Þar sem Joe Strummer var að deyja úr hjartaslag hér fyrir nokkrum mánuðum hef ég ætlað að skrifa grein um Clash & hef loksins látið slag standa & skrifa um eina merkustu hljómsveit Breta.

The Clash
Joe Strummer(John Graham Mellor) söngur - gítar fæddur 21 Ágúst 1952 (Ankara) dáinn 21dec 2002.
Mick Jones gítar - söngur f 26 Júní 1955 (London)
Paul Simon bassi - söngur f 15 dec 1956 (London)
Topper Headon Trommur f 30 maí 1955 (Kent).

Mick hafði stofnað band sem var kallað London SS með Paul & Topper en Joe Strummer gekk svo til liðs við þá 31 maí 1976 en hann hafði þá verið í bandi sem hét 101er's, Paul Simon stakk uppá nafninu
The Clash & var ákveðið að hljómsveitin héti það.

Fyrsta platan þeirra hét The Clash & slógu þeir strax í gegn en þessi plata var einmitt eins sú söluhæsta erlenda platan í Bandaríkjunum, næsta plata var gefini út 78 en hún hét give 'em enough rope & var mjög vinsæl enda varð hún nr 2 í englandi & Clash var á þeim tíma eitt alvinsælasta bandið í Bretlandi, en árið 1979 var komið að meistaraverkinu en hún bar nafnið London Calling, gagnrýnendur héldu ekki vatni yfir þessari plötu & var hún sett á stall með mestu meistaraverkum sögunnar & Rolling Stone blaðið kallaði hana bestu plötu áratugarins enda var hún langvinsælasta plata ársins,árið 1981 voru The Clash byrjaðir að færa sig meira yfir í Reggae úr pönkinu & þetta ár kom platan Sandinista út & þótti hún geysilega vel gerð plata,en 82 kom síðasta plata sem þeir fjórmenningarnir gerðu saman en hún hét Combat rock & var blönduð pönk-Reggea plata & voru nokkur virkilega góð lög sbr. Rock the Casbah - Know your rights,
gífurlega óeining & stöðug rifrildi urðu til þess að Mick Jones & Topper Headon hættu í hljómsveitinni, í staðinn komu Nick Sheppard Peter Howard & Winche White, árið 1985 var svo gefinn út plata sem átti eftir að verða sú síðasta en hút bar nafnið Cut the Crap & var hökkuð í spað af gagnrýnendum enda afleit meðað við fyrri verk The Clash en eftir það leystist bandið upp & meðlimir fóru að vinna á öðrum músik vettfangi & í rauninni var pönkið dautt í kjölfarið á lokum The Clash.

En The Clash lifir enn & á sínum tíma komu þeir með ótrúlega ferska Vinda inn í músik heiminn, það má segja að Sex Pistols hafi byrjað Pönkið en The Clash voru pönkið, þetta er líklega ein pólitíska hljómsveit allra tíma en þeir voru allir sveigðir lengst til vinstri, þeir túlkuðu reiði sína með textum sem voru miklar ádeilur á stjórnvöld & einnig sýndu þeir oft þessa reiði sína á sviðinu með því að rústa gíturum ofl á sviðinu.

Árið 1981 komu The Clash til Íslands & héldu mjög eftirminnilega tónleika fyrir framan pakkfula Laugardalshöll, eftir tónleikanna spiluðu þeir svo fótbolta í höllinni við nokkra vel valda áhorfendur alla nóttina.

Meðal frægusta laga The Clash eru
London Calling - Should i stay or should i go - Tommy Gun - Armagedion Time - White Riot - Bank Robber - Rock The Casbah.

Nokkrar Sanfplötur hafa verið gefnar út
The Story of THE CLASH tvöföld plata sem ég mæli sérstaklega með
Clash on Broadway sem er þreföld safnplata
Super black market CLASH plata með mikið af óútgefnu & endurunnu efni sem Mick Jones & Strummer unnu saman að
The Singles sanfdiskur með fullt af góðum lögum
Svo er það from here to eternity sem er plata með Live lögum & einnig er hægt að fá DVD disk sem bera sama nafn.

Ég mæli með því að unnendur frábærar tónlistar & tónlistarsögunnar kíkji á The Clash, enda einkar sérstakt band sem var óhrætt við að segja hlutina & blanda saman ótrúlegustu tónlist.

Hvíl í friði Joe Strummer the ultimate rebel