Ég vill meina að Shine on your crazy diamond sé eitt allra besta lag sem gefið hefur verið út, fyrr og síðar. Það kom fyrst fyrir eyru almennings sem fyrsta lagið á plötunni “Wish you were here”, sem var auðvitað meistaraverk út í gegn, og síðari partur lagsins var einnig 5. lag sömu plötu, báðir hlutarnir eru auðvitað frábærir sitt í hvoru lagi, en spilaðir saman eru þeir guðdómleg snilld.
Dag einn sátu þeir Roger Waters og David Gilmour saman í stúdíó, ekkert sérstakt var að gerast, nema að þeir voru að leggja lokahönd á plötu, þar sem að þeir sátu og voru að leggja saman gítara sína, datt Roger Waters inn á fjóra tóna, fjórir þungir og sorgmæddir tónar (sem að finnast um miðbik forspils fyrri hluta lagsins), David Gilmour bað hann að spila þetta aftur, um leið og hann heyrði þessa sorgmæddu og raunalegu tóna, datt honum í hug æskuvinur sinn, og fyrrverandi meðlimur Pink Floyd, Syd Barrett. Út frá þessum fjóru tónum spratt um það bil 15 mínútna lag, og framhald á því, sem er ekki mikið styttra. Textarnir, sem að mörgum hafa reynst ómögulegt að setja í nokkurt samhengi, fjalla í raun um Syd Barrett, og hans sorglegu ævi, þar sem að hann fór yfirum á LSD tryppi.
Þegar verið var að leggja lokahönd á plötuna, og þeir félagar voru að mixa, og breyta og bæta Shine, kom týttnefndur Syd Barrett í heimsókn í stúdíóið, hann var ekki lengur þessi mjói sláni sem David hafði alist upp með í Cambridge, heldur var hann orðinn akfeitur, hafði krúnurakað sig og rakað af sér augnbrúnirnar. Þeir spurðu að sjálfsögðu “Af hverju ertu orðinn svona feitur?” Barrett svaraði um hæl “Vegna þess að ísskápurinn minn er svo stór”, en hann hafði verið meðlimur þegar fyrstu 3 plötunar voru gefnar út, en eftir að Pink Floyd sló rækilega í geng með sinni fjórðu plötu Dark side of the moon, jókst eftirspurn eftir eldra efni alveg gríðarlega, og Syd, sem hafði átt flest lögin af hinum 3 plötunum, fór allt í einu að fá risastórar ávísanir sendar heim, þannig að hann flutti út úr kjallara móður sinnar, og í penthouse íbúð á besta stað í London. David Gilmour brast í grát þegar hann sá hvernig örlögin höfðu leikið hans kærasta æskuvin, en Syd var ekkert með á nótunum, hann sat með þeim allan daginn þar sem að þeir voru að leggja lokahönd á lagið, aftur og aftur hlustaði hann á lagið, og það eina sem hann sagði var “Þetta er býsna gott lag strákar”, aumingja Syd gerði sér enga grein fyrir þvi að þetta lag fjallaði um hann. Hann lét sig hverfa úr stúdíóinu, og hefur ekkert til hans spurst síðan, þó að menn komi öðru hverju fram og segist hafa hitt goðið í einhverjum smábænum í litlu landi.