Flottustu sólóin Jæja, hvaða hljómsveit finnst ykkur vera að taka flottustu sólóin í sínum verkum (Gullaldarhljómsveitir þ.e.a.s.)?

Sjálfur verð ég að nefna Pink Floyd, Dave Gilmour er einfaldlega sá flottasti í sóló-bransanum. Ekki einatt að hann eigi besta sóló sögunnar að mínu mati í Comfortably Numb, heldur var ég áðan að hlusta á lagið The Fletcher Memorial Home þar sem að hann hamrar sóló flottari því en flestir tónlistarmenn eiga nokkurn tíma eftir að semja, eitt af þeim hvað skal segja, svo óendanlega kraftmiklum (tékkið á þessu lagi til að sannfærast). Og þetta er sko ekki einasta dæmið, t.d. í meistaraverkinu Shine on You Crazy Diamond sem að passar fullkomlega inn í verkið. Og svona má lengi telja, In The Flesh, Another Brick in the Wall og svo framvegis og svo framvegis. Undanfarið hef ég verið að hlusta enn meira og meira á Pink Floyd og ekki að ástæðulausu. Þessi hljómsveit er einfaldlega sú næst besta (það toppar nú enginn The Beatles :) ) og tryggir sig meira og meira í þeim sessi.

Í annað sæti held ég að ég setji Led Zeppelin með sólógítarleikarann Jimmy Page. Það er ekki að ástæðulausu að þessi snillingur sé talinn einn sá allra besti sem nokkurn tíma hefur gengið á þessari jörð, og eru ekki ófá sólóin sem hann hefur töfrað fram.


Að endingu vil ég svo taka fram, að þó svo að mikið hafi verið af topplistaumræðum hérna á áhugamálinu upp á síðkastið, datt mér þessi grein skyndilega í hug, og ákvað að fresta henni ekki þangað til síðar. Haldið auðvitað að sjálfsögðu áfram að senda inn greinar um annað efni en topplistana, verið virk á áhugamálinu and ROCK ON!!!