Los Beatles Allir bítla-aðdáendur vita um plötuna 1. Og það eru öll topplög bítlana á einum disk. 27 talsins, þótt þeir gerðu 29 hit-lög þá eru bara 27 á disknum, ég veit ekki alveg ástæðuna fyrir því, þeir gátu alveg sleppt Ballad of John and Yoko sem er örugglega leiðinlegasta bítla-lag allra tíma og sett please please me í staðinn. En allavega, þá hlustaði ég eiginlega bara á á 1 og þá ákvað ég að gera aðra safnplötu með Bítlunum sem heitir einfaldlega 2. þar eru öll góðu lögin sem eru ekki á 1. Lagaröðin er í þeirri röð og þau voru gefinn út(eins og á 1) Hérna er laga-listinn.

1. Please please me
(Þetta er á samnefndri fyrstu plötu bítlanna, frábært lag, það náði toppsæti á Breska listanum en samt er það ekki á 1)
2. I saw her standing there
(Þetta er líka á Please please me, þetta er eitt af uppáhalds bítla-lögunum mínum, hratt og skemmtilegt)
3. Twist and shout
(Þetta er reyndar ekki Bítla-lag en þeir gerðu þetta lag frábært, þvílíkt stuð-lag og þeir vildu helst enda tónleika á þessu lagi því það eyddi röddinni svo mikið á John að hann gat varla talað eftir að hann var búinn að syngja lagið)
4. It won´t be long
(Örugglega leiðinlegasta lagið á plötunni, en það er samt frábært)
5. All my loving
(Þetta lag er á With the Beatles, þetta er eitt af fyrstu lögunum sem kunni á gítar)
6. You´ve got to hide your love away
(Þetta er mjög “þroskað” lag mundi ég segja, stendur uppúr fyrstu lögunum sem voru bara “I love you and you love me” sem eru ekkert léleg þrátt fyrir það)
7. You´re going to lose that girl
(Mjög skemmtilegt lag, það heitir ekki You´re gonna lose that girl heldur eins og það stendur fyrir ofan)
8. Drive my car
(Byrjunarlagið á hinni frábæru Rubber Soul, sem er uppáhalds bítla-platan mín þessa daganna, hélt lengi um tíma að þetta væri eftir Harrison)
9. Norwegian wood (This bird has flown)
(Frábært lag með mjög skemmtilegu undirspili, líka eitt af fyrstu lögunum sem ég kunni á gítar)
10.Nowhere man
(Annað lag á Rubber Soul, margt fólk þreytist á þessu lagi en ekki ég)
11.In my life
(Mjög flott gítar-pikk í þessu lagi, og flott röddun líka)
12.Taxman
(Lag með frábærum texta eftir hinn fráfallna George Harrison, eitt af uppáhalds bítla-lögunum mínum)
13.Strawberry fields forever
(Eina lagið sem ég átti ekki á breiðskífu og þurfti að ná í á netinu. Frábært lag sem John samdi um munaðarleysingjahæli í Liverpool. Með flottum trommutakti í endann hjá Ringo, með hinni frægu setningu “Cranberry Sauce” sem hefur oft verið misskild)
14.Sgt. Pepper´s lonely hearts club band
(Ég setti þetta lag í toppsætið yfir uppáhalds bítla-lögin mín í könnunninni (doldið mikið af n-um) hér á huga, en það er samt alltaf að breytast, Þetta lag er af samnefndri plötu og er þetta band aðal-hljómsveitin í Pepperland í myndinni Yellow Submarine)
15.Lucy in the sky with diamonds
(Þetta lag er ekki um LSD eins og margir halda, samkvæmt John sá hann mynd sem Jules var búinn að teikna og þá spurði John “What´s this” og Jules svaraði “Lucy in the sky with diamonds”. En nafnorðin í titlinum stafa LSD en bítlarnir voru á kafi í því á þessum tíma, þá sérstaklega John sem samdi þetta lag)
16.Back in the U.S.S.R.
(Ég veit ekki baun um hvað þetta lag er um, en USSR eins og flestir vita er sovíet-ríkin og Paul er Breti og hann er að segja hvað USSR er frábært og að hann á heima þar og eitthvað, annars er þetta frábært lag á frábærustu plötu bítlanna)
17.Dear Prudence
(Flott gítar-plokk og mjög mjög flott lag)
18.Glass Onion
(Í byrjun lagsins er vísað í lagið Srawberry Fields Forever, þetta eitt eitt af lögunum sem rétt slapp á þennann safndisk, en ég sé svo sannarlega ekki eftir því, því þetta er einstakt lag)
19.Ob-la-di, Ob-la-da
(Þetta er leiðinlegasta bítla-lagið að mati föður míns, en ég er greinilega ekki sammála, þetta er mjög skemmtilegt lag og gaman að spila það)
20.Wild honey pie
(hmmmm góður texti, og flott undirspil)
21.While my guitar gently weeps
(Úfffff þetta er svo ótrúlega frábærlega snilldarlega gott lag. Þetta lag er eftir George Harrison og Eric Clapton er á sólógítarnum)
22.Blackbird
(Frábært lag, bara söngur, gítar og taktmælir eða eitthvað því um líkt gítarinn er alveg frábær í þessu lagi, þetta lag er líka mjög gott á I am Sam disknum, þar sem hinir og þessir taka lög eftir bítlana)
23.Why don´t we do it in the road
(Öðruvísi lag þar sem Paul notar sömu rödd og í Get Back og nokkrum öðrum lögum. Frábær söngur hjá Paul og enn og aftur góður texti)
24.Oh! Darling
(Flott lag á Abbey Road plötunni)
25.I wan´t you (She´s so heavy)
(Þetta er 7 mínútu langt lag á Abbey Road og er algjör snilld og grípandi, endirinn er dáldið ófagmannlegur, en er það ekki bara kúl?)
26.Her majesty
(Aðal ástæðan fyrir að ég setti þetta lag var útaf því það er svo stutt(26 sek), en það er líka gott)
27.Across the universe
(Yndislegt lag á seinustu plötu Bítlanna)
28.Real love
(Lag eftir John Lennon, lagið var gefið út á anthology diskunum. Það fannst gamalt demó þar sem J. Lennon var að spila lag á píanóið sitt og svo var það allt hreinsað og svo var bætt inn gítar, bassa og trommur frá hinum bítlunum og útkoman var þetta mjög góða lag, þetta lag er samt ekki með hinn klassíska Lennon/McCartney stimpil á því heldur bara Lennon)

ðets itt. Svo mun ég örugglega gera 3 líka og 4 og 5 og 6 og 7. Það eru bara svo mikið af góðum bítla-lögum.