Guli Kafbáturinn (og frétt aldarinnar) “In the town where I was born
Lived a man who sailed to sea
And he told us of his life
In the land of submarines”

Flestir hafa nú heyrt um Gula kafbátinn einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta er að sjálfsögðu teiknimynd þar sem að Bítlarnir voru aðalpersónurnar í og fjallar í stuttu máli um það þegar Bítlarnir eru fengnir til “Pepperland” til að hjálpa íbúum þess þegar “The Blue Meanies” sem hata tónlist og koma aftur á gleðilegu lífi og tónlist í landinu.

En þetta var nú ekki aðalatriðið með þessari grein minni, heldur var það tónlistin.

Á disknum eru ýmis lög, m.a. mörg eftir George Martin upptökustjóra þeirra, en einnig eftir Lennon og McCartney, m.a. hið stórskemmtilega All Together Now. En titillagið, Yellow Submarine, sem reyndar hafði verið gefið út áður, býr yfir einu leyndarmáli (nú væri gott að setja á X-Files lagið :o) )

Og nú er komið að aðalatriði greinarinnar. Haldið ykkur fast því að…….




Í laginu er íslenska!!!!

Nú megið þið taka X-Files lagið af og setja á Yellow Submarine. Því ótrúlegt en satt er töluð íslenska í þessu frábæra lagi. Ef þið eigið Yellow Submarine diskinn hefst talið þegar 1:35 er búin af laginu. Ég er ekki viss með aðrar útgáfur en þegar talið hefst í laginu, þ.e. þegar söngurinn stoppar. Það er greinilega sagt: “Full speed ahead Mr. Garrison, full speed ahead.” En svo kemur stóra atriðið, næst er skýrt og greinilega sagt:


“HLJÓMSVEITIN ER ÍSLENSK”

Og nei, ég er ekki ímyndunarveikur því að allir þeir sem ég hef borið þetta undir hafa einnig heyrt þetta klárt og skýrt. Og það merkilega er að ég get ekki fundið neitt í ensku sem líkist þessu hvernig sem ég reyni. Og það sem rennir enn sterkari stoðum undir grun minn er að skömmu síðar heyrist líka sagt: “Truflun, truflun” og ímynda ég mér að fullur íslenskur sprelligosi hafi laumað sér í stúdíóið og sagt þetta í hljóðnemana (líklegast er þó að þeir hafi gert þetta viljandi, þetta er nú um sjómenn og nóg var nú af íslenskum sjómönnum í Bretlandi fyrr á tímum).

Þykir mér þetta mjög merkilegt og hvet ég alla til að kanna málið, og segja svo hvað þeim finnst. Því ólíkt öðrum dæmum sem fjalla um svipuð mál er þetta mjög greinilegt og líkist engu í ensku.

Megum við þá ekki fara að kalla Bítlana Íslandsvini :)