Ég var um daginn að slæpast eikkað inná rokk áhugamálinu og rak þar augun í grein eftir góðvin minn Past og fjallaði þessi grein um Pink Floyd. Ég las greinina og fannst hún vægast sagt mjög góð og ættu þeir sem að hafa einnig lesið þessa grein að finnast það líka.
En ég kom ekki hérna til þess að vera að skrifa um aðra grein heldur til þess að skrifa mína eigin. Það er ekki vegna þess að ég er ná mér í stig eða koma mér á eitthvern ofurhugalista heldur til þess að votta mína virðingu til þessarar ótrúlega byltingarkennduu og frumlegu hljómsveit Pink Floyd
En nóg komið.
Sagan hefst í Cambridge á Englandi. Í þessum bæ voru Syd Barret, Roger Waters og David Gilmoure skólafélagar og töluðu þeir oft og mikið um það að stofna hljómsveit. En eftir að þeir útskrifuðust fór Gilmore í listaháskóla í London, Syd fór eikkað að slæpast í sveitum Englands og Waters fór að læra arkítektúr í London.
Í náminu í London kynntist Waters, Nick Mason og Rick Wright. Þeir stofnuðu R&B band sem kallaðist Sigma og var uppröðun þess þannig að Waters spilaði á gítar, Mason á trommur og Wright á hljómborð, einnig í bandinu voru bassa leikarinn Clive Metcalve og söngkonan Juliette Galve(sem seinni giftist Wright).
Þessi uppstilling entist þó ekki mjög lengi vegna þess að Gale og Metcalfe fóru úr hljómsveitinni. þá skipti Waters yfir á bassa og kom þá Bob Close á gítar í staðinn.
Í enda ársins 1965 gekk kappin Syd Barret til liðs við þá og breyttu þeir þá nafni sínu í Pink Floyd. Nafnið er til heiðurs blúsurunum Pinkney “Pink” Anderson og Floyd Council.
Undir stjórn Barrets virkuðu þeir ekki eins og plötukóngarnir sem þeir urðu seinna á þessum tíma voru þeir mun “sýrðari”.
Þeir tóku upp sitt fyrsta lag “Lucy Leaves” árið 1966 og fékk hljómsveitinn þónokkra athygli vegna lagsins en ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Þeir byrjuðu þá að spila sona “underground” í London og gerðu þá tilraunir með ljósasýningar og undaraleg hljóð(á þeim tíma) sem aldrei höfðu heyrst úr hljóðfærum.
Snemma árið 1967 skrifuðu þeir undir samning hjá EMI records og gáfu út fyrsta slagarann “Arnold Layne”, þó þetta lag líktist ekki mjög sviðsframkomu þeirra náði það þó í topp 20 í Bretlandi.
Næsti slagari þeirra eins og ég vil kalla það hét “see emily play”(undursamlegt lag:) og varð það lag mun vinsælla en það fyrra og náði sjötta sæti á breska vinsældar listanum. seinna árið 1967 gáfu þeir út sinn fyrsta disk og kallaðist hann “the piper at the gates of dawn” og þrátt fyrir að innihalda hvorki “Arnold Layne” eða “See Emily play” varð diskurinn topp tíu efni og var honum lýst sem einum besta psycadelic(sýru)disk sögunar fyrir utan “sgt peppers” disk bítlana.
Vegna mikilar velgengni disksins fóru félagarnir að túra. Þeir túruðu með Jimi Hendrix um Bandaríkin en það var þá sem að Syd byrjaði að sýna merki um hann væri veikur. Syd var hreinræktaður snillingur og eiga snillingar oft það til að vera frekar klikkaðir og er það einmitt þannig í máli Barrets. Einnig hjálpaði ekki mikið til að hann var djúpt sokkin í notkun LSD. Á tónleikum var það oft þannig að hann byrjaði oft að spila tónlist bara upp úr þurru sem tengdist á engan hátt tónleikaprogramminu eða tónlistinni þeirra og stundum kom fyrir að hann spilaði ekkert yfir höfuð.
Í lok ársins 1967 gáfu þeir félagar út sinn þriðja slagara “apples and oranges”, þó að tvö önnur lög “vegetable man” og “scream thy last scream” hefðu átt að koma þá var Syd of grillaður til að ljúka við þau. Þarna vissu meðlimirnir að hljómsveitinn myndi falla ef ekki væri gripið inní svo að þeir þeir réðu gamla skólafélaga Barrets og Waters, David Gilmoure. Hann átti þá að gerast aðalgítarleikari þeirra en átti Syd samt að vera áfram bara ekki spila á tónleikum. En þessi hlutskipti entust ekki lengi vegna þess að núna var Syd orðinn alveg kexruglaður og fór hann tveimur mánuðum eftir að David gekk í bandið.
Eftir að Syd var farinn breyttist margt í hljómsveitinni og í staðinn fyrir að tapa áhangendum sínum græddu þeir fleiri.
Waters tók yfir næstum alla textasmíð og bætti líka úr skák að Gilmoure var frábær á gítar.
Næsti diskurinn þeirra “saucerfull of secrets” var þó nokkuð keimlíkur fyrri ´stíl þeirra en þó ekki mikið.
Árið 1971 gáfu þeir út “Meddle” og voru þá breytingarnar eftir að Syd fór farnar vel að segja til sín og fékk þessi diskur mjög góða dóma.
En svo árið 1973 gáfu þeir út meistaraverkið sitt “Dark side of the moon”. Þessi diskur var og er einn best seldi diskur allra tíma, hann seldist í 25 miljónum eintaka eða 25 föld platínum sala.
Diskurinn var á vinsældar listum í næstum því áratug. Hljóðbrellurnar á disknum eru dásamlegar og sagt var að eitt það unaðslegasta sem maður gat gert væri að hlusta á diskin með headphones og reykja gras á meðan :). Einnig var það þessi diskur sem varð til þess að Pink Floyd voru viðurkenndir af Bandaríkjunum og öllum heiminum sem ótrúlegir tónlistar menn.
Svo eftir þessa plötu hefur fólk örugglega hugsað hvernig í fjandanum þeir ætlauðu að hafa fæturna á næstu plötu þar sem sú fyrri hafði hælana en tókst þeim ágætlega að uppfilla kröfurnar sem settar voru með “Wish you where here” sem gefinn var út árið 1975. Diskurinn var sagður eiga að bæði vera tileinkaður Syd Barret og einnig átti hann að fjalla um hversu fjarlægir hljómsveitar meðlimirnir voru hvern annan á tímabili eins og cover plötunar gefur til kynna. Til minningar um Syd var hinsvegar 17:30 minutna lag að nafni “shine on you crazy daimond” og myndi ég telja þetta eitt af bestu lögum tónlistarsögunnar(þetta er náttúrulega bara smekksatriði).
En öllum til undrunar fengu meðlimir hljómsveitarinnar óvæntan gest þegar þeir voru að taka upp diskin. Engan annan en sjálfan en meistara Syd og var þetta í fyrsta skipti sem nokkur þeirra sá hann í 6 ár og því miður það síðasta.
Næsti diskur þeirra “Animals” sem kom árið 1977 var hittin en fékk ekki jafngóðar móttökur og hinir diskarnir og er það örugglega því að kenna að vandamál voru byrjuð að blossa upp í hljómsveitinni. Svo virtist sem mikið um ósætti væri að ræða og upp komu sögusagnir um endir hljómsveitarinnar.
En þó árið 1979 gáfu þeir út tvöfaldan disk “The Wall” og varð hann næst mest seldi diskurinn þeirra og varð slagarinn “another brick in the wall” eina lag þeirra sem náði efsta sæti á breska vinsældar listanum. En samböndin milli meðlima voru byrjuð að versna. Waters og Wright höfðu ekki verið sáttir við hvorn annan í mörg ár og heimtaði Waters að Wright yrði rekinn og var honum hent úr badninu árið 1980. Á meðan var Gilmoure brjálaður útí Waters yfir hversu lítið hann fékk að njóta af velgengni “Wall” og tók Mason málstað Gilmoures í þessu máli.
Allir héldu að núna væri þessu endanlega lokið hjá Pink Floyd en öllum til undrunar gáfu þeir út “the final cut” árið 1983 en var þessi diskur mun meira svona solo verkefni hjá Waters og Gilmoure og kom Mason þessum diski lítið við og líka þegar Wright var farinn vantaði mikið upp á rafmögnuðu hljóð galdrana sem þeir voru svo þekktir fyrir. Þessi plata var þess vegna mikil vonbrigði fyrir marga sterka Pink Floyd aðdáendur.
Stuttu eftir útgáfu disksins hætti hljómsveitinn. Allir meðlimir gerðu eikker solo verkefni en á endanum ætluðu Mason og Gilmoure að stofna hljómsveitina upp á nýtt en því var Waters ekki hlinntur.
Hann vildi meina að án hans væri ekkert Pink Floyd og fór hann jafnvel með málið fyrir dómstóla til að stöðva vini sína en hann tapaði.
Eftir það árið 1987 komu Wright, Mason og Gilmoure saman og stofnuðu hina nýju Pink Floyd. Þetta sama ár gáfu þeir út diskinn “A momentary lapse of reason” og hljómaði þessi plata mun betur en fyrirfari hennar og var á henni þessi gamli Pink Floyd andi. Þessi plata var kannski ekki jafn góð og gömlu plöturnar en samt góð var hún.
Þá fóru þeir félagar í velheppnaða heimstónleikaferð og næsta ár gáfu þeir út diskinn “Delicate sound of thunder” og náði hún hátt á vinsældar lista. Næsta stúdío plata var “The Divison Bell” og var yfir henni þessi gamli góði Pink Floyd andi sem betur fer og fékk hún ágætis viðtökur.
Seinna árið 1995 gáfu þeir út tvöfalda tónleika plötu að nafni Pulse og ´þáðu aðdáendur hana með þökkum.
En þó var Waters alltaf illur út í félaga sína fyrir að í sjálfu sér taka bara hann og henda honum úr hljómsveitinni í endirinn. Að lokum er það svo þannig að Syd Barret er en ruglaður og ver hann deginum til þess að mála en hefur aldrei aftur snúið til tónlistar heimsins enda ekki skrýtið vegna veikinda hans