningu breska rokksins”, en það eru diskarnir Led Zeppelin IV, Paranoid(Black Sabbath) og Machine Head(Deep Purple). Á disknum er heimsþekkta lagið Stairway to Heaven, sem er besta lag rokksins og besta lag Zeppelin. Það varð mest spilaða lag í sögu útvarps og er meistara stykki út af fyrir sig. Næstu diskar voru þessir: Houses of the Holy(1973), Physical Graffiti(1975), Presence(1976) og In through the Out door(1979).

Endalok hljómsveitarinn voru svo 25. september 1980 en þá fannst trommuleikarinn John Bonham dauður í sinni eigin ælu á rúminu sínu. Í desember sama ár tilkynntu Led Zeppelin að þeir væru hættir. Allir meðlimir hljómsveitarinnar hófu sóló feril en gaf Jimmy Page þó út einn disk með Zeppelin lögum sem höfðu verið áður óútgefin árið 1982.

Þegar allt kemur til alls var það ekki einungis það hversu svakalega þeir náðu að blanda saman rokkinu og rokkuðum blússkölum sem gerðu þá svona góða. Led Zeppelin samdi lög sem voru mun meiri tónlist en nútíma rokk og voru pælingar og sögur á bakvið flest lögin þeirra. Led Zeppelin hafði dulúð og það náði að gera þá að goðsögn. Eina sambandið sem aðdáendur höfðu við þá var í gegnum tónlistina þeirra og tónleika því þeir leyfðu mjög sjaldan viðtöl. Er niðurstaðan að Led Zeppelin er hornsteinn rokksins og má enginn sem telur sig hafa áhuga á rokki láta þá fara framhjá sér.